Sjáðu hvað þú lést mig gera… Bragi Þór Thoroddsen skrifar 13. maí 2020 07:00 Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mig langar að deila með ykkur kæra fólk, öllum sem nenna að lesa þessar línur, sýn minni á sveitarstjórnarmál og ekki síst Samband íslenskra sveitarfélaga. Svo ekkert fari milli mála, þá gegni ég stöðu sveitarstjóra í Súðavíkurhreppi. Súðavíkurhreppur er fámennur hreppur vestur á fjörðum fyrir þá sem ekki vita. Við byggjum hann um 200 sálir sem væntanlega una sér hér nokkuð vel. Tilefni þessara skrifa er viðtal við þig, kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í þætti Kastljóss þann 11. maí sl. Mér hreinlega ofbauð það sem þú hafðir þar fram að færa um “skjólstæðinga þína”, þ.e. mörg þeirra sveitarfélaga sem eru undir forystu sambandsins – við sem teljum undir 1000 íbúa. Frá því ég var barn voru sveitarstjórnarmál mér nokkuð hugleikin. Kannski klisjukennt, en faðir minn var sveitarstjóri til 16 ára í sjávarplássi vestur á fjörðum. En fæstir kjósa sín örlög á barnsaldri, en ég tel mig þó heppinn að hafa verið þar sem ég var. Alla tíð hafði ég því einhvers konar sýn á mikilvægi þessa starfs, kosti þess og galla. Kostirnir voru þeir að þetta mótaði huga minn og afstöðu til, að mér fannst, mikilvægs hluta stjórnkerfis á Íslandi, þ.e stjórn heima í héraði. Sjálfsstsjórn. Gallar þess að alast upp á heimili sveitarstjóra voru þeir að óharnað barn og síðar unglingur fékk stundum innsýn inn í það hversu óheill þessi heimur getur verið, pólitíkin hefur sinn gang og vinslit fyrir titla og bitlinga. Og gagnrýnin rataði inn á heimili ef því var að skipta, en svona er þetta bara. Þetta er mín sýn á málið, mín hlið veruleikans og hverjum sýnist eflaust sitt um allt sem er í fortíðinni. Hver og einn les með sínum gleraugum enda eru minnst þrjá hliðar á hverjum sannleik í hverri sögu. Þessi sýn mín á sveitarstjórnarmál var auðvitað lituð þeim litum sem þroski minn leyfði frá ári til árs. Faðir minn gegndi starfi sveitarstjóra hrepps sem síðar sameinaðist öðrum minni og dreyfbýlli. Síðar varð hreppurinn byggð með þeim formerkjum sem þóttu hæfa, starfið orðið titill bæjarstjóra en ekki sveitarstjóra. Stærri byggð en sami staður, fámennari en hún var á þeim tíma sem sveitarstjóri fór fyrir sem framkvæmdastjóri. Ýmislegt gekk á í sveitarfélagi á uppvaxtarárum mínum eins og gefur að skilja. Þorpið situr lengi í þér þó þú farir annað – það er meitlað í grjót frá skáldinu úr Vör – þorpið fer með þér alla leið. Ætla ekki að hafa eftir hans orð frekar. Við eigum ekki margt sameiginlegt, en þó það að hafa millilent í Kópavogi. Og sveitarfélagið fyrir vestan óx, dafnaði og hnignaði í takt við það sem leiddi af sveiflum í atvinnulífi, vaxtaskeiði, gengisfellingum, kvótasetningu uppsjávarafla og síðar annarra tegunda nytjastofna. Og misviturri eða óhnitmiðaðri landsbyggðarstefnu gegnum árin, úrræðaleysi í samgöngumálum, hnignandi innanlandsflugi og samdrætti hins … opinbera. Á framhaldsskólaárum mínum var ég mjög meðvirkur með því sem átti sér stað í mínu gamla þorpi. Fátt gekk þar upp gegn framþróun sem virðist hafa verið óumflýjanleg. Alla tíð var ég þó á þeirri skoðun að þessari þróun mætti snúa við, enda flest mannanna verk sem veittu fólki á Höfuðborgarsvæðið. En þorpið mitt var þó ekkert eyland – var í “milliríkjasambandi” með öðrum sveitarfélögum – Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í mínum huga var þetta afl, eitthvað sem gat haft áhrif á ríkisvaldið og mögulega misskiptingu þeirra gæða sem á endanum leiddu til þess að allir fluttu suður. En, ég skal játa að þetta var flest sett á stall og líklega af því að ég vissi ekki betur – hélt að allir væru að vinna að heilindum og þetta snerist frekar um sameiginlegan vettvang, að vera í sambandi með öðrum. En á þeim stað var líkast til í raunveruleikanum flest það unnið sem vannst og leiddi til þess að ákveðnum sveitarfélögum hlotnaðist meira en öðrum – ásamt auðvitað þeim sem í héraði sóttu hið háa Alþingi. Þar voru völdin raunveruleg, og svo auðvita af hendi allra þrýstihópa sem höfðu fjármagn, fylgi eða önnur þau tromp sem unnu slagi þegar spilað var á hættu. Alltaf bar ég virðingu fyrir Sambandi íslenskra sveitarfélaga eins og þar færi fólk sem gat og vissi. Í huga mínum var það samband þeirra sem leiddu sveitarfélög og oft líkast til sem dempari á ríkisvaldið, enda hefur til langs tíma verið talað um auknar skyldur ríkisins á herðar sveitarfélögum sem alltaf leiddu til þess að Sambandið fór fyrir skjöldu og krafðist aukins fjármagns frá ríkinu fyrir veitta þjónustu. Alltaf er þetta sagt eins og ríkið leggi þessar skyldur á sveitarfélögin sem aftur leiðir til þess að sveitarfélögin bugast undan kröfunum ef þau eru ekki nógu burðug og … allir flytja suður þar sem sveitarfélögin eru að standa sig. Þetta er auðvitað ekki svo. Sama fólk fer fyrir þessum hóp – það lærðist mér þegar ég hafði örlítinn þroska haft af því að lifa af ár frá ári og fá síðar innsýn í raunveruleikann í sjálfsstjórn sveitarfélaga, “milliríkjasambandi” sveitarfélaga og sambandi þeirra við ríkisvaldið. Sama fólk situr sömu fundi, formlega sem óformlega, og krefst einhvers af hendi ríkisvaldsins sem heldur utan um sameiginlega sjóði okkar sem greiðum hér skatta og skyldur. Ríkisvaldið ákveður ekki upp á eigin spítur að leggja á sveitarfélögin skyldur og minnka við þau um leið fjármagnið í gegnum útsvarstekjur og Jöfnunarsjóðinn. Þetta er dans þar sem báðir ganga til leiks og vita reglurnar. Við fáum bara mis mikið að koma að þessu balli, þar sem þessi dans fer fram. Já, og þú átt dansherra sem ekkert okkar á tilkall til sem erum fámenn, og honum finnst of fjölmennt á ballinu. Og nú – kæra Aldís Hafsteinsdóttir. Þegar illa gengur, eftir óáran og erfiðan vetur, ætlar þú að ganga erinda sem formaður og höggva til þeirra sem helst eiga erfitt með að verjast. Er það ekki síst vegna þess að þú og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, virðir að vettugi aðild okkar fámennu sveitarfélaganna. Þú hlustar ekki á raddir okkar og stjórn hefur í flimtingum ánægju yfir að hirta okkur þegar við gefum á okkur höggstað. Þú hvetur til samblásturs gegn okkur, boðar lækkun á tekjum til okkar og hvetur þing til þess að virða bænir okkar að vettugi eins og erindin okkar til þín. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir munn fleiri en Súðavíkurhrepps án umboðs. Við upplifum sambandið við þig eins og ofbeldissamband – sambandið við Sambandið. Refsar okkur fyrir „brot“ og gerir lítið úr okkur á vettvangi fjölmiðla án þess að blikna. Ég get ekki, sem framkvæmdastjóri fámenns sveitarfélags, setið undir slíku frá formanni sem ég hélt í einfeldni minni að væri fyrir öll aðildarfélögin – sveitarfélögin 72. Kinnroðalaust gengur þú fram í Kastljósi þann 11. maí 2020 – á vettvangi þjóðarinnar og gengur í skrokk á okkur fámennu sveitarfélögunum og sérð, að því er virðist, fyrir hönd þeirra fjölmennari ofsjónum yfir því að einhverjum auðnist að komast af án þess að vera þúsundum saman í einu póstnúmeri – og þar kemur að titlinum: Sjáðu hvað þú lést mig gera. Ég ber virðingu fyrir fólki, fyrir valdi og fyrir verkum sem unnin eru af heilindum. Ekki titlum – get það ekki án frekari kynna - það er bara ég. Ég ber alltaf virðingu fyrir stjórnskipan landsins og finnst að þau eigi að virka fyrir okkur öll ef vel tekst til. Ekki síst við temprun valds. Og ég ber þá von í brjósti að við virðum landslög öll, við sem lögin verja og þeir sem lögin tryggja framgang til góðra verka. Samband íslenskra sveitarfélaga á að vera vettvangur sem við öll berum virðingu fyrir og hreykjum okkur af. Sambandið á samkvæmt samþykktum sínum að vera vettvangur - málsvari sveitarfélaganna – ekki sumra – allra. Gerðu okkur stolt og vertu okkar formaður okkar fámennu eins og ykkar stóru. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mig langar að deila með ykkur kæra fólk, öllum sem nenna að lesa þessar línur, sýn minni á sveitarstjórnarmál og ekki síst Samband íslenskra sveitarfélaga. Svo ekkert fari milli mála, þá gegni ég stöðu sveitarstjóra í Súðavíkurhreppi. Súðavíkurhreppur er fámennur hreppur vestur á fjörðum fyrir þá sem ekki vita. Við byggjum hann um 200 sálir sem væntanlega una sér hér nokkuð vel. Tilefni þessara skrifa er viðtal við þig, kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í þætti Kastljóss þann 11. maí sl. Mér hreinlega ofbauð það sem þú hafðir þar fram að færa um “skjólstæðinga þína”, þ.e. mörg þeirra sveitarfélaga sem eru undir forystu sambandsins – við sem teljum undir 1000 íbúa. Frá því ég var barn voru sveitarstjórnarmál mér nokkuð hugleikin. Kannski klisjukennt, en faðir minn var sveitarstjóri til 16 ára í sjávarplássi vestur á fjörðum. En fæstir kjósa sín örlög á barnsaldri, en ég tel mig þó heppinn að hafa verið þar sem ég var. Alla tíð hafði ég því einhvers konar sýn á mikilvægi þessa starfs, kosti þess og galla. Kostirnir voru þeir að þetta mótaði huga minn og afstöðu til, að mér fannst, mikilvægs hluta stjórnkerfis á Íslandi, þ.e stjórn heima í héraði. Sjálfsstsjórn. Gallar þess að alast upp á heimili sveitarstjóra voru þeir að óharnað barn og síðar unglingur fékk stundum innsýn inn í það hversu óheill þessi heimur getur verið, pólitíkin hefur sinn gang og vinslit fyrir titla og bitlinga. Og gagnrýnin rataði inn á heimili ef því var að skipta, en svona er þetta bara. Þetta er mín sýn á málið, mín hlið veruleikans og hverjum sýnist eflaust sitt um allt sem er í fortíðinni. Hver og einn les með sínum gleraugum enda eru minnst þrjá hliðar á hverjum sannleik í hverri sögu. Þessi sýn mín á sveitarstjórnarmál var auðvitað lituð þeim litum sem þroski minn leyfði frá ári til árs. Faðir minn gegndi starfi sveitarstjóra hrepps sem síðar sameinaðist öðrum minni og dreyfbýlli. Síðar varð hreppurinn byggð með þeim formerkjum sem þóttu hæfa, starfið orðið titill bæjarstjóra en ekki sveitarstjóra. Stærri byggð en sami staður, fámennari en hún var á þeim tíma sem sveitarstjóri fór fyrir sem framkvæmdastjóri. Ýmislegt gekk á í sveitarfélagi á uppvaxtarárum mínum eins og gefur að skilja. Þorpið situr lengi í þér þó þú farir annað – það er meitlað í grjót frá skáldinu úr Vör – þorpið fer með þér alla leið. Ætla ekki að hafa eftir hans orð frekar. Við eigum ekki margt sameiginlegt, en þó það að hafa millilent í Kópavogi. Og sveitarfélagið fyrir vestan óx, dafnaði og hnignaði í takt við það sem leiddi af sveiflum í atvinnulífi, vaxtaskeiði, gengisfellingum, kvótasetningu uppsjávarafla og síðar annarra tegunda nytjastofna. Og misviturri eða óhnitmiðaðri landsbyggðarstefnu gegnum árin, úrræðaleysi í samgöngumálum, hnignandi innanlandsflugi og samdrætti hins … opinbera. Á framhaldsskólaárum mínum var ég mjög meðvirkur með því sem átti sér stað í mínu gamla þorpi. Fátt gekk þar upp gegn framþróun sem virðist hafa verið óumflýjanleg. Alla tíð var ég þó á þeirri skoðun að þessari þróun mætti snúa við, enda flest mannanna verk sem veittu fólki á Höfuðborgarsvæðið. En þorpið mitt var þó ekkert eyland – var í “milliríkjasambandi” með öðrum sveitarfélögum – Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í mínum huga var þetta afl, eitthvað sem gat haft áhrif á ríkisvaldið og mögulega misskiptingu þeirra gæða sem á endanum leiddu til þess að allir fluttu suður. En, ég skal játa að þetta var flest sett á stall og líklega af því að ég vissi ekki betur – hélt að allir væru að vinna að heilindum og þetta snerist frekar um sameiginlegan vettvang, að vera í sambandi með öðrum. En á þeim stað var líkast til í raunveruleikanum flest það unnið sem vannst og leiddi til þess að ákveðnum sveitarfélögum hlotnaðist meira en öðrum – ásamt auðvitað þeim sem í héraði sóttu hið háa Alþingi. Þar voru völdin raunveruleg, og svo auðvita af hendi allra þrýstihópa sem höfðu fjármagn, fylgi eða önnur þau tromp sem unnu slagi þegar spilað var á hættu. Alltaf bar ég virðingu fyrir Sambandi íslenskra sveitarfélaga eins og þar færi fólk sem gat og vissi. Í huga mínum var það samband þeirra sem leiddu sveitarfélög og oft líkast til sem dempari á ríkisvaldið, enda hefur til langs tíma verið talað um auknar skyldur ríkisins á herðar sveitarfélögum sem alltaf leiddu til þess að Sambandið fór fyrir skjöldu og krafðist aukins fjármagns frá ríkinu fyrir veitta þjónustu. Alltaf er þetta sagt eins og ríkið leggi þessar skyldur á sveitarfélögin sem aftur leiðir til þess að sveitarfélögin bugast undan kröfunum ef þau eru ekki nógu burðug og … allir flytja suður þar sem sveitarfélögin eru að standa sig. Þetta er auðvitað ekki svo. Sama fólk fer fyrir þessum hóp – það lærðist mér þegar ég hafði örlítinn þroska haft af því að lifa af ár frá ári og fá síðar innsýn í raunveruleikann í sjálfsstjórn sveitarfélaga, “milliríkjasambandi” sveitarfélaga og sambandi þeirra við ríkisvaldið. Sama fólk situr sömu fundi, formlega sem óformlega, og krefst einhvers af hendi ríkisvaldsins sem heldur utan um sameiginlega sjóði okkar sem greiðum hér skatta og skyldur. Ríkisvaldið ákveður ekki upp á eigin spítur að leggja á sveitarfélögin skyldur og minnka við þau um leið fjármagnið í gegnum útsvarstekjur og Jöfnunarsjóðinn. Þetta er dans þar sem báðir ganga til leiks og vita reglurnar. Við fáum bara mis mikið að koma að þessu balli, þar sem þessi dans fer fram. Já, og þú átt dansherra sem ekkert okkar á tilkall til sem erum fámenn, og honum finnst of fjölmennt á ballinu. Og nú – kæra Aldís Hafsteinsdóttir. Þegar illa gengur, eftir óáran og erfiðan vetur, ætlar þú að ganga erinda sem formaður og höggva til þeirra sem helst eiga erfitt með að verjast. Er það ekki síst vegna þess að þú og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, virðir að vettugi aðild okkar fámennu sveitarfélaganna. Þú hlustar ekki á raddir okkar og stjórn hefur í flimtingum ánægju yfir að hirta okkur þegar við gefum á okkur höggstað. Þú hvetur til samblásturs gegn okkur, boðar lækkun á tekjum til okkar og hvetur þing til þess að virða bænir okkar að vettugi eins og erindin okkar til þín. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir munn fleiri en Súðavíkurhrepps án umboðs. Við upplifum sambandið við þig eins og ofbeldissamband – sambandið við Sambandið. Refsar okkur fyrir „brot“ og gerir lítið úr okkur á vettvangi fjölmiðla án þess að blikna. Ég get ekki, sem framkvæmdastjóri fámenns sveitarfélags, setið undir slíku frá formanni sem ég hélt í einfeldni minni að væri fyrir öll aðildarfélögin – sveitarfélögin 72. Kinnroðalaust gengur þú fram í Kastljósi þann 11. maí 2020 – á vettvangi þjóðarinnar og gengur í skrokk á okkur fámennu sveitarfélögunum og sérð, að því er virðist, fyrir hönd þeirra fjölmennari ofsjónum yfir því að einhverjum auðnist að komast af án þess að vera þúsundum saman í einu póstnúmeri – og þar kemur að titlinum: Sjáðu hvað þú lést mig gera. Ég ber virðingu fyrir fólki, fyrir valdi og fyrir verkum sem unnin eru af heilindum. Ekki titlum – get það ekki án frekari kynna - það er bara ég. Ég ber alltaf virðingu fyrir stjórnskipan landsins og finnst að þau eigi að virka fyrir okkur öll ef vel tekst til. Ekki síst við temprun valds. Og ég ber þá von í brjósti að við virðum landslög öll, við sem lögin verja og þeir sem lögin tryggja framgang til góðra verka. Samband íslenskra sveitarfélaga á að vera vettvangur sem við öll berum virðingu fyrir og hreykjum okkur af. Sambandið á samkvæmt samþykktum sínum að vera vettvangur - málsvari sveitarfélaganna – ekki sumra – allra. Gerðu okkur stolt og vertu okkar formaður okkar fámennu eins og ykkar stóru. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun