Viðskipti innlent

Nýr gæða­stjóri hjá Sam­herja

Atli Ísleifsson skrifar
Sunneva Ósk Guðmundsdóttir.
Sunneva Ósk Guðmundsdóttir. Samherji

Sunneva Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin gæðastjóri landvinnslu Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa (ÚA).

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Þar segir að Sunneva Ósk taki við starfinu af Elvari Thorarensen sem láti af störfum af heilsufarsástæðum.

„Sunneva er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað við gæðamál hjá Samherja og ÚA undanfarin þrjú ár. Hún er búsett á Akureyri, er í sambúð með Ómari Þorra Gunnlaugssyni og eiga þau tvö börn.“

Í tilkynningunni segir ennfremur að Elvar hafi starfað hjá ÚA allan sinn starfsferil, fyrst í starfsmannamálum en síðan sem gæðastjóri í 25 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×