Súperstjörnur NBA héldu fund og voru sammála um að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 12:30 LeBron James og Chris Paul eru báðir áhrifamiklir meðal leikmanna NBA deildarinnar. Getty/Harry How NBA-deildin er að skoða sína stöðu og framhaldið á tímum kórónuveirunnar. Ef nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar fengu að ráða þá ættu menn að finna leiðir til að klára tímabilið. Chris B. Haynes á Yahooo hefur heimildir fyrir því að nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar hafi hist á fjarfundi og rætt saman. Niðurstaðan frá þeim fundi var að þessar súperstjörnur væru sammála um að klára tímabilið. Leikmennirnir eru LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Stephen Curry. Það gerist ekki mikið stærra en það. Þessir leikmenn hafa nú sameinaast í því að pressa á það að það verði leitað af öllum mögulegum leiðum til að klára tímabilið en þeir eru jafnframt sammála um það að það þurfi að hugsa vel um öll öryggisatriði og fá grænt ljós frá yfirvöldum. Yahoo Sources: NBA superstars LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard and Stephen Curry held private conference call on Monday and established united front in favor of resuming season. https://t.co/FZJfgP6WDu pic.twitter.com/6AZOWe0AXo— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) May 12, 2020 Leikmannasamtökin í NBA hafa verið að biðla til leikmanna um að svara óformlegri könnum um það hvort þeir vilji spila eða ekki. Það að þessar súperstjörnur segja já mun örugglega hafa mikil áhrif á skoðun margra þessara leikmanna. Síðasti leikurinn í NBA deildinni fór fram 11. mars síðastliðinn og að öllu eðlilegu ætti úrslitakeppnin að vera komin alla leið í úrslit deildanna. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, ræddi við leikmenn á fjarfundi á föstudaginn og þar gat hann skiljanlega ekki gulltryggt öryggi leikmanna í þeirri borg sem þeir myndu halda sig á meðan keppnin væri kláruð. Hann fullvissaði leikmennina hins vegar um það að NBA myndi leita allra leiða til að búa til eins öruggt umhverfi og hægt væri fyrir leikmenn og starfsmenn. Meirihluti leikmanna er sagður vilja sleppa restinni af deildarkeppninni og einblína frekar á það að klára sextán liða úrslitakeppni hvernig sem hún mun fara fram. Leikmenn sem eiga ekki möguleika á að spila í úrslitakeppninni eru nefnilega ekki mjög spenntir fyrir að þurfa að spila þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni. Peningamálin eru líka hluti af þessu en ef tímabilið verður flautað af þá mun það hafa áhrif á næsta samning milli NBA og leikmannasamtakanna. Minni hagnaður liðanna þýðir minni pening til skiptanna fyrri leikmenn í formi lægra launaþaks. Adam Silver segist ekki þurfa að taka endanlega ákvörðun fyrr en í júní og ætti því að eiga nokkrar vikur upp á að hlaupa til að finna bestu lausnina. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
NBA-deildin er að skoða sína stöðu og framhaldið á tímum kórónuveirunnar. Ef nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar fengu að ráða þá ættu menn að finna leiðir til að klára tímabilið. Chris B. Haynes á Yahooo hefur heimildir fyrir því að nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar hafi hist á fjarfundi og rætt saman. Niðurstaðan frá þeim fundi var að þessar súperstjörnur væru sammála um að klára tímabilið. Leikmennirnir eru LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Stephen Curry. Það gerist ekki mikið stærra en það. Þessir leikmenn hafa nú sameinaast í því að pressa á það að það verði leitað af öllum mögulegum leiðum til að klára tímabilið en þeir eru jafnframt sammála um það að það þurfi að hugsa vel um öll öryggisatriði og fá grænt ljós frá yfirvöldum. Yahoo Sources: NBA superstars LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard and Stephen Curry held private conference call on Monday and established united front in favor of resuming season. https://t.co/FZJfgP6WDu pic.twitter.com/6AZOWe0AXo— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) May 12, 2020 Leikmannasamtökin í NBA hafa verið að biðla til leikmanna um að svara óformlegri könnum um það hvort þeir vilji spila eða ekki. Það að þessar súperstjörnur segja já mun örugglega hafa mikil áhrif á skoðun margra þessara leikmanna. Síðasti leikurinn í NBA deildinni fór fram 11. mars síðastliðinn og að öllu eðlilegu ætti úrslitakeppnin að vera komin alla leið í úrslit deildanna. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, ræddi við leikmenn á fjarfundi á föstudaginn og þar gat hann skiljanlega ekki gulltryggt öryggi leikmanna í þeirri borg sem þeir myndu halda sig á meðan keppnin væri kláruð. Hann fullvissaði leikmennina hins vegar um það að NBA myndi leita allra leiða til að búa til eins öruggt umhverfi og hægt væri fyrir leikmenn og starfsmenn. Meirihluti leikmanna er sagður vilja sleppa restinni af deildarkeppninni og einblína frekar á það að klára sextán liða úrslitakeppni hvernig sem hún mun fara fram. Leikmenn sem eiga ekki möguleika á að spila í úrslitakeppninni eru nefnilega ekki mjög spenntir fyrir að þurfa að spila þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni. Peningamálin eru líka hluti af þessu en ef tímabilið verður flautað af þá mun það hafa áhrif á næsta samning milli NBA og leikmannasamtakanna. Minni hagnaður liðanna þýðir minni pening til skiptanna fyrri leikmenn í formi lægra launaþaks. Adam Silver segist ekki þurfa að taka endanlega ákvörðun fyrr en í júní og ætti því að eiga nokkrar vikur upp á að hlaupa til að finna bestu lausnina.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira