Slaka á takmörkunum þrátt fyrir að ná ekki eigin skilyrðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 11:40 Kona skannar hitastig farþega á flugvelli í Róm. AP/Andrew Medichini Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram. Virðist það eiga sérstaklega við ríki sem hafa orðið verulega illa úti vegna nýju kóronuveirunnar. Sérfræðingar hafa víða og ítrekað varað við því að fara of geyst í þessum málum. Ríkisstjórn Ítalíu hét því að dreifa milljónum andlitsgríma í apótek landsins, að taka 150 þúsund mótefnapróf og að gefa út rakningarapp. Ekkert hefur orðið af þessu en þrátt fyrir það heldur opnun Ítalíu áfram. AP fréttaveitan hefur eftir Domenico Arcuri, sem er einn af stjórnendum Almannavarna Ítalíu, að Ítalir viti hvernig þeir eigi að verja sig, jafnvel þó próf, grímur eða rakning séu til staðar. Rakning Frakka í uppnámi Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að „vernda, prófa og rekja“ alla þá sem koma nærri kórónuveirunni. Sú áætlun beið þó hnekki í gær þegar Hæstiréttur Frakklands setti út á ætlanir ríkisins varðandi rakningu og skipaði ríkinu að vernda persónuupplýsingar betur. Rakningarlögin, sem tóku gildi í gær fólu í sér að rakningarteymi yfirvalda deildu upplýsingum um sjúklinga á vefþjóni í eigu ríkisins, hvort sem viðkomandi sjúklingar samþykktu það eða ekki. Þar að auki hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að Frakkar framkvæmi minnst 700 þúsund próf á viku. Undanfarið hafa þau þó ekki verið fleiri en 200 til 270 þúsund á viku. Skólar voru opnaðir í Frakklandi í vikunni en þrátt fyrir mikinn viðbúnað, grímur, sótthreinsiefni og tveggja metra reglur, óttast kennarar að það dugi ekki til. Erfitt sé að tryggja öryggi bæði nemenda og kennara. Samkvæmt frétt France24 hafa borist fregnir af því að skólum hafi ekki borist sá hlífðarbúnaður sem þeir hafi átt að fá. Ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins Á Bretlandi hefur tekist að fjölga prófum verulega en rakning smitrakning hefur ekki farið eins og til stóð. Hætta þurfti rakningu þegar kórónuveiran var í hvað mestri dreifingu á Bretlandi og vinna yfirvöld þar nú að því að því að ráða þúsundir í rakningarteymi ríkisins. Fólk er byrjað að mæta aftur til vinnu og í London hafa íbúar áhyggjur af ástandinu í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Farþegar segja ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins varðandi félagasforðun. Í samtali við BBC segir einn farþegi að mikill minnihluti fólks í lestum London hafi verið með grímur. Viðkomandi sagðist óttast aðra bylgju faraldursins þar í landi. Vilja bjarga ferðaþjónustu Evrópu Forsvarsmenn Evrópu stefna nú að því að opna landamæri Evrópuríkja til að reyna að bjarga ferðaþjónustu heimsálfunnar og þá sérstaklega í suðurhluta Evrópu. Blaðamenn Guardian hafa séð drög að tillögu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að opna eigi ríki sem virðist hafa náð tökum á faraldrinum og hafi getu til að bregðast við nýjum tilfellum sem kunna að skjóta upp kollinum. Ferðaþjónusta samsvarar um tíu prósentum af hagkerfi ESB og er sérstaklega mikilvæg ríkjum eins og Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Grikkir hafa komið tiltölulega vel út úr baráttunni við Covid-19 og sjá færi á að opna landið fyrir ferðamönnum á næstunni og þá sérstaklega frá ríkjum sem talin eru örugg. Harry Theoharis, ferðamálaráðherra Grikklands, sagði í gær að ríkisstjórn landsins stefndi að því að semja við önnur ríki um opnun landamæra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ítalía Frakkland Spánn Bretland Grikkland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram. Virðist það eiga sérstaklega við ríki sem hafa orðið verulega illa úti vegna nýju kóronuveirunnar. Sérfræðingar hafa víða og ítrekað varað við því að fara of geyst í þessum málum. Ríkisstjórn Ítalíu hét því að dreifa milljónum andlitsgríma í apótek landsins, að taka 150 þúsund mótefnapróf og að gefa út rakningarapp. Ekkert hefur orðið af þessu en þrátt fyrir það heldur opnun Ítalíu áfram. AP fréttaveitan hefur eftir Domenico Arcuri, sem er einn af stjórnendum Almannavarna Ítalíu, að Ítalir viti hvernig þeir eigi að verja sig, jafnvel þó próf, grímur eða rakning séu til staðar. Rakning Frakka í uppnámi Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að „vernda, prófa og rekja“ alla þá sem koma nærri kórónuveirunni. Sú áætlun beið þó hnekki í gær þegar Hæstiréttur Frakklands setti út á ætlanir ríkisins varðandi rakningu og skipaði ríkinu að vernda persónuupplýsingar betur. Rakningarlögin, sem tóku gildi í gær fólu í sér að rakningarteymi yfirvalda deildu upplýsingum um sjúklinga á vefþjóni í eigu ríkisins, hvort sem viðkomandi sjúklingar samþykktu það eða ekki. Þar að auki hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að Frakkar framkvæmi minnst 700 þúsund próf á viku. Undanfarið hafa þau þó ekki verið fleiri en 200 til 270 þúsund á viku. Skólar voru opnaðir í Frakklandi í vikunni en þrátt fyrir mikinn viðbúnað, grímur, sótthreinsiefni og tveggja metra reglur, óttast kennarar að það dugi ekki til. Erfitt sé að tryggja öryggi bæði nemenda og kennara. Samkvæmt frétt France24 hafa borist fregnir af því að skólum hafi ekki borist sá hlífðarbúnaður sem þeir hafi átt að fá. Ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins Á Bretlandi hefur tekist að fjölga prófum verulega en rakning smitrakning hefur ekki farið eins og til stóð. Hætta þurfti rakningu þegar kórónuveiran var í hvað mestri dreifingu á Bretlandi og vinna yfirvöld þar nú að því að því að ráða þúsundir í rakningarteymi ríkisins. Fólk er byrjað að mæta aftur til vinnu og í London hafa íbúar áhyggjur af ástandinu í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Farþegar segja ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins varðandi félagasforðun. Í samtali við BBC segir einn farþegi að mikill minnihluti fólks í lestum London hafi verið með grímur. Viðkomandi sagðist óttast aðra bylgju faraldursins þar í landi. Vilja bjarga ferðaþjónustu Evrópu Forsvarsmenn Evrópu stefna nú að því að opna landamæri Evrópuríkja til að reyna að bjarga ferðaþjónustu heimsálfunnar og þá sérstaklega í suðurhluta Evrópu. Blaðamenn Guardian hafa séð drög að tillögu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að opna eigi ríki sem virðist hafa náð tökum á faraldrinum og hafi getu til að bregðast við nýjum tilfellum sem kunna að skjóta upp kollinum. Ferðaþjónusta samsvarar um tíu prósentum af hagkerfi ESB og er sérstaklega mikilvæg ríkjum eins og Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Grikkir hafa komið tiltölulega vel út úr baráttunni við Covid-19 og sjá færi á að opna landið fyrir ferðamönnum á næstunni og þá sérstaklega frá ríkjum sem talin eru örugg. Harry Theoharis, ferðamálaráðherra Grikklands, sagði í gær að ríkisstjórn landsins stefndi að því að semja við önnur ríki um opnun landamæra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ítalía Frakkland Spánn Bretland Grikkland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent