Segir félög vanáætla eða ljúga um launakostnað: „Þá værum við bara í mansali“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 20:00 Grímur Atlason mætti í heimsókn til Kjartans Atla og Henrys Birgis í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Hluti körfuknattleiksfélaga á Íslandi vanáætlar stórlega launakostnað vegna leikmanna, svindlar á þeim eða vill halda kostnaðinum leyndum. Þetta segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, í Sportinu í dag. Hann skrifaði MBA-ritgerð sem fjallar um rekstrarumhverfið í íslenskum körfubolta og vann úr svörum frá helmingi þeirra 12 félaga sem áttu lið í Domino‘s-deild karla, og fimm af átta liðum í Domino‘s-deild kvenna. Samkvæmt svörunum, sem Grímur segir að standist ekki skoðun, áætla tvö félög í úrvalsdeild kvenna að heildarlaunakostnaður leikmanna sé aðeins á bilinu 1-3 milljónir króna, og tvö félög í úrvalsdeild karla áætla að heildarlaunakostnaður sé 1-8 milljónir króna. Til samanburðar sögðu tvö félög heildarlaunakostnað vegna karlaliðs nema 22-29 milljónum króna. „Ég reiknaði þetta sjálfur því ég veit nokkurn veginn hvernig þetta umhverfi er. Ég vissi að þetta gæti orðið mjög tricky spurning, sem hún vissulega er því þarna koma svör sem standast ekki. Kostnaðurinn getur ekki verið svona lágur því öll liðin voru með erlendan leikmann frá löndum utan EES-svæðisins. Ef þú ert með slíkan leikmann þá þarftu að borga lágmarkslaun til að hann fái atvinnuleyfi. Annað hvort eru menn að segja ósatt viljandi eða vita ekki betur,“ sagði Grímur. En af hverju veigra menn sér við því að segja satt um launakostnaðinn? Ótti við að veita réttar upplýsingar „Ég held að þetta sé ótti. Það segja allir „nei, nei, nei, við erum að borga miklu minna fyrir hana en Valur gerði, eða KR eða Stjarnan“. Þetta snýst alltaf um að gera bestu dílana. Ég gerði þessa rannsókn, sem ég helgaði líf mitt í sex mánuði, út af því að mér finnst ákvarðanir okkar sem störfum í þessum körfubolta vera oft byggðar á svo veikum forsendum. Við könnum ekkert áhrifin. Það er svo mikilvægt að gera það til að geta tekið skynsamar ákvarðanir, með það fyrir augum að við erum öll að vinna eftir reglum og lögum ÍSÍ. Svo er KKÍ okkar samband og í sambandi við KKÍ viljum við efla körfubolta og dreifa honum um landið. Með því að vera með hlutina á hreinu þá ætti maður að geta tekið betri ákvarðanir,“ sagði Grímur. Áætluð laun og hlunnindi erlendra leikmanna. Grímur segir að þarna sé um lágmarkskostnað að ræða. Grímur áætlar að kostnaður við tvo erlenda leikmenn nemi samtals að lágmarki rúmlega 7,5 milljónum króna, en í þeirri upphæð eru laun, flugferðir og leiga á íbúð og bíl. „Ef að kostnaðurinn væri 1-8 milljónir króna þá myndi enginn íslenskur leikmaður fá pening, sem er heldur ekki rétt. Það eru þó örugglega leikmenn sem að taka ekki pening og ég veit um nokkra. En þegar liðin eru eins og á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni, með samtals 50 erlenda leikmenn, þá eru þeir ekki á þessum kjörum. Þá værum við bara í mansali og ég veit ekki hverju,“ sagði Grímur. Svörin sem hann óskaði eftir voru órekjanleg en það virðist ekki hafa dugað til að hann fengi nákvæm svör. Staða hans í stjórn Vals gæti spilað þar inn í: „Ég gæti trúað að það sé vegna þess að þetta er ég. En ég gerði bara könnun og þetta eru órekjanlegar upplýsingar. Ég þekki liðið mitt og það sagði satt og rétt frá, og það eru fleiri lið sem svara rétt, en stærsti hlutinn svarar vitlaust. Annað hvort vona menn að þetta sé betra, eða vilja ekki að ég viti það, eða bara eitthvað.“ Klippa: Sportið í dag - Grímur um vanáætlaðan launakostnað í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Hluti körfuknattleiksfélaga á Íslandi vanáætlar stórlega launakostnað vegna leikmanna, svindlar á þeim eða vill halda kostnaðinum leyndum. Þetta segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, í Sportinu í dag. Hann skrifaði MBA-ritgerð sem fjallar um rekstrarumhverfið í íslenskum körfubolta og vann úr svörum frá helmingi þeirra 12 félaga sem áttu lið í Domino‘s-deild karla, og fimm af átta liðum í Domino‘s-deild kvenna. Samkvæmt svörunum, sem Grímur segir að standist ekki skoðun, áætla tvö félög í úrvalsdeild kvenna að heildarlaunakostnaður leikmanna sé aðeins á bilinu 1-3 milljónir króna, og tvö félög í úrvalsdeild karla áætla að heildarlaunakostnaður sé 1-8 milljónir króna. Til samanburðar sögðu tvö félög heildarlaunakostnað vegna karlaliðs nema 22-29 milljónum króna. „Ég reiknaði þetta sjálfur því ég veit nokkurn veginn hvernig þetta umhverfi er. Ég vissi að þetta gæti orðið mjög tricky spurning, sem hún vissulega er því þarna koma svör sem standast ekki. Kostnaðurinn getur ekki verið svona lágur því öll liðin voru með erlendan leikmann frá löndum utan EES-svæðisins. Ef þú ert með slíkan leikmann þá þarftu að borga lágmarkslaun til að hann fái atvinnuleyfi. Annað hvort eru menn að segja ósatt viljandi eða vita ekki betur,“ sagði Grímur. En af hverju veigra menn sér við því að segja satt um launakostnaðinn? Ótti við að veita réttar upplýsingar „Ég held að þetta sé ótti. Það segja allir „nei, nei, nei, við erum að borga miklu minna fyrir hana en Valur gerði, eða KR eða Stjarnan“. Þetta snýst alltaf um að gera bestu dílana. Ég gerði þessa rannsókn, sem ég helgaði líf mitt í sex mánuði, út af því að mér finnst ákvarðanir okkar sem störfum í þessum körfubolta vera oft byggðar á svo veikum forsendum. Við könnum ekkert áhrifin. Það er svo mikilvægt að gera það til að geta tekið skynsamar ákvarðanir, með það fyrir augum að við erum öll að vinna eftir reglum og lögum ÍSÍ. Svo er KKÍ okkar samband og í sambandi við KKÍ viljum við efla körfubolta og dreifa honum um landið. Með því að vera með hlutina á hreinu þá ætti maður að geta tekið betri ákvarðanir,“ sagði Grímur. Áætluð laun og hlunnindi erlendra leikmanna. Grímur segir að þarna sé um lágmarkskostnað að ræða. Grímur áætlar að kostnaður við tvo erlenda leikmenn nemi samtals að lágmarki rúmlega 7,5 milljónum króna, en í þeirri upphæð eru laun, flugferðir og leiga á íbúð og bíl. „Ef að kostnaðurinn væri 1-8 milljónir króna þá myndi enginn íslenskur leikmaður fá pening, sem er heldur ekki rétt. Það eru þó örugglega leikmenn sem að taka ekki pening og ég veit um nokkra. En þegar liðin eru eins og á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni, með samtals 50 erlenda leikmenn, þá eru þeir ekki á þessum kjörum. Þá værum við bara í mansali og ég veit ekki hverju,“ sagði Grímur. Svörin sem hann óskaði eftir voru órekjanleg en það virðist ekki hafa dugað til að hann fengi nákvæm svör. Staða hans í stjórn Vals gæti spilað þar inn í: „Ég gæti trúað að það sé vegna þess að þetta er ég. En ég gerði bara könnun og þetta eru órekjanlegar upplýsingar. Ég þekki liðið mitt og það sagði satt og rétt frá, og það eru fleiri lið sem svara rétt, en stærsti hlutinn svarar vitlaust. Annað hvort vona menn að þetta sé betra, eða vilja ekki að ég viti það, eða bara eitthvað.“ Klippa: Sportið í dag - Grímur um vanáætlaðan launakostnað í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum