Nýr Marsjeppi fær nafnið „Þrautseigja“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 10:17 Frá fyrsta akstursprófi Perseverance-jeppans í desember. Til stendur að skjóta jeppanum á loft í sumar. AP/J.Krohn/NASA Tilkynnt var um úrslit í nafnasamkeppni á næsta könnunarjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem á að senda til Mars í gær. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance] að tillögu grunnskólanema. Fram að þessu hefur nýi Marsjeppinn aðeins verið þekktur undir heitinu Mars 2020. Alls bárust 28.000 tillögur og voru níu á endanum valdar til úrslita, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sigurvegarinn var Alexander Mather, þrettán ára skólastrákur frá Virginíu í Bandaríkjunum sem lagði til nafnið „Perseverance“. Tillaga Mather er í anda nafna á fyrri könnunarjeppum sem hafa verið sendir til Mars og sem hann sagði lýsandi fyrir atgervi manna eins og Forvitni [e. Curiosity], Innsæi [e. Insight], Dugur [e. Spirit] og Tækifæri [e. Opportunity]. Til stendur að skjóta Perseverance á loft á milli 17. júlí og 5. ágúst. Jeppinn er kominn í Kennedy-geimmiðstöð NASA á Canaveral-höfða til undirbúnings fyrir geimskotið. Ferðin til rauðu reikistjörnunnar tekur sjö mánuði og er lending þar áætluð klukkan hálf níu fimmtudagskvöldið 18. Febrúar á næsta ári. "This Mars rover will help pave the way for human presence there and I wanted to try and help in any way I could. Seventh grader Alex Mather has just named the #Mars2020 rover Perseverance (@NASAPersevere ). Now we get ready for the launch in July! https://t.co/nXkbdVdcB0 pic.twitter.com/l9bjStH9ib— NASA (@NASA) March 5, 2020 Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman. 5. mars 2020 14:19 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Tilkynnt var um úrslit í nafnasamkeppni á næsta könnunarjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem á að senda til Mars í gær. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance] að tillögu grunnskólanema. Fram að þessu hefur nýi Marsjeppinn aðeins verið þekktur undir heitinu Mars 2020. Alls bárust 28.000 tillögur og voru níu á endanum valdar til úrslita, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sigurvegarinn var Alexander Mather, þrettán ára skólastrákur frá Virginíu í Bandaríkjunum sem lagði til nafnið „Perseverance“. Tillaga Mather er í anda nafna á fyrri könnunarjeppum sem hafa verið sendir til Mars og sem hann sagði lýsandi fyrir atgervi manna eins og Forvitni [e. Curiosity], Innsæi [e. Insight], Dugur [e. Spirit] og Tækifæri [e. Opportunity]. Til stendur að skjóta Perseverance á loft á milli 17. júlí og 5. ágúst. Jeppinn er kominn í Kennedy-geimmiðstöð NASA á Canaveral-höfða til undirbúnings fyrir geimskotið. Ferðin til rauðu reikistjörnunnar tekur sjö mánuði og er lending þar áætluð klukkan hálf níu fimmtudagskvöldið 18. Febrúar á næsta ári. "This Mars rover will help pave the way for human presence there and I wanted to try and help in any way I could. Seventh grader Alex Mather has just named the #Mars2020 rover Perseverance (@NASAPersevere ). Now we get ready for the launch in July! https://t.co/nXkbdVdcB0 pic.twitter.com/l9bjStH9ib— NASA (@NASA) March 5, 2020
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman. 5. mars 2020 14:19 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman. 5. mars 2020 14:19