Innlent

Boða til blaða­manna­fundar vegna kórónu­veirunnar klukkan 15

Atli Ísleifsson skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma D. Möller landlæknir verða öll til svara á upplýsingafundinum á eftir.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma D. Möller landlæknir verða öll til svara á upplýsingafundinum á eftir. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landhelgisgæsla Íslands hafa boðað til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 15 í dag.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi og sömuleiðis á Stöð 3, en hann fer fram í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð. Í morgun var greint frá því að 37 hafi greinst með kórónuveirusmit hér á landi.

Í tilkynningu kemur fram að Alma D. Möller landlæknir muni á fundinum ræða stöðu og undirbúning innan Landspítalans vegna COVID-19.

„Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fjallar um yfirstandandi verkefni almannavarna og aðgerðir sem grípa þarf til ef almannavarnastig verður hækkað. Þórólfur Guðnason fjallar um stöðu og þróun mála hér á landi og erlendis. Georg Kr. Lárusson skýrir frá viðbragði Landhelgisgæslunnar og eftirliti vegna komu skipa erlendis frá,“ segir í tilkynningunni.

Ennfremur segir að að óbreyttu verði ekki haldnir upplýsingafundir um helgina vegna kórónuveirunnar.

Fréttin var uppfærð klukkan 13:45 eftir að fundinum var frestað frá klukkan 14 til 15 vegna seinkunar á niðurstöðum úr sýnum í greiningu.

Að neðan má sjá myndband um veiruna sem framleitt er af Landspítala.


Tengdar fréttir

37 smituð og eitt vafatilfelli

Alls voru fjögur ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×