Innlent

Malbikað fyrir milljarð í Reykavík og um níutíu götur í forgangi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Malbikað á gatnamótum Garðastrætis og Vesturgötu í Vesturbænum í Reykjavík.
Malbikað á gatnamótum Garðastrætis og Vesturgötu í Vesturbænum í Reykjavík. Reykjavíkurborg

Malbikað verður víða í borginni fyrir tæpan milljarð króna í sumar. 91 gata eða götukaflar eru í forgangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við malbikun í sumar. Um er að ræða bæði malbikun yfirlaga sem og endurnýjun með fræsingu og malbikun.

Þannig er áætlað að malbika um 20,2 kílómetra m af götum. Áætlaður kostnaður er 784 milljónir króna.

Að auki verður unnið við hefðbundnar malbiksviðgerðir og er kostnaður við þær áætlaður um 207 milljónir króna. Áætluð upphæð malbikunarframkvæmda 2020 er því 991 milljón króna. Einnig verður lagt malbik á götur sem verða endurnýjaðar í sumar.

Framkvæmdir ársins 2020 eru í samræmi við átaksáætlun um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkur sem hófst árið 2018. Á árunum 2018-2022 verður um 6200 milljónum króna varið til endurnýjunar á malbiki í borginni að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Götur og götukaflar sem eru í forgangi 2020 eru:

Leifsgata, Lækjargata, Skúlagata, Snorrabraut, Ásvallagata, Bræðraborgarstígur, Engihlíð, Grenimelur, Hjarðarhagi, Ingólfsstræti, Katrínartún, Laugavegur, Lynghagi, Meistaravellir, Miklabraut 22 - 64, húsagata, Nauthólsvegur, Nóatún, Seilugrandi, Skaftahlíð, Skipholt, Smyrilsvegur, Starhagi, Stórholt, Sturlugata, Túngata, Varmahlíð, Ægisgata, Ægissíða, Engjavegur, Faxafen, Hörgsland, Lágmúli, Sundaborg, Vegmúli, Hrísateigur, Rauðalækur, Ásgarður, Dragavegur, Sægarðar, Borgartún, Sundlaugavegur, Grensásvegur, Háaleitisbraut, Suðurlandsbraut, Álfheimar, Skeiðarvogur, Gautland, Kringlan, Listabraut, Tunguvegur, Arnarbakki, Álfabakki, Árskógar, Brekknaás, Bæjarháls, Hálsabraut, Hjallasel, Hólaberg, Lyngháls, Nethylur, Norðurfell, Núpabakki, Rangársel, Selásbraut, Skógarsel, Stekkjarbakki, Straumur, Stuðlaháls, Vesturhólar, Ystasel, Bíldshöfði, Blikastaðavegur, Borgartorg, Borgarvegur, Breiðhöfði, Dyrhamrar, Eirhöfði, Fossaleynir, Funahöfði, Korpurampi, Korpúlfsstaðarvegur, Lambhagavegur, Langirimi, Leiðhamrar, Malarhöfði, Ólafsgeisli, Sóleyjarrimi, Spöngin, Stórhöfði botnlangi nr. 37, Stórhöfði /Nóntorg og Vesturfold.

Reykjavíkurborg segir listann geta eitthvað breyst eftir því hvernig göturnar koma undan vetri og eftir ástandsskoðun í vor. Þá geti einhverjar götur dottið út og aðrar komið inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×