Vita um ríflega hundrað manns sem eiga í miklum vandræðum með að komast heim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2020 20:00 Fáir eru á ferli í Leifsstöð þessa dagana vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Það verður æ flóknara að finna leiðir til að koma fólki heim. „Við vitum að minnsta kosti um yfir hundrað manns sem að eiga í vandræðum með að komast heim, töluvert flókin leiðin heim. Þar af eru fjölmargir á Spáni þannig það var mjög gott að það skildi takast að tryggja flug þaðan, síðasta flugið í bili á áætlun frá Alicante til Íslands þannig að þar munu fjölmargir komast heim,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið viti til þess nú þegar að stór hópur hafi tryggt sér sæti og vafalaust muni fleiri gera það yfir helgina en ferðin frá Alicante verður á miðvikudaginn í næstu viku. „Svo eru flóknari mál þar sem að landamærin eru alveg lokuð og þar höfum við þurft að reiða okkur á Norðurlöndin, norræna samvinnan hefur komið mjög sterk inn og sömuleiðis aðrar Evrópuþjóðir sem hafa verið að flytja fólk heim frá löndum, til dæmis í Suður Ameríku og Asíu og Afríku,“ segir María. Þótt flugsamgöngur liggi að mjög miklu leyti niðri um allan heim eru þó enn ákveðnar leiðir enn opnar til og frá Íslandi. María Mjöll Jónsdóttir.Vísir/Egill „Icelandair er að fljúga til London og Boston og svo verður flug í næstu viku líka til og frá Stokkhólmi, fyrir utan auðvitað Spánarflugið. En það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að lokast þannig að ef að fólk hyggst koma heim þá þarf það að gera það núna á meðan að sumt er enn opið,“ segir María Mjöll. „Það hefur fækkað mjög mikið þeim ferðum sem eru í boði.“ Ómögulegt sé að segja til um það hversu lengi þetta ástand mun vara. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti.“ Samgöngur Icelandair Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Það verður æ flóknara að finna leiðir til að koma fólki heim. „Við vitum að minnsta kosti um yfir hundrað manns sem að eiga í vandræðum með að komast heim, töluvert flókin leiðin heim. Þar af eru fjölmargir á Spáni þannig það var mjög gott að það skildi takast að tryggja flug þaðan, síðasta flugið í bili á áætlun frá Alicante til Íslands þannig að þar munu fjölmargir komast heim,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið viti til þess nú þegar að stór hópur hafi tryggt sér sæti og vafalaust muni fleiri gera það yfir helgina en ferðin frá Alicante verður á miðvikudaginn í næstu viku. „Svo eru flóknari mál þar sem að landamærin eru alveg lokuð og þar höfum við þurft að reiða okkur á Norðurlöndin, norræna samvinnan hefur komið mjög sterk inn og sömuleiðis aðrar Evrópuþjóðir sem hafa verið að flytja fólk heim frá löndum, til dæmis í Suður Ameríku og Asíu og Afríku,“ segir María. Þótt flugsamgöngur liggi að mjög miklu leyti niðri um allan heim eru þó enn ákveðnar leiðir enn opnar til og frá Íslandi. María Mjöll Jónsdóttir.Vísir/Egill „Icelandair er að fljúga til London og Boston og svo verður flug í næstu viku líka til og frá Stokkhólmi, fyrir utan auðvitað Spánarflugið. En það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að lokast þannig að ef að fólk hyggst koma heim þá þarf það að gera það núna á meðan að sumt er enn opið,“ segir María Mjöll. „Það hefur fækkað mjög mikið þeim ferðum sem eru í boði.“ Ómögulegt sé að segja til um það hversu lengi þetta ástand mun vara. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti.“
Samgöngur Icelandair Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira