Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, eru í hópi gesta í Bítinu í þætti dagsins.
Þátturinn hefst klukkan 6:50 og stendur til klukkan 9 í sjónvarpi og heldur svo áfram á Bylgjunni til klukkan 10.
Í þætti dagsins var meðal annars rætt við Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóra matvælafyritækisins Good Good, og þá komu þau Elli Cassata og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus og ræddu ástandið í framleiðslunni.
Einnig var rætt við Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta, sem er óhress með
hvernig tekið er á málum á Suðurnesjum.
Í seinni hluta þáttar var svo rætt við Matthildi Sveinsdóttur, lögfræðing hjá Neytendastofu, um réttindi neytenda þegar kemur að netverslun.
Þá var rætt við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, formann Hagsmunasamtaka heimilisins og svo loks við rithöfundinn Óliver Þorsteinsson.
Fleiri klippur úr þætti morgunsins má sjá hér að neðan.