Hver ertu? Sigríður Karlsdóttir skrifar 6. apríl 2020 12:30 Kórónuveiran heimsótti mig í nótt. Að minnsta kosti í myndgervi. Hún var í bláum kjól með sítt svart hár og skærustu augu sem ég hef séð. Kannski er ég búin að vera of lengi heima hjá mér, en ég ætla að deila samtali mínu við hana. Þið sækið þá bara um á viðeigandi stofnun fyrir mig ef ykkur finnst eins og það sé vandamálið. „Hver ertu?“ spyr hún og horfir á mig með stingandi augnaráði. „Ég?“ Ég fékk ekki einu sinni að svara. Ég sá strax að hún var agressíf. „Ertu týpan sem fer út í happy hour með vinkonunum og drepur svo sjötuga konu í úthverfi Reykjavíkur?“ „Vá, ert þú leiði(n)leg eða?“ spyr ég. Finnst hún frekar leiðinleg gella. Hún hélt áfram. „Ert þú konan sem þværð þér ekki, hlærð að hættunum og snertir síðan nokkra kexpakka í Bónus og maðurinn með sykursýkina kaupir svo pakkann og endar í öndunarvél.“ Ég var orðin fokill út í hana. Hvað er að henni? Veit hún ekki að ég hef hangið heima hjá mér í svo marga daga að ég er hætt að klæða mig? „Hver ertu?“ hélt hún áfram. Vá, hún er ógeðslega pirrandi. Ég sagði það við hana. Hún hlustaði ekki. Spurði bara aftur: „Hver ertu?“ „Þegar ég hef tekið í burtu allt sem þú notaðir til að forðast sjálfan þig. Fólk, skemmtanir, utanaðkomandi upplifanir. Hver ertu þá? Hver ertu þegar þú mætir þér? Þarf ég að taka Internetið líka, svo þú getir svarað þessari spurningu?“ Hún var alveg tryllt. Ég svaraði henni að ég hugleiddi nú klukkustund á dag og dansaði og söng meðan ég eldaði. Væri það ekki nóg? Hún horfði á mig eins og ég væri lítill krakki. „Elskan, ef þú getur setið heima hjá þér, án nokkurra skemmtunar og dvalið inn í þér og náð sátt við þig sjálfa í 21 dag - þá fer ég.“ GLÆTAN! Af hverju? Hún horfði enn dýpra inn í augun á mér. „Af því þá sjáið þið ykkar sannleika. Þá hættið þið þessu kjaftæði sem er að tortíma ykkur sjálfum.“ Ok. got the point here! „En af hverju ertu að þröngva þessu upp á mig, mér finnst ég bara ógeðslega góð í þessari tækni þinni.“ „Því þú átt að segja hinum,“ sagði hún og glotti. Fyrsta skiptið sem hún varð aðeins mildari. „Nei ég nenni því ekki. Búin að tala nóg um þetta. Fólk nennir ekki meir. Ég nenni ekki meir.“ Hún tók sig til og ætlaði að fljúga burt. „OOOHHHH, ok þá! Hvað á ég að þá segja við þau???” Sagði ég með pirruðu röddinni minni. Hún var farin á flug og hún ætlaði ekki að svara mér. Ég kallaði enn þá hærra: „Hvað á ég að segja við fólkið?“ Hún sneri höfðinu við - kallaði hátt og skýrt: „Segðu þeim…. ………...að hlýða Víði!“ Svo flaug hún upp í skýin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Kórónuveiran heimsótti mig í nótt. Að minnsta kosti í myndgervi. Hún var í bláum kjól með sítt svart hár og skærustu augu sem ég hef séð. Kannski er ég búin að vera of lengi heima hjá mér, en ég ætla að deila samtali mínu við hana. Þið sækið þá bara um á viðeigandi stofnun fyrir mig ef ykkur finnst eins og það sé vandamálið. „Hver ertu?“ spyr hún og horfir á mig með stingandi augnaráði. „Ég?“ Ég fékk ekki einu sinni að svara. Ég sá strax að hún var agressíf. „Ertu týpan sem fer út í happy hour með vinkonunum og drepur svo sjötuga konu í úthverfi Reykjavíkur?“ „Vá, ert þú leiði(n)leg eða?“ spyr ég. Finnst hún frekar leiðinleg gella. Hún hélt áfram. „Ert þú konan sem þværð þér ekki, hlærð að hættunum og snertir síðan nokkra kexpakka í Bónus og maðurinn með sykursýkina kaupir svo pakkann og endar í öndunarvél.“ Ég var orðin fokill út í hana. Hvað er að henni? Veit hún ekki að ég hef hangið heima hjá mér í svo marga daga að ég er hætt að klæða mig? „Hver ertu?“ hélt hún áfram. Vá, hún er ógeðslega pirrandi. Ég sagði það við hana. Hún hlustaði ekki. Spurði bara aftur: „Hver ertu?“ „Þegar ég hef tekið í burtu allt sem þú notaðir til að forðast sjálfan þig. Fólk, skemmtanir, utanaðkomandi upplifanir. Hver ertu þá? Hver ertu þegar þú mætir þér? Þarf ég að taka Internetið líka, svo þú getir svarað þessari spurningu?“ Hún var alveg tryllt. Ég svaraði henni að ég hugleiddi nú klukkustund á dag og dansaði og söng meðan ég eldaði. Væri það ekki nóg? Hún horfði á mig eins og ég væri lítill krakki. „Elskan, ef þú getur setið heima hjá þér, án nokkurra skemmtunar og dvalið inn í þér og náð sátt við þig sjálfa í 21 dag - þá fer ég.“ GLÆTAN! Af hverju? Hún horfði enn dýpra inn í augun á mér. „Af því þá sjáið þið ykkar sannleika. Þá hættið þið þessu kjaftæði sem er að tortíma ykkur sjálfum.“ Ok. got the point here! „En af hverju ertu að þröngva þessu upp á mig, mér finnst ég bara ógeðslega góð í þessari tækni þinni.“ „Því þú átt að segja hinum,“ sagði hún og glotti. Fyrsta skiptið sem hún varð aðeins mildari. „Nei ég nenni því ekki. Búin að tala nóg um þetta. Fólk nennir ekki meir. Ég nenni ekki meir.“ Hún tók sig til og ætlaði að fljúga burt. „OOOHHHH, ok þá! Hvað á ég að þá segja við þau???” Sagði ég með pirruðu röddinni minni. Hún var farin á flug og hún ætlaði ekki að svara mér. Ég kallaði enn þá hærra: „Hvað á ég að segja við fólkið?“ Hún sneri höfðinu við - kallaði hátt og skýrt: „Segðu þeim…. ………...að hlýða Víði!“ Svo flaug hún upp í skýin.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar