Hver ertu? Sigríður Karlsdóttir skrifar 6. apríl 2020 12:30 Kórónuveiran heimsótti mig í nótt. Að minnsta kosti í myndgervi. Hún var í bláum kjól með sítt svart hár og skærustu augu sem ég hef séð. Kannski er ég búin að vera of lengi heima hjá mér, en ég ætla að deila samtali mínu við hana. Þið sækið þá bara um á viðeigandi stofnun fyrir mig ef ykkur finnst eins og það sé vandamálið. „Hver ertu?“ spyr hún og horfir á mig með stingandi augnaráði. „Ég?“ Ég fékk ekki einu sinni að svara. Ég sá strax að hún var agressíf. „Ertu týpan sem fer út í happy hour með vinkonunum og drepur svo sjötuga konu í úthverfi Reykjavíkur?“ „Vá, ert þú leiði(n)leg eða?“ spyr ég. Finnst hún frekar leiðinleg gella. Hún hélt áfram. „Ert þú konan sem þværð þér ekki, hlærð að hættunum og snertir síðan nokkra kexpakka í Bónus og maðurinn með sykursýkina kaupir svo pakkann og endar í öndunarvél.“ Ég var orðin fokill út í hana. Hvað er að henni? Veit hún ekki að ég hef hangið heima hjá mér í svo marga daga að ég er hætt að klæða mig? „Hver ertu?“ hélt hún áfram. Vá, hún er ógeðslega pirrandi. Ég sagði það við hana. Hún hlustaði ekki. Spurði bara aftur: „Hver ertu?“ „Þegar ég hef tekið í burtu allt sem þú notaðir til að forðast sjálfan þig. Fólk, skemmtanir, utanaðkomandi upplifanir. Hver ertu þá? Hver ertu þegar þú mætir þér? Þarf ég að taka Internetið líka, svo þú getir svarað þessari spurningu?“ Hún var alveg tryllt. Ég svaraði henni að ég hugleiddi nú klukkustund á dag og dansaði og söng meðan ég eldaði. Væri það ekki nóg? Hún horfði á mig eins og ég væri lítill krakki. „Elskan, ef þú getur setið heima hjá þér, án nokkurra skemmtunar og dvalið inn í þér og náð sátt við þig sjálfa í 21 dag - þá fer ég.“ GLÆTAN! Af hverju? Hún horfði enn dýpra inn í augun á mér. „Af því þá sjáið þið ykkar sannleika. Þá hættið þið þessu kjaftæði sem er að tortíma ykkur sjálfum.“ Ok. got the point here! „En af hverju ertu að þröngva þessu upp á mig, mér finnst ég bara ógeðslega góð í þessari tækni þinni.“ „Því þú átt að segja hinum,“ sagði hún og glotti. Fyrsta skiptið sem hún varð aðeins mildari. „Nei ég nenni því ekki. Búin að tala nóg um þetta. Fólk nennir ekki meir. Ég nenni ekki meir.“ Hún tók sig til og ætlaði að fljúga burt. „OOOHHHH, ok þá! Hvað á ég að þá segja við þau???” Sagði ég með pirruðu röddinni minni. Hún var farin á flug og hún ætlaði ekki að svara mér. Ég kallaði enn þá hærra: „Hvað á ég að segja við fólkið?“ Hún sneri höfðinu við - kallaði hátt og skýrt: „Segðu þeim…. ………...að hlýða Víði!“ Svo flaug hún upp í skýin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kórónuveiran heimsótti mig í nótt. Að minnsta kosti í myndgervi. Hún var í bláum kjól með sítt svart hár og skærustu augu sem ég hef séð. Kannski er ég búin að vera of lengi heima hjá mér, en ég ætla að deila samtali mínu við hana. Þið sækið þá bara um á viðeigandi stofnun fyrir mig ef ykkur finnst eins og það sé vandamálið. „Hver ertu?“ spyr hún og horfir á mig með stingandi augnaráði. „Ég?“ Ég fékk ekki einu sinni að svara. Ég sá strax að hún var agressíf. „Ertu týpan sem fer út í happy hour með vinkonunum og drepur svo sjötuga konu í úthverfi Reykjavíkur?“ „Vá, ert þú leiði(n)leg eða?“ spyr ég. Finnst hún frekar leiðinleg gella. Hún hélt áfram. „Ert þú konan sem þværð þér ekki, hlærð að hættunum og snertir síðan nokkra kexpakka í Bónus og maðurinn með sykursýkina kaupir svo pakkann og endar í öndunarvél.“ Ég var orðin fokill út í hana. Hvað er að henni? Veit hún ekki að ég hef hangið heima hjá mér í svo marga daga að ég er hætt að klæða mig? „Hver ertu?“ hélt hún áfram. Vá, hún er ógeðslega pirrandi. Ég sagði það við hana. Hún hlustaði ekki. Spurði bara aftur: „Hver ertu?“ „Þegar ég hef tekið í burtu allt sem þú notaðir til að forðast sjálfan þig. Fólk, skemmtanir, utanaðkomandi upplifanir. Hver ertu þá? Hver ertu þegar þú mætir þér? Þarf ég að taka Internetið líka, svo þú getir svarað þessari spurningu?“ Hún var alveg tryllt. Ég svaraði henni að ég hugleiddi nú klukkustund á dag og dansaði og söng meðan ég eldaði. Væri það ekki nóg? Hún horfði á mig eins og ég væri lítill krakki. „Elskan, ef þú getur setið heima hjá þér, án nokkurra skemmtunar og dvalið inn í þér og náð sátt við þig sjálfa í 21 dag - þá fer ég.“ GLÆTAN! Af hverju? Hún horfði enn dýpra inn í augun á mér. „Af því þá sjáið þið ykkar sannleika. Þá hættið þið þessu kjaftæði sem er að tortíma ykkur sjálfum.“ Ok. got the point here! „En af hverju ertu að þröngva þessu upp á mig, mér finnst ég bara ógeðslega góð í þessari tækni þinni.“ „Því þú átt að segja hinum,“ sagði hún og glotti. Fyrsta skiptið sem hún varð aðeins mildari. „Nei ég nenni því ekki. Búin að tala nóg um þetta. Fólk nennir ekki meir. Ég nenni ekki meir.“ Hún tók sig til og ætlaði að fljúga burt. „OOOHHHH, ok þá! Hvað á ég að þá segja við þau???” Sagði ég með pirruðu röddinni minni. Hún var farin á flug og hún ætlaði ekki að svara mér. Ég kallaði enn þá hærra: „Hvað á ég að segja við fólkið?“ Hún sneri höfðinu við - kallaði hátt og skýrt: „Segðu þeim…. ………...að hlýða Víði!“ Svo flaug hún upp í skýin.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun