Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 14:17 Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Búið er að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis í 115 þúsund símtæki. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Hún kvaðst vera þakklát fyrir góðar viðtökur almennings. Nærri 75 þúsund manns höfðu sótt forrið síðasta föstudag, daginn eftir að það varð aðgengilegt. Rakningaforritinu, sem ber nafnið Rakning C-15, er ætlað að hraða smitrakningavinnu hér á landi þegar einstaklingur greinist með kórónuveiruna. Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna. Þetta gerir forritið með því að vista ferðir fólks í tvær vikur og geyma þær með öruggum hætti í símanum. Ef smit kemur upp getur Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra óskað eftir því að fá aðgang að staðsetningargögnunum. Smitrakningateymið hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt enda þarf að ræða við smitaða og biðja þá um að rifja upp hvar þeir hafa verið og hverja þeir hafa verið í samskiptum við. Með gögn úr forritinu til hliðsjónar er vonast til þess að að það reyni minna á hverfult minni fólks í þessum aðstæðum. Þá eru einstaklingar sagðir líklegri til þess að geta rifjað upp hverjir voru á vegi þeirra þegar það veit hvar það var verið staðsett. Bæði er hægt að nálgast forritið Rakning C-19 fyrir iPhone og Android-síma í App Store og Play Store. Til stendur að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil á forritið þar sem fólk verður hvatt til þess að sækja það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Almannavarnir Tengdar fréttir Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21 Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34 Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Búið er að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis í 115 þúsund símtæki. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Hún kvaðst vera þakklát fyrir góðar viðtökur almennings. Nærri 75 þúsund manns höfðu sótt forrið síðasta föstudag, daginn eftir að það varð aðgengilegt. Rakningaforritinu, sem ber nafnið Rakning C-15, er ætlað að hraða smitrakningavinnu hér á landi þegar einstaklingur greinist með kórónuveiruna. Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna. Þetta gerir forritið með því að vista ferðir fólks í tvær vikur og geyma þær með öruggum hætti í símanum. Ef smit kemur upp getur Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra óskað eftir því að fá aðgang að staðsetningargögnunum. Smitrakningateymið hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt enda þarf að ræða við smitaða og biðja þá um að rifja upp hvar þeir hafa verið og hverja þeir hafa verið í samskiptum við. Með gögn úr forritinu til hliðsjónar er vonast til þess að að það reyni minna á hverfult minni fólks í þessum aðstæðum. Þá eru einstaklingar sagðir líklegri til þess að geta rifjað upp hverjir voru á vegi þeirra þegar það veit hvar það var verið staðsett. Bæði er hægt að nálgast forritið Rakning C-19 fyrir iPhone og Android-síma í App Store og Play Store. Til stendur að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil á forritið þar sem fólk verður hvatt til þess að sækja það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Almannavarnir Tengdar fréttir Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21 Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34 Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21
Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34
Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40