Áhrif COVID-19 á ungmenni Valgerður Eyja Eyþórsdóttir skrifar 8. apríl 2020 14:45 Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. Ég er ein þeirra sem mun útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólagöngu í vor. Þannig mun stórum og mikilvægum kafla í lífi mínu senn ljúka og annar taka við. Á sama tíma hefur þessi faraldur skapað mikla óvissu og hafa margar spurningar vaknað um framhaldið. Eins og svo margir aðrir bjóst ég aldrei við þessum enda á grunnskólagöngunni. Óvissuástand Framhaldsskólakynningarnar sem voru rétt að byrja, hvað verður um þær? Hvað með árshátíðirnar sem voru framundan? Hvernig verður námsmati háttað? Verður umsóknarfrestur í framhaldsskóla framlengdur? Hvað með útskriftir og útskriftarferðir okkar 10.bekkinga? Hvað með vinnu fyrir okkur ungmennin í sumar í þessu sögulega ástandi þegar atvinnuleysi hefur nánast aldrei mælst meira? Kannski skipta þessar vangaveltur ekki máli í stóra samhenginu þegar margir hafa veikst og margir hverjir berjast fyrir lífi sínu. Það er samt mikilvægt að það sé hlustað á vangaveltur okkar unga fólksins og við vinnum að sameiginlegum lausnum í stað þess að fresta öllu og hætta við. Jafnvægi í daglegu lífi Við höfum verið að stíga stór skref með aðstoð tækninnar í skólastarfinu og allir mjög opnir fyrir því að nýta sér allt það góða sem tæknibyltingin hefur fært okkur. Af því tilefni vil ég benda áhugasömum á efni sem við fulltrúar ungmenna í Evrópuráði um örugga netnotkun tókum saman og má finna á Insight2act.net. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda eins venjulegri rútínu og hægt er og reyna að viðhalda jákvæðu hugarfari því þetta er ekki auðvelt en við erum öll að reyna að gera okkar allra besta á þessum skrítnu tímum. Gott er líka að hafa í huga þar sem margt hefur færst á netið að við gætum þess að halda góðu jafnvægi á milli þessara tveggja heima þ.e. net- og raunheima og við pössum upp á líkamlega og andlega heilsu okkar. Við þurfum líka að muna að gæta þess að netsamskipti komi ekki alveg í veg fyrir félagsleg samskipti, alla vega þegar ástandið batnar. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Álftanesskóla og fulltrúi í UngSaft, ungmennaráði SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. Ég er ein þeirra sem mun útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólagöngu í vor. Þannig mun stórum og mikilvægum kafla í lífi mínu senn ljúka og annar taka við. Á sama tíma hefur þessi faraldur skapað mikla óvissu og hafa margar spurningar vaknað um framhaldið. Eins og svo margir aðrir bjóst ég aldrei við þessum enda á grunnskólagöngunni. Óvissuástand Framhaldsskólakynningarnar sem voru rétt að byrja, hvað verður um þær? Hvað með árshátíðirnar sem voru framundan? Hvernig verður námsmati háttað? Verður umsóknarfrestur í framhaldsskóla framlengdur? Hvað með útskriftir og útskriftarferðir okkar 10.bekkinga? Hvað með vinnu fyrir okkur ungmennin í sumar í þessu sögulega ástandi þegar atvinnuleysi hefur nánast aldrei mælst meira? Kannski skipta þessar vangaveltur ekki máli í stóra samhenginu þegar margir hafa veikst og margir hverjir berjast fyrir lífi sínu. Það er samt mikilvægt að það sé hlustað á vangaveltur okkar unga fólksins og við vinnum að sameiginlegum lausnum í stað þess að fresta öllu og hætta við. Jafnvægi í daglegu lífi Við höfum verið að stíga stór skref með aðstoð tækninnar í skólastarfinu og allir mjög opnir fyrir því að nýta sér allt það góða sem tæknibyltingin hefur fært okkur. Af því tilefni vil ég benda áhugasömum á efni sem við fulltrúar ungmenna í Evrópuráði um örugga netnotkun tókum saman og má finna á Insight2act.net. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda eins venjulegri rútínu og hægt er og reyna að viðhalda jákvæðu hugarfari því þetta er ekki auðvelt en við erum öll að reyna að gera okkar allra besta á þessum skrítnu tímum. Gott er líka að hafa í huga þar sem margt hefur færst á netið að við gætum þess að halda góðu jafnvægi á milli þessara tveggja heima þ.e. net- og raunheima og við pössum upp á líkamlega og andlega heilsu okkar. Við þurfum líka að muna að gæta þess að netsamskipti komi ekki alveg í veg fyrir félagsleg samskipti, alla vega þegar ástandið batnar. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Álftanesskóla og fulltrúi í UngSaft, ungmennaráði SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun