Starfsstöðvum Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs fyrir fólk í viðkvæmri stöðu lokað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2020 11:36 Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær hafa lokað starfsstöðvum sínum sem þjónusta viðkvæma hópa og fólk með undirliggjandi sjúkdóma vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að loka starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því að neyðarstigi almannavarna hafi verið lýst yfir hjá ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni vegna kórónuveirunnar. Þá tilkynnti Kópavogsbær einnig að starfsstöðvum sveitarfélagsins fyrir sama hóp yrði lokað vegna kórónuveirunnar. Þeim verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum. Eftirfarandi starfstöðvum í Hafnarfjarðarbæ hefur verið lokað: Hraunseli að Flatahrauni 3 Hjallabraut 33 Sólvangsvegi 1 Læki, Hörðuvöllum 1 Mötuneytum á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 hefur einnig verið lokað. Hæfingarmiðstöðin að Bæjarhrauni Geitungar, atvinnuþjálfun Vinaskjóli, lengdri viðveru Skammtímadvöl í Hnotubergi. Öll önnur þjónusta í Hafnarfirði helst órofin, það er, öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Þá verður unnið eftir skýrum verkferlum og í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir. Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Dagdvölinni á Sólvangi hefur einnig verið lokað. Dagdvöl á Hrafnistu er opin og í Drafnarhúsi. Sjá einnig: Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi. Þær starfsstöðvar sem lokað hefur verið í Kópavogsbæ er eftirfarandi: Gjábakki Gullsmári Boðinn Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða Hæfingarstöðinni Dalvegi Vinnustaðnum Örvi Hrauntunga Þá mun Neyðarstjórn Kópavogs halda áfram að fylgjast náið með þróun mála í útbreiðslu kórónuveirunnar og er í daglegum samskiptum við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næsti fundur Neyðarstjórnar Kópavogs hefur verið boðaður síðdegis í dag. Garðarbær mun einnig loka starfsstöðvum sínum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu og eru það eftirfarandi starfsstöðvar sem lokað hefur verið: Jónshúsi, félagsmiðstöð, Strikinu 6 Smiðjunni, Kirkjuhvoli Litlakoti, Álftanesi Skammtímavistun í Móaflöt Öllu skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi fyrir eldri borgara á vegum Garðarbæjar, s.s. í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði hefur verið fellt niður tímabundið. Wuhan-veiran Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55 Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30 Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að loka starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því að neyðarstigi almannavarna hafi verið lýst yfir hjá ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni vegna kórónuveirunnar. Þá tilkynnti Kópavogsbær einnig að starfsstöðvum sveitarfélagsins fyrir sama hóp yrði lokað vegna kórónuveirunnar. Þeim verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum. Eftirfarandi starfstöðvum í Hafnarfjarðarbæ hefur verið lokað: Hraunseli að Flatahrauni 3 Hjallabraut 33 Sólvangsvegi 1 Læki, Hörðuvöllum 1 Mötuneytum á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 hefur einnig verið lokað. Hæfingarmiðstöðin að Bæjarhrauni Geitungar, atvinnuþjálfun Vinaskjóli, lengdri viðveru Skammtímadvöl í Hnotubergi. Öll önnur þjónusta í Hafnarfirði helst órofin, það er, öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Þá verður unnið eftir skýrum verkferlum og í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir. Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Dagdvölinni á Sólvangi hefur einnig verið lokað. Dagdvöl á Hrafnistu er opin og í Drafnarhúsi. Sjá einnig: Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi. Þær starfsstöðvar sem lokað hefur verið í Kópavogsbæ er eftirfarandi: Gjábakki Gullsmári Boðinn Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða Hæfingarstöðinni Dalvegi Vinnustaðnum Örvi Hrauntunga Þá mun Neyðarstjórn Kópavogs halda áfram að fylgjast náið með þróun mála í útbreiðslu kórónuveirunnar og er í daglegum samskiptum við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næsti fundur Neyðarstjórnar Kópavogs hefur verið boðaður síðdegis í dag. Garðarbær mun einnig loka starfsstöðvum sínum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu og eru það eftirfarandi starfsstöðvar sem lokað hefur verið: Jónshúsi, félagsmiðstöð, Strikinu 6 Smiðjunni, Kirkjuhvoli Litlakoti, Álftanesi Skammtímavistun í Móaflöt Öllu skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi fyrir eldri borgara á vegum Garðarbæjar, s.s. í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði hefur verið fellt niður tímabundið.
Wuhan-veiran Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55 Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30 Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55
Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30
Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15