Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 13:28 Framboð Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, virtist í miklum kröggum í upphafi forvalsins. Hann hefur nú fylkt hófsamari hluta Demókrataflokksins að baki sér og tryggt sér stuðningsyfirlýsinga margra fyrrverandi keppinauta úr forvalinu. AP/Rogelio V. Solis Tveir fyrrverandi mótframbjóðendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali Demókrataflokksins síðasta sólarhringinn. Forvalið heldur áfram í sex ríkjum á morgun, þar á meðal í Michigan sem er talið geta ráðið miklu um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, hét Biden stuðningi sínum í morgun. Sólarhring áður lýsti Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, yfirstuðningi við varaforsetann fyrrverandi. Þau voru bæði á meðal frambjóðenda í forvalinu en heltust snemma úr lestinni. New York Times segir að þau ætli bæði að koma fram á kosningafundi með Biden í Detroit í Michigan í kvöld. The answer to hatred & division is to reignite our spirit of common purpose.@JoeBiden won t only win - he ll show there's more that unites us than divides us.He ll restore honor to the Oval Office and tackle our most pressing challenges.That s why I m proud to endorse Joe. pic.twitter.com/RcsnZs5mfQ— Cory Booker (@CoryBooker) March 9, 2020 Verulegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Biden í forvalinu undanfarnar vikur. Byrjað var að spá framboði hans dauða eftir dapurt gengi í fyrstu ríkjunum sem kusu í forvalinu. Afgerandi sigur hans í Suður-Karólína fyrir rúmri viku lagði þó grunninn að óvæntri sigurgöngu á svonefndum ofurþriðjudegi þegar fjórtán ríki greiddu atkvæði í síðustu viku. Nú standa Biden og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, eftir sem einu raunhæfu frambjóðendurnir í forvalinu. Sanders virtist sigurstranglegastur eftir að fyrstu ríkin kusu í forvalinu en hófsamari hluti Demókrataflokksins virðist nú hafa fylkt sér nær allur að baki Biden. Áður höfðu Pete Buttigieg, sem vegnaði vel í upphafi forvalsins, og Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, dregið framboð sín til baka og lýst yfir stuðningi við Biden. Stuðningsmenn Bernie Sanders dreifa spjöldum fyrir kosningafund hans í Grand Rapids í Michigan í gær. Ríkið er það fjölmennasta sem greiðir atkvæði í forvalinu á morgun og er talið skipta sköpum í forsetakosningunum í haust.AP/Anntaninna Biondo/The Grand Rapids Press Biden talinn líklegri í Michigan Sex ríki greiða atkvæði í forvalinu á morgun. Stærst þeirra er Michigan en það var eitt þeirra ríkja sem Donald Trump vann með sáralitlum mun í forsetakosningunum árið 2016. Talið er að úrslit þar geti skipt sköpum í forsetakosningunum í haust. Af þeim sökum fylgjast stjórnmálaskýrendur með niðurstöðunum í Michigan af ákafa. Sanders höfðar til róttækari hluta flokksins og ætlar sér að vinna sigur með því að fá ungt fólk til að kjósa í ríkari mæli en til þessa. Biden höfðar til hófsamari kjósenda og heldur því fram að hann geti unnið aftur hvíta verkamannastétt í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu sem hallaði sér að Trump fyrir fjórum árum. Sanders hafði sigur gegn Hillary Clinton í forvali demókrata í Michigan árið 2016. Takist honum ekki að endurtaka leikinn gæti verið út um möguleika hans á að tryggja sér útnefninguna sem forsetaframbjóðandi demókrata. Bæði Sanders og Biden halda viðburði í Michigan í kvöld Horfur Sanders virðast þó ekki góðar. Kosningalíkan Five Thirty Eight gefur Biden 91% líkur á að fá flest atkvæði í Michigan, að meðaltali með um 55% atkvæða. Auk Michigan ganga demókratar í Washington-ríki, Missouri, Mississippi, Idaho og Norður-Dakóta að kjörborðinu á morgun. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Tveir fyrrverandi mótframbjóðendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali Demókrataflokksins síðasta sólarhringinn. Forvalið heldur áfram í sex ríkjum á morgun, þar á meðal í Michigan sem er talið geta ráðið miklu um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, hét Biden stuðningi sínum í morgun. Sólarhring áður lýsti Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, yfirstuðningi við varaforsetann fyrrverandi. Þau voru bæði á meðal frambjóðenda í forvalinu en heltust snemma úr lestinni. New York Times segir að þau ætli bæði að koma fram á kosningafundi með Biden í Detroit í Michigan í kvöld. The answer to hatred & division is to reignite our spirit of common purpose.@JoeBiden won t only win - he ll show there's more that unites us than divides us.He ll restore honor to the Oval Office and tackle our most pressing challenges.That s why I m proud to endorse Joe. pic.twitter.com/RcsnZs5mfQ— Cory Booker (@CoryBooker) March 9, 2020 Verulegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Biden í forvalinu undanfarnar vikur. Byrjað var að spá framboði hans dauða eftir dapurt gengi í fyrstu ríkjunum sem kusu í forvalinu. Afgerandi sigur hans í Suður-Karólína fyrir rúmri viku lagði þó grunninn að óvæntri sigurgöngu á svonefndum ofurþriðjudegi þegar fjórtán ríki greiddu atkvæði í síðustu viku. Nú standa Biden og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, eftir sem einu raunhæfu frambjóðendurnir í forvalinu. Sanders virtist sigurstranglegastur eftir að fyrstu ríkin kusu í forvalinu en hófsamari hluti Demókrataflokksins virðist nú hafa fylkt sér nær allur að baki Biden. Áður höfðu Pete Buttigieg, sem vegnaði vel í upphafi forvalsins, og Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, dregið framboð sín til baka og lýst yfir stuðningi við Biden. Stuðningsmenn Bernie Sanders dreifa spjöldum fyrir kosningafund hans í Grand Rapids í Michigan í gær. Ríkið er það fjölmennasta sem greiðir atkvæði í forvalinu á morgun og er talið skipta sköpum í forsetakosningunum í haust.AP/Anntaninna Biondo/The Grand Rapids Press Biden talinn líklegri í Michigan Sex ríki greiða atkvæði í forvalinu á morgun. Stærst þeirra er Michigan en það var eitt þeirra ríkja sem Donald Trump vann með sáralitlum mun í forsetakosningunum árið 2016. Talið er að úrslit þar geti skipt sköpum í forsetakosningunum í haust. Af þeim sökum fylgjast stjórnmálaskýrendur með niðurstöðunum í Michigan af ákafa. Sanders höfðar til róttækari hluta flokksins og ætlar sér að vinna sigur með því að fá ungt fólk til að kjósa í ríkari mæli en til þessa. Biden höfðar til hófsamari kjósenda og heldur því fram að hann geti unnið aftur hvíta verkamannastétt í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu sem hallaði sér að Trump fyrir fjórum árum. Sanders hafði sigur gegn Hillary Clinton í forvali demókrata í Michigan árið 2016. Takist honum ekki að endurtaka leikinn gæti verið út um möguleika hans á að tryggja sér útnefninguna sem forsetaframbjóðandi demókrata. Bæði Sanders og Biden halda viðburði í Michigan í kvöld Horfur Sanders virðast þó ekki góðar. Kosningalíkan Five Thirty Eight gefur Biden 91% líkur á að fá flest atkvæði í Michigan, að meðaltali með um 55% atkvæða. Auk Michigan ganga demókratar í Washington-ríki, Missouri, Mississippi, Idaho og Norður-Dakóta að kjörborðinu á morgun.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46