Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. apríl 2020 22:22 Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. Þegar líða tók á marsmánuð og faraldurinn fór að breiða úr sér tóku foreldrar margra leik- og grunnskólabarna þá ákvörðun að halda börnum sínum heima. Allt að fjórðungi barna í grunn- og leikskólum Reykjavíkur var að meðaltali haldið heima þegar mest var af ýmsum ástæðum. Börnunum hefur fjölgað í skólunum eftir páska og færri eru heima. „Núna eftir páska hafa heimturnar aðeins verið betri. Þannig að svona samkvæmt okkar talningu í dag þá er svona kannski fimmtán til tuttugu prósent barna sem eru enn þá heima. Við erum núna á fimmtu viku og það eru allavega þrjár vikur í viðbót. Þannig við erum að tala um tveggja mánaða tímabil og barn sem nær ekki að stunda eða koma í skóla í tvo mánuði höfum við mjög miklar áhyggjur af líðan það er augljóst. Við höfum verið í miklu samstarfi við þessi heimili og ætlum að gera það áfram. Það verður stórt verkefni fyrir okkur öll í skólanum að vinna til baka börn sem að kannski eru svolítið týnd nú þegar,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Vísir/HÞ Þá hefur hluti kennara verið í sóttkví meðal annars vegna undirliggjandi sjúkdóma en fimmtán prósent starfsmanna skólanna voru frá vinnu þegar mest var. Magnús segir erfitt að segja til núna nákvæmlega hvernig skólastarfi verði háttað eftir að byrjað verður að aflétta samkomubanninu 4. maí. Ef huga þurfi að reglunni um tvo metra á milli barna og passa að fleiri en fimmtíu börn séu ekki í sama rými þá kemur það til með að hafa veruleg áhrif á skólastarf. „Við munum ekki ná að vera með skipulag eins og á hefðbundnum skóladegi í Seljaskóla ef að hámarksfjöldi barna á einu svæði má vera fimmtíu,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður auglýsing um útfærslu á afléttingu aðgerðanna birt eftir helgi. Magnús segir mikilvægt að það sé líka á hreinu hvort að börnum verði skylt í maí að mæta í skólann. „Hvort að menn ætli að tengja núna inn aftur sem sagt skólasóknarreglur, í rauninni lög um skólasókn í landinu, sem gera þá kröfu að fólk sendi þá börnin sín í skólann. Það skiptir mjög miklu máli að það verði alveg svolítið á hreinu áður en að 4. maí kemur,“ segir Magnús Þór. Vísir/HÞ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. Þegar líða tók á marsmánuð og faraldurinn fór að breiða úr sér tóku foreldrar margra leik- og grunnskólabarna þá ákvörðun að halda börnum sínum heima. Allt að fjórðungi barna í grunn- og leikskólum Reykjavíkur var að meðaltali haldið heima þegar mest var af ýmsum ástæðum. Börnunum hefur fjölgað í skólunum eftir páska og færri eru heima. „Núna eftir páska hafa heimturnar aðeins verið betri. Þannig að svona samkvæmt okkar talningu í dag þá er svona kannski fimmtán til tuttugu prósent barna sem eru enn þá heima. Við erum núna á fimmtu viku og það eru allavega þrjár vikur í viðbót. Þannig við erum að tala um tveggja mánaða tímabil og barn sem nær ekki að stunda eða koma í skóla í tvo mánuði höfum við mjög miklar áhyggjur af líðan það er augljóst. Við höfum verið í miklu samstarfi við þessi heimili og ætlum að gera það áfram. Það verður stórt verkefni fyrir okkur öll í skólanum að vinna til baka börn sem að kannski eru svolítið týnd nú þegar,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Vísir/HÞ Þá hefur hluti kennara verið í sóttkví meðal annars vegna undirliggjandi sjúkdóma en fimmtán prósent starfsmanna skólanna voru frá vinnu þegar mest var. Magnús segir erfitt að segja til núna nákvæmlega hvernig skólastarfi verði háttað eftir að byrjað verður að aflétta samkomubanninu 4. maí. Ef huga þurfi að reglunni um tvo metra á milli barna og passa að fleiri en fimmtíu börn séu ekki í sama rými þá kemur það til með að hafa veruleg áhrif á skólastarf. „Við munum ekki ná að vera með skipulag eins og á hefðbundnum skóladegi í Seljaskóla ef að hámarksfjöldi barna á einu svæði má vera fimmtíu,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður auglýsing um útfærslu á afléttingu aðgerðanna birt eftir helgi. Magnús segir mikilvægt að það sé líka á hreinu hvort að börnum verði skylt í maí að mæta í skólann. „Hvort að menn ætli að tengja núna inn aftur sem sagt skólasóknarreglur, í rauninni lög um skólasókn í landinu, sem gera þá kröfu að fólk sendi þá börnin sín í skólann. Það skiptir mjög miklu máli að það verði alveg svolítið á hreinu áður en að 4. maí kemur,“ segir Magnús Þór. Vísir/HÞ
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira