Leikmenn í sóttkví í sömu stöðu og meiddir leikmenn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. mars 2020 12:29 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. vísir/baldur hrafnkell Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að á meðal þess sem ákveðið hafi verið á fundi sérsambanda ÍSÍ með almannavörnum í gær er hvernig skal meðhöndla mál leikmanna sem lenda í sóttkví. „Einstaka leikmenn sem eru í sóttkví falla í sama flokk og meiddir leikmenn eða fjarverandi. Ef heilt lið myndi aftur á móti lenda í sóttkví þá þyrfti að endurmeta stöðuna á ný,“ segir Róbert Geir en á fundinum var ákveðið að starfsemi sambandanna myndi halda óbreytt áfram en eðlilega væri staðan endurmetin daglega. Ef sú staða kemur upp að heilt lið færi í sóttkví þá yrði óhjákvæmilega að fresta leikjum en slík mál yrðu tækluð ef þau kæmu upp. „Það veit enginn hvernig framhaldið verður bæði hér og erlendis. Við lifum á tímum sem eru án fordæma og ekki hægt að vísa í sambærilegar stöður. Það er því áframhaldandi vinna í þessum efnum og verður það næstu vikur.“ Möguleikinn á samkomubanni er auðvitað enn fyrir hendi og þá yrði að spila fyrir tómum húsum eða setja skorður á fjölda áhorfenda. „Ef það verður samkomubann yrði hreyfingin að skoða það í heild sinni með ÍSÍ hvaða leiðir séu færar í þeim efnum,“ segir framkvæmdastjórinn en hefur eitthvað verið rætt hvernig tjón félaganna yrði tæklað ef slíkt bann verður sett á? „Það er ekki hafin vinna í að skoða hvernig það yrði gert og við vitum ekki heldur hvort það sé hægt. Það er eitthvað sem tíminn yrði að leiða í ljós. Það koma upp ný verkefni nánast á hverjum degi og við erum að reyna að feta okkur áfram eins og aðrir á þessum sérstökum tímum sem við nú búum við.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00 Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36 Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að á meðal þess sem ákveðið hafi verið á fundi sérsambanda ÍSÍ með almannavörnum í gær er hvernig skal meðhöndla mál leikmanna sem lenda í sóttkví. „Einstaka leikmenn sem eru í sóttkví falla í sama flokk og meiddir leikmenn eða fjarverandi. Ef heilt lið myndi aftur á móti lenda í sóttkví þá þyrfti að endurmeta stöðuna á ný,“ segir Róbert Geir en á fundinum var ákveðið að starfsemi sambandanna myndi halda óbreytt áfram en eðlilega væri staðan endurmetin daglega. Ef sú staða kemur upp að heilt lið færi í sóttkví þá yrði óhjákvæmilega að fresta leikjum en slík mál yrðu tækluð ef þau kæmu upp. „Það veit enginn hvernig framhaldið verður bæði hér og erlendis. Við lifum á tímum sem eru án fordæma og ekki hægt að vísa í sambærilegar stöður. Það er því áframhaldandi vinna í þessum efnum og verður það næstu vikur.“ Möguleikinn á samkomubanni er auðvitað enn fyrir hendi og þá yrði að spila fyrir tómum húsum eða setja skorður á fjölda áhorfenda. „Ef það verður samkomubann yrði hreyfingin að skoða það í heild sinni með ÍSÍ hvaða leiðir séu færar í þeim efnum,“ segir framkvæmdastjórinn en hefur eitthvað verið rætt hvernig tjón félaganna yrði tæklað ef slíkt bann verður sett á? „Það er ekki hafin vinna í að skoða hvernig það yrði gert og við vitum ekki heldur hvort það sé hægt. Það er eitthvað sem tíminn yrði að leiða í ljós. Það koma upp ný verkefni nánast á hverjum degi og við erum að reyna að feta okkur áfram eins og aðrir á þessum sérstökum tímum sem við nú búum við.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00 Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36 Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sjá meira
Ekkert áhorfendabann á Íslandi ennþá en fleiri fundir framundan Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. 10. mars 2020 08:00
Goðamótin á Akureyri munu fara fram Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. 9. mars 2020 21:36
Stóru boltasamböndin með samráðsfund í dag Það er eðlilega uggur innan íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirunnar enda gæti ástandið haft stór áhrif á íþróttaviðburði hér á landi. 9. mars 2020 11:30