Hæstiréttur stöðvar afhendingu Mueller-gagna Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 23:25 Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. EPA/JIM LO SCALZO Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. Dómstólinn samþykkti beiðni dómsmálaráðuneytisins að fresta afhendingu skjalanna, eins og lægra dómstig hafði skipað að ætti að gera. Ákvörðunartöku var frestað til 1. júní. Þá verður ákveðið hvort því verði frestað aftur eða hvort málaferli fara fram í haust. Sama hvort verður ákveðið eru litlar líkur á því að þingið komi höndum yfir skýrsluna fyrir kosningarnar í nóvember. Þingmenn Demókrataflokksins segjast vilja sjá gögnin varðandi það hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Í skýrslu Mueller tíundaði hann nokkur atvik þar sem halda má fram að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en William Barr, dómsmálaráðherra, sagði ekki tilefni til ákæru. Sú yfirlýsing Barr var og er verulega umdeild. Bandamenn forsetans hafa ítrekað haldið því fram að skýrslan hreinsi Trump sök en á sama tíma hefur Hvíta húsið lagt gífurlegt púður í að skýrslan og önnur gögn rannsóknarinnar yrði gerð opinber. Dómsmálaráðuneytið afhenti þingmönnum afrit af skýrslunni þar sem búið var að strika yfir stóra hluta hennar og hefur ekki viljað afhenda undirliggjandi gögn. Mueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins til að taka yfir rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með þeim. Það var gert eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknarinnar. Honum var einnig gert að rannsaka hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Alríkisdómstóll í Washington komst að þeirri niðurstöður í mars að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda þinginu gögnin. Þrátt fyrir að Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeildinni fyrir embættisbrot og svo sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur fulltrúadeildin haldið rannsókn sinni áfram. Lögmenn fulltrúadeildarinnar segja rannsóknina mikilvæga og vísa meðal annars í að Hvíta húsið hafi mögulega beitt sér til að stytta fangelsisdóm Roger Stone og sömuleiðis til að fá dómsmálaráðuneytið til að fella niður ákæru gegn Michael Flynn, þrátt fyrir að hann hafi játað brot sitt tvisvar sinnum. Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. Dómstólinn samþykkti beiðni dómsmálaráðuneytisins að fresta afhendingu skjalanna, eins og lægra dómstig hafði skipað að ætti að gera. Ákvörðunartöku var frestað til 1. júní. Þá verður ákveðið hvort því verði frestað aftur eða hvort málaferli fara fram í haust. Sama hvort verður ákveðið eru litlar líkur á því að þingið komi höndum yfir skýrsluna fyrir kosningarnar í nóvember. Þingmenn Demókrataflokksins segjast vilja sjá gögnin varðandi það hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Í skýrslu Mueller tíundaði hann nokkur atvik þar sem halda má fram að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en William Barr, dómsmálaráðherra, sagði ekki tilefni til ákæru. Sú yfirlýsing Barr var og er verulega umdeild. Bandamenn forsetans hafa ítrekað haldið því fram að skýrslan hreinsi Trump sök en á sama tíma hefur Hvíta húsið lagt gífurlegt púður í að skýrslan og önnur gögn rannsóknarinnar yrði gerð opinber. Dómsmálaráðuneytið afhenti þingmönnum afrit af skýrslunni þar sem búið var að strika yfir stóra hluta hennar og hefur ekki viljað afhenda undirliggjandi gögn. Mueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins til að taka yfir rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með þeim. Það var gert eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknarinnar. Honum var einnig gert að rannsaka hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Alríkisdómstóll í Washington komst að þeirri niðurstöður í mars að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda þinginu gögnin. Þrátt fyrir að Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeildinni fyrir embættisbrot og svo sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur fulltrúadeildin haldið rannsókn sinni áfram. Lögmenn fulltrúadeildarinnar segja rannsóknina mikilvæga og vísa meðal annars í að Hvíta húsið hafi mögulega beitt sér til að stytta fangelsisdóm Roger Stone og sömuleiðis til að fá dómsmálaráðuneytið til að fella niður ákæru gegn Michael Flynn, þrátt fyrir að hann hafi játað brot sitt tvisvar sinnum.
Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira