Kársnesskóla lokað vegna verkfalls Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:17 Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, var við þrif á matsal skólans nú í hádeginu. Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björg Baldursdóttir skólastjóri, sendi foreldrum barna í skólanum. Skólaliðar í Eflingu sjá um ræstingu í Kársnesskóla og hefur verkfall þeirra staðið yfir síðan á hádegi á mánudaginn. Segir í tilkynningunni að nú sé svo komið að þrif í skólanum séu að verða ófullnægjandi og því verði að grípa til lokunar. Frístundin og félagsmiðstöðin verða einnig lokaðar meðan á þessu stendur en nemendur í níunda bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun. Í tilkynningunni kemur fram að skólastjóri muni sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftökunnar og þegar náðist í Björgu nú fyrir skömmu var hún einmitt í miðjum þrifum á matsal skólans. "Það er auðvitað óöryggi í öllum" „Fólk er ótrúlega skilningsríkt og veit að við leikum okkur ekki að þessu,“ segir Björg. „Við héldum skólanum opnum og gerum það út daginn í dag en þetta gengur ekki svona lengur. Með kórónuveirufaraldurinn í gangi ofan á allt saman er illmögulegt að halda skólanum opnum lengur. Fólk tekur þessu vel en það er auðvitað óöryggi í öllum vegna faraldursins, ekki bara vegna verkfallanna.“ Björg segir börnin verða send heim með námsgögn og að foreldrar muni fá skilaboð frá kennurum svo hægt verði að halda uppi einhvers konar námi heima við. „Svo börnin geti viðhaldið lestrinum svo dæmi sé tekið,“ segir Björg. Hún minnir á að þegar verkfalli ljúki þurfi að gefa skólaliðum tíma til að ræsta skólann. „Tilkynningar um opnun skólans verða sendar út um leið og samningar nást og við vonum bara að það verði sem fyrst.“ Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: Frá skólastjóra Kársnesskóla til foreldra. Ágætu foreldrar Eins og upplýst hefur verið um sjá skólaliðar í Eflingu um ræstingu í skólanum. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og nú er svo komið að þrif í skólanum eru að verða ófullnægjandi. Því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður kennslu í skólanum á morgun fimmtudag og þar til samningar nást. Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun fimmtudag og mun skólastjóri sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftöku. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt lokuð meðan á þessu stendur. Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst. Frístund verður opin út daginn í dag en ef foreldrar hafa tök á er mælst til þess að foreldrar sæki börnin sín fyrr og láti þá Vinahól vita ef þið sækið þau beint úr skólanum. Svo vonumst við til að verkfall leysist sem allra fyrst. Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Kennsla verður felld niður í Kársnesskóla á morgun vegna verkfalls Eflingar og verður skólinn lokaður þar til samningar hafa náðst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Björg Baldursdóttir skólastjóri, sendi foreldrum barna í skólanum. Skólaliðar í Eflingu sjá um ræstingu í Kársnesskóla og hefur verkfall þeirra staðið yfir síðan á hádegi á mánudaginn. Segir í tilkynningunni að nú sé svo komið að þrif í skólanum séu að verða ófullnægjandi og því verði að grípa til lokunar. Frístundin og félagsmiðstöðin verða einnig lokaðar meðan á þessu stendur en nemendur í níunda bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun. Í tilkynningunni kemur fram að skólastjóri muni sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftökunnar og þegar náðist í Björgu nú fyrir skömmu var hún einmitt í miðjum þrifum á matsal skólans. "Það er auðvitað óöryggi í öllum" „Fólk er ótrúlega skilningsríkt og veit að við leikum okkur ekki að þessu,“ segir Björg. „Við héldum skólanum opnum og gerum það út daginn í dag en þetta gengur ekki svona lengur. Með kórónuveirufaraldurinn í gangi ofan á allt saman er illmögulegt að halda skólanum opnum lengur. Fólk tekur þessu vel en það er auðvitað óöryggi í öllum vegna faraldursins, ekki bara vegna verkfallanna.“ Björg segir börnin verða send heim með námsgögn og að foreldrar muni fá skilaboð frá kennurum svo hægt verði að halda uppi einhvers konar námi heima við. „Svo börnin geti viðhaldið lestrinum svo dæmi sé tekið,“ segir Björg. Hún minnir á að þegar verkfalli ljúki þurfi að gefa skólaliðum tíma til að ræsta skólann. „Tilkynningar um opnun skólans verða sendar út um leið og samningar nást og við vonum bara að það verði sem fyrst.“ Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni: Frá skólastjóra Kársnesskóla til foreldra. Ágætu foreldrar Eins og upplýst hefur verið um sjá skólaliðar í Eflingu um ræstingu í skólanum. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir síðan á hádegi á mánudag og nú er svo komið að þrif í skólanum eru að verða ófullnægjandi. Því hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður kennslu í skólanum á morgun fimmtudag og þar til samningar nást. Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður taka samræmd próf á morgun fimmtudag og mun skólastjóri sjá til þess að húsnæðið verði ræst á fullnægjandi hátt til próftöku. Frístundin og félagsmiðstöðin verður jafnframt lokuð meðan á þessu stendur. Ljóst er að gefa þarf skólaliðum tíma til að ræsta skólann þegar verkfalli lýkur svo tilkynningar um opnun skólans aftur berast ykkur um leið og samningar hafa náðst. Frístund verður opin út daginn í dag en ef foreldrar hafa tök á er mælst til þess að foreldrar sæki börnin sín fyrr og láti þá Vinahól vita ef þið sækið þau beint úr skólanum. Svo vonumst við til að verkfall leysist sem allra fyrst.
Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira