Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 21:25 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta kemur í bréfi Guðlaugar til félagsmanna sem sendur var eftir yfirlýsingu Boga til starfsmanna fyrr í kvöld. „Atvinnurekendur eiga ekki að skipta sér af störfum stéttarfélaga,“ skrifar Guðlaug í harðorðu bréfi til félagsmanna. Hún segir Boga reyna að sniðganga þá félagslegu forystu sem stéttin hafi valið sér til þess að gæta hagsmuna sinna í yfirstandandi samningaviðræðum. Guðlaug nefnir bréf Drífu Snædal, forseta ASÍ, til Halldórs Benjamín Þorbergssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við framgöngu Boga. Þar var krafist þess að bæði Samtök atvinnulífsins og Bogi færu eftir reglum á vinnumarkaði og létu af þeim „hroka og vanvirðingu“ sem í framgöngu þeirra fælist. „Elsku félagsmenn, ég skil að þið eruð óttaslegin yfir stöðunni. [Ég] bið ykkur því að hafa fullan fyrirvara á þeim samanburði sem þarna er settur fram og bíða átekta eftir upplýsingum um innihald viðræðna frá samninganefndinni ykkar,“ skrifar Guðlaug. Að lokum segir hún samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands vera með fullan samningsvilja. Hún ætli þó ekki að láta „beygja sig í duftið“ og muni standa keik. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta kemur í bréfi Guðlaugar til félagsmanna sem sendur var eftir yfirlýsingu Boga til starfsmanna fyrr í kvöld. „Atvinnurekendur eiga ekki að skipta sér af störfum stéttarfélaga,“ skrifar Guðlaug í harðorðu bréfi til félagsmanna. Hún segir Boga reyna að sniðganga þá félagslegu forystu sem stéttin hafi valið sér til þess að gæta hagsmuna sinna í yfirstandandi samningaviðræðum. Guðlaug nefnir bréf Drífu Snædal, forseta ASÍ, til Halldórs Benjamín Þorbergssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við framgöngu Boga. Þar var krafist þess að bæði Samtök atvinnulífsins og Bogi færu eftir reglum á vinnumarkaði og létu af þeim „hroka og vanvirðingu“ sem í framgöngu þeirra fælist. „Elsku félagsmenn, ég skil að þið eruð óttaslegin yfir stöðunni. [Ég] bið ykkur því að hafa fullan fyrirvara á þeim samanburði sem þarna er settur fram og bíða átekta eftir upplýsingum um innihald viðræðna frá samninganefndinni ykkar,“ skrifar Guðlaug. Að lokum segir hún samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands vera með fullan samningsvilja. Hún ætli þó ekki að láta „beygja sig í duftið“ og muni standa keik.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19
Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45