Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum Ólafur Hauksson skrifar 22. maí 2020 09:30 Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. Þessi nýja samkeppni var í raun kærkomin ástæða fyrir stjórnendur Icelandair til að taka fram hlaupaskóna og hrista af sér spikið til að takast á við nýja tíma. En í stað þess að grípa þetta tækifæri til að læra að starfa í samkeppnisumhverfi, þá lögðust stjórnendur Icelandair í kostnaðarsamasta undirboð Íslandssögunnar til þess að drepa af sér nýja keppinautinn. Frá hausti 2002 til haustsins 2004 tapaði Icelandair 25 milljörðum króna í farþegatekjum vegna fargjalda sem voru langt undir raunkostnaði. Þau voru lægri en hjá lágfargjaldafélaginu. Þessi dýra drápsferð bar þann árangur að Icelandair gat bolað stofnendum Iceland Express frá félaginu til að losna við samkeppnina. Fyrrverandi stjórnarmaður og hluthafi í Icelandair keypti Iceland Express fyrir fáeinar krónur. Ekki leið á löngu þar til bæði flugfélögin voru búin að stilla saman strengi í Öskjuhlíðinni og hætt með lágu fargjöldin. Átján árum síðar er Icelandair að niðurlotum komið. Félagið á sér enga framtíð nema verða samkeppnisfært í kostnaði. Það væri ekki aðalvandinn núna ef tækifærið sem bauðst árið 2002 til að venjast samkeppni hefði verið nýtt. Síðari tíma tækifæri voru heldur ekki nýtt nema þá að litlu leyti. Icelandair situr uppi með að kostnaður á hvert flogið sæti grefur undan getu þess til að takast á við alvöru samkeppni. Á árinu 2018 var þessi kostnaður 30-40% hærri en hjá WOW og 300% hærri en hjá Wizz. Auðvitað eru þessi flugfélög ekki að öllu leyti sambærileg eða flugleiðir þær sömu, en munurinn er sláandi. Fyrir 18 árum var Icelandair óhemju óheppið með stjórnendur. Hræddir karlar sem sáu ekki útfyrir skrifborðshornið og töldu Íslendingum hollast að Icelandair héldi áfram að okra á þeim um aldur og ævi. Þeir sögðust fagna samkeppninni, en óttuðust ekkert meira. Þeir eyðilögðu tækifærið til að gera Icelandair samkeppnishæft til framtíðar og sólunduðu ævintýralega háum fjárhæðum til þess. Rétt er að taka fram að þessir mislukkuðu stjórnendur eru fyrir nokkuð löngu farnir frá Icelandair. Höfundur er almannatengill og var einn af stofnendum Iceland Express. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. Þessi nýja samkeppni var í raun kærkomin ástæða fyrir stjórnendur Icelandair til að taka fram hlaupaskóna og hrista af sér spikið til að takast á við nýja tíma. En í stað þess að grípa þetta tækifæri til að læra að starfa í samkeppnisumhverfi, þá lögðust stjórnendur Icelandair í kostnaðarsamasta undirboð Íslandssögunnar til þess að drepa af sér nýja keppinautinn. Frá hausti 2002 til haustsins 2004 tapaði Icelandair 25 milljörðum króna í farþegatekjum vegna fargjalda sem voru langt undir raunkostnaði. Þau voru lægri en hjá lágfargjaldafélaginu. Þessi dýra drápsferð bar þann árangur að Icelandair gat bolað stofnendum Iceland Express frá félaginu til að losna við samkeppnina. Fyrrverandi stjórnarmaður og hluthafi í Icelandair keypti Iceland Express fyrir fáeinar krónur. Ekki leið á löngu þar til bæði flugfélögin voru búin að stilla saman strengi í Öskjuhlíðinni og hætt með lágu fargjöldin. Átján árum síðar er Icelandair að niðurlotum komið. Félagið á sér enga framtíð nema verða samkeppnisfært í kostnaði. Það væri ekki aðalvandinn núna ef tækifærið sem bauðst árið 2002 til að venjast samkeppni hefði verið nýtt. Síðari tíma tækifæri voru heldur ekki nýtt nema þá að litlu leyti. Icelandair situr uppi með að kostnaður á hvert flogið sæti grefur undan getu þess til að takast á við alvöru samkeppni. Á árinu 2018 var þessi kostnaður 30-40% hærri en hjá WOW og 300% hærri en hjá Wizz. Auðvitað eru þessi flugfélög ekki að öllu leyti sambærileg eða flugleiðir þær sömu, en munurinn er sláandi. Fyrir 18 árum var Icelandair óhemju óheppið með stjórnendur. Hræddir karlar sem sáu ekki útfyrir skrifborðshornið og töldu Íslendingum hollast að Icelandair héldi áfram að okra á þeim um aldur og ævi. Þeir sögðust fagna samkeppninni, en óttuðust ekkert meira. Þeir eyðilögðu tækifærið til að gera Icelandair samkeppnishæft til framtíðar og sólunduðu ævintýralega háum fjárhæðum til þess. Rétt er að taka fram að þessir mislukkuðu stjórnendur eru fyrir nokkuð löngu farnir frá Icelandair. Höfundur er almannatengill og var einn af stofnendum Iceland Express.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun