Icelandair missti af lestinni fyrir 18 árum Ólafur Hauksson skrifar 22. maí 2020 09:30 Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. Þessi nýja samkeppni var í raun kærkomin ástæða fyrir stjórnendur Icelandair til að taka fram hlaupaskóna og hrista af sér spikið til að takast á við nýja tíma. En í stað þess að grípa þetta tækifæri til að læra að starfa í samkeppnisumhverfi, þá lögðust stjórnendur Icelandair í kostnaðarsamasta undirboð Íslandssögunnar til þess að drepa af sér nýja keppinautinn. Frá hausti 2002 til haustsins 2004 tapaði Icelandair 25 milljörðum króna í farþegatekjum vegna fargjalda sem voru langt undir raunkostnaði. Þau voru lægri en hjá lágfargjaldafélaginu. Þessi dýra drápsferð bar þann árangur að Icelandair gat bolað stofnendum Iceland Express frá félaginu til að losna við samkeppnina. Fyrrverandi stjórnarmaður og hluthafi í Icelandair keypti Iceland Express fyrir fáeinar krónur. Ekki leið á löngu þar til bæði flugfélögin voru búin að stilla saman strengi í Öskjuhlíðinni og hætt með lágu fargjöldin. Átján árum síðar er Icelandair að niðurlotum komið. Félagið á sér enga framtíð nema verða samkeppnisfært í kostnaði. Það væri ekki aðalvandinn núna ef tækifærið sem bauðst árið 2002 til að venjast samkeppni hefði verið nýtt. Síðari tíma tækifæri voru heldur ekki nýtt nema þá að litlu leyti. Icelandair situr uppi með að kostnaður á hvert flogið sæti grefur undan getu þess til að takast á við alvöru samkeppni. Á árinu 2018 var þessi kostnaður 30-40% hærri en hjá WOW og 300% hærri en hjá Wizz. Auðvitað eru þessi flugfélög ekki að öllu leyti sambærileg eða flugleiðir þær sömu, en munurinn er sláandi. Fyrir 18 árum var Icelandair óhemju óheppið með stjórnendur. Hræddir karlar sem sáu ekki útfyrir skrifborðshornið og töldu Íslendingum hollast að Icelandair héldi áfram að okra á þeim um aldur og ævi. Þeir sögðust fagna samkeppninni, en óttuðust ekkert meira. Þeir eyðilögðu tækifærið til að gera Icelandair samkeppnishæft til framtíðar og sólunduðu ævintýralega háum fjárhæðum til þess. Rétt er að taka fram að þessir mislukkuðu stjórnendur eru fyrir nokkuð löngu farnir frá Icelandair. Höfundur er almannatengill og var einn af stofnendum Iceland Express. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Árið 2002 fékk Icelandair gullið tækifæri til að lækka rekstrarkostnað og búa sig undir vaxandi samkeppni. Þetta ár kom Iceland Express til skjalanna. Með mun lægri kostnaði og sveigjanleika í rekstri gat Iceland Express boðið lægri fargjöld en Icelandair nokkru sinni. Þessi nýja samkeppni var í raun kærkomin ástæða fyrir stjórnendur Icelandair til að taka fram hlaupaskóna og hrista af sér spikið til að takast á við nýja tíma. En í stað þess að grípa þetta tækifæri til að læra að starfa í samkeppnisumhverfi, þá lögðust stjórnendur Icelandair í kostnaðarsamasta undirboð Íslandssögunnar til þess að drepa af sér nýja keppinautinn. Frá hausti 2002 til haustsins 2004 tapaði Icelandair 25 milljörðum króna í farþegatekjum vegna fargjalda sem voru langt undir raunkostnaði. Þau voru lægri en hjá lágfargjaldafélaginu. Þessi dýra drápsferð bar þann árangur að Icelandair gat bolað stofnendum Iceland Express frá félaginu til að losna við samkeppnina. Fyrrverandi stjórnarmaður og hluthafi í Icelandair keypti Iceland Express fyrir fáeinar krónur. Ekki leið á löngu þar til bæði flugfélögin voru búin að stilla saman strengi í Öskjuhlíðinni og hætt með lágu fargjöldin. Átján árum síðar er Icelandair að niðurlotum komið. Félagið á sér enga framtíð nema verða samkeppnisfært í kostnaði. Það væri ekki aðalvandinn núna ef tækifærið sem bauðst árið 2002 til að venjast samkeppni hefði verið nýtt. Síðari tíma tækifæri voru heldur ekki nýtt nema þá að litlu leyti. Icelandair situr uppi með að kostnaður á hvert flogið sæti grefur undan getu þess til að takast á við alvöru samkeppni. Á árinu 2018 var þessi kostnaður 30-40% hærri en hjá WOW og 300% hærri en hjá Wizz. Auðvitað eru þessi flugfélög ekki að öllu leyti sambærileg eða flugleiðir þær sömu, en munurinn er sláandi. Fyrir 18 árum var Icelandair óhemju óheppið með stjórnendur. Hræddir karlar sem sáu ekki útfyrir skrifborðshornið og töldu Íslendingum hollast að Icelandair héldi áfram að okra á þeim um aldur og ævi. Þeir sögðust fagna samkeppninni, en óttuðust ekkert meira. Þeir eyðilögðu tækifærið til að gera Icelandair samkeppnishæft til framtíðar og sólunduðu ævintýralega háum fjárhæðum til þess. Rétt er að taka fram að þessir mislukkuðu stjórnendur eru fyrir nokkuð löngu farnir frá Icelandair. Höfundur er almannatengill og var einn af stofnendum Iceland Express.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun