Jerry Sloan, sem þjálfaði Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í rúma tvo áratugi, lést í morgun. Hann var 78 ára.
Rest easy, Coach
— utahjazz (@utahjazz) May 22, 2020
» https://t.co/5eonFoUR61 pic.twitter.com/ynrk0JnO0V
Sloan var ráðinn þjálfari Utah 1988. Hann gengdi því starfi til 2011, eða í 23 ár. Undir hans stjórn komst Utah í úrslit NBA 1997 og 1998. Í bæði skiptin laut liðið í lægra haldi fyrir Chicago Bulls.
Á þeim 23 árum sem Sloan stýrði Utah komst liðið 20 sinnum í úrslitakeppnina, þar af fjórtán ár í röð (1989-2003) og vann þrettán sinnum 50 leiki eða meira.
Aðeins fjórir þjálfarar hafa unnið fleiri leiki í sögu NBA en Sloan. Lið hans unnu 1221 leik og sigurhlutfallið var sextíu prósent sem er það sjötta besta í NBA-sögunni.
Jerry Sloan ranks 4th all-time among coaches in career wins in NBA history.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2020
In the 15 seasons from the time Sloan took over as head coach of the Jazz in 1988-89 through Karl Malone's last season in Utah in 2002-03, the Jazz had the best record in the NBA. pic.twitter.com/Vw08oYo7p1
Áður en Sloan fór til Utah þjálfaði hann Chicago í þrjú ár. Þar lék líka nær allan sinn feril.
Hann var fjórum sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og tók tvisvar þátt í Stjörnuleiknum. Sloan var fyrsti leikmaður Chicago sem fékk treyjuna sína (númer 4) hengda upp í rjáfur.
The Original Bull.
— Chicago Bulls (@chicagobulls) May 22, 2020
Rest in peace, Jerry Sloan