Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 10:02 Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að banna ferðalög frá Evrópu næsta mánuðinn vegna kórónuveirunnar er talin munu hafa mikil áhrif á rekstur Icelandair. Vísir/vilhelm Hlutbréf í Icelandair hríðféllu við opnun kauphallar í morgun. Lækkunin nam 23% í fyrstu viðskiptu morgunsins en OMXI10-vísitalan féll á sama tíma um 9,38%. Fjármálamarkaðir erlendis hafa einnig brugðist hart við tíðindum næturinnar um að ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna verði bönnuð næsta mánuðinn. Allar tölur voru rauðar í kauphöllinni í morgun. Fyrir utan Icelandair féll verð hlutabréfa í Festum, Kviku og Marel mest, í kringum ellefu til tólf prósent. Í tilkynningu Icelandair til kauhallararinnar í morgun var varað við því að ferðabannið til Bandaríkjanna ætti eftir að hafa veruleg áhrif á flugáætlun félagsins. Það ætli að draga enn frekar úr ferðum í mars og apríl, umfram það sem það hafði áður tilkynnt um. Erlendir markaðir hafa einnig verið slegnir yfir óvæntri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna ferðalög frá Evrópu næstu þrjátíu dagana sem hann tilkynnti um í sjónvarpsávarpi í nótt. Japanska Nikkei-vísitalan féll um 4,4 prósent og hefur ekki verið lægri í um þrjú ár. Í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi féllu helstu vísitölur um 6-7 prósent. Vestanhafs greip svartsýni einnig markaði, ekki síst eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. AP-fréttastofan segir að S&P 500-vísitalan sé aðeins einu prósentustigi frá dumbungsmarkaði. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Hlutbréf í Icelandair hríðféllu við opnun kauphallar í morgun. Lækkunin nam 23% í fyrstu viðskiptu morgunsins en OMXI10-vísitalan féll á sama tíma um 9,38%. Fjármálamarkaðir erlendis hafa einnig brugðist hart við tíðindum næturinnar um að ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna verði bönnuð næsta mánuðinn. Allar tölur voru rauðar í kauphöllinni í morgun. Fyrir utan Icelandair féll verð hlutabréfa í Festum, Kviku og Marel mest, í kringum ellefu til tólf prósent. Í tilkynningu Icelandair til kauhallararinnar í morgun var varað við því að ferðabannið til Bandaríkjanna ætti eftir að hafa veruleg áhrif á flugáætlun félagsins. Það ætli að draga enn frekar úr ferðum í mars og apríl, umfram það sem það hafði áður tilkynnt um. Erlendir markaðir hafa einnig verið slegnir yfir óvæntri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna ferðalög frá Evrópu næstu þrjátíu dagana sem hann tilkynnti um í sjónvarpsávarpi í nótt. Japanska Nikkei-vísitalan féll um 4,4 prósent og hefur ekki verið lægri í um þrjú ár. Í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi féllu helstu vísitölur um 6-7 prósent. Vestanhafs greip svartsýni einnig markaði, ekki síst eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. AP-fréttastofan segir að S&P 500-vísitalan sé aðeins einu prósentustigi frá dumbungsmarkaði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25