Fæðuöryggi hvílir á heilbrigðu vistkerfi Kjartan Almar Kárason skrifar 24. maí 2020 16:15 Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar? Undanfarið hefur flutningur matvæla landa á milli verið vandmeðfarinn og efnahagurinn verið óstöðugur. Við vitum ekkert hvaða næstu fordæmalausu tímar gætu borið í skauti sér. Það er því stór ástæða til að ráðast í aðgerðir til að tryggja innlent fæðuöryggi og næringarlega sjálfbærni. Í því samhengi er grundvallarmál að huga að vistkerfinu. Ef rétt er staðið að málum getur aukin innlend matvælaframleiðslu minnkað kolefnisspor íslensks matvörumarkaðar til muna og þannig stutt við markmið okkar að framfylgja aðgerðaráætlun Parísarsáttmálans. Jákvæð merki hafa komið fram í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar, meðal annars að á komandi árum verði grænmetisræktun á Íslandi stórefld með myndarlegri fjárveitingu til grænmetisiðnaðar. Aukin grænmetisrækt og neysla stuðlar einnig að vistvænni matvælaiðnaði, í samanburði við kjötframleiðslu sem hefur sýnt sig hafa mun verri áhrif á vistkerfið. Hluti af loftslagsaðgerðum stjórnvalda er nýlegur samstarfssamningur sem miðar að því að auka kolefnisbindingu sauðfjárbænda, efla skógarrækt og landgræðslu. Þetta hjálpar mikið til við kolefnisjöfnun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði (búfé og áburður) telur um 20 prósent af losun Íslands og aukið skóglendi hjálpar til muna við kolefnisbindingu. Það gleður mig sem borgaralegan nýgræðing í heimi íslensks landbúnaðar að sjá þessar ráðstafanir og vonast ég til að sjá Ísland vaxa og dafna á komandi árum. Við skulum þó ekki láta þar við sitja. Ef við höldum áfram þessa braut getum við bætt vistkerfið, tryggt fæðuöryggi Íslands, þar með orðið sjálfbær og síðast en ekki síst sjálfstæð. Höfundur skrifar fyrir hönd loftslagshópsins, grasrót Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég er borgarbarn, uppalinn í Vesturbænum við forréttindi. Svo lengi sem ég hef lifað í mínu vellystingarmengi, hefur matur, hvort sem hann er innlendur eða innfluttur aldrei verið af skornum skammti. Nú á tímum covid ástandsins hef ég spurt mig hvort þessar aðstæður séu sjálfsagðar? Undanfarið hefur flutningur matvæla landa á milli verið vandmeðfarinn og efnahagurinn verið óstöðugur. Við vitum ekkert hvaða næstu fordæmalausu tímar gætu borið í skauti sér. Það er því stór ástæða til að ráðast í aðgerðir til að tryggja innlent fæðuöryggi og næringarlega sjálfbærni. Í því samhengi er grundvallarmál að huga að vistkerfinu. Ef rétt er staðið að málum getur aukin innlend matvælaframleiðslu minnkað kolefnisspor íslensks matvörumarkaðar til muna og þannig stutt við markmið okkar að framfylgja aðgerðaráætlun Parísarsáttmálans. Jákvæð merki hafa komið fram í nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar, meðal annars að á komandi árum verði grænmetisræktun á Íslandi stórefld með myndarlegri fjárveitingu til grænmetisiðnaðar. Aukin grænmetisrækt og neysla stuðlar einnig að vistvænni matvælaiðnaði, í samanburði við kjötframleiðslu sem hefur sýnt sig hafa mun verri áhrif á vistkerfið. Hluti af loftslagsaðgerðum stjórnvalda er nýlegur samstarfssamningur sem miðar að því að auka kolefnisbindingu sauðfjárbænda, efla skógarrækt og landgræðslu. Þetta hjálpar mikið til við kolefnisjöfnun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði (búfé og áburður) telur um 20 prósent af losun Íslands og aukið skóglendi hjálpar til muna við kolefnisbindingu. Það gleður mig sem borgaralegan nýgræðing í heimi íslensks landbúnaðar að sjá þessar ráðstafanir og vonast ég til að sjá Ísland vaxa og dafna á komandi árum. Við skulum þó ekki láta þar við sitja. Ef við höldum áfram þessa braut getum við bætt vistkerfið, tryggt fæðuöryggi Íslands, þar með orðið sjálfbær og síðast en ekki síst sjálfstæð. Höfundur skrifar fyrir hönd loftslagshópsins, grasrót Landverndar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun