Þeim smitum fjölgar sem ekki er hægt að greina hvaðan koma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 12:12 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem greint var frá samkomubanni í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars, það er aðfaranótt mánudags. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman verða óheimilar þegar bannið tekur gildi og þá verða fjarlægðarmörk sett á milli fólk á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og leikskóla- og grunnskólastarf verður skilyrðum háð. Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir sem hafa greinst með veiruna eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Það má segja að samkomubannið hafi verið yfirvofandi undanfarna daga en sóttvarnalæknir var spurður hvað hefði breyst þannig að ákveðið var að setja bannið á. „Við höfum verið að ræða um það undanfarna daga að þessi tími væri að nálgast. Við erum að sjá fleiri smit, innlend smit út frá þessum ferðalöngum sem eru að koma hingað inn, þessum íslensku ferðalöngum, og við erum farin að sjá aðeins fjölgun á smitum sem við getum ekki gert grein fyrir hvaðan koma. Þannig að á þeim tímapunkti erum við þarna neðst í þessari kúrvu sem við höfum verið að sýna, þessari faraldsfræðilegu kúrvu, og þá að mínu mati er kominn tími til þess að beita eiginlega öllum þeim ráðum innan skynsamlegra marka sem við höfum til þess að takmarka útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í dag. Íslensk erfðagreining byrjaði að skima fyrir veirunni í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort að staðan muni breytast varðandi samkomubannið ef niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar muni sýna að veiran sé orðin mjög dreifð í samfélaginu. Þórólfur sagði erfitt að segja. „Ég held að við bíðum fyrst eftir niðurstöðunni, sjáum hvernig hún er og hvernig hún tengist einkennum sem fólk er með og svo framvegis áður en maður fer að tjá sig um hvað muni gerast. En það er ljóst að við erum með ýmis ráð uppi í erminni sem við getum gripið til, annað hvort að herða aðgerðir eða lina á þeim. Það fer allt eftir því hvernig faraldurinn verður og ástandið verður.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú sé aðeins farið að fjölga þeim smitum sem ekki sé hægt að gera grein fyrir hvaðan koma. Það hafi haft áhrif á tillögu hans um að setja á samkomubann hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum fyrir hádegi þar sem greint var frá samkomubanni í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti þann 15. mars, það er aðfaranótt mánudags. Bannið er sett á til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman verða óheimilar þegar bannið tekur gildi og þá verða fjarlægðarmörk sett á milli fólk á samkomum þar sem færri en 100 koma saman. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og leikskóla- og grunnskólastarf verður skilyrðum háð. Alls er nú 126 smit staðfest kórónuveirunnar hér á landi. Þeir sem hafa greinst með veiruna eru allir í einangrun. 919 manns eru í sóttkví og þá hafa verið tekin 1188 sýni. Langflest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu eða 121. Fjögur smit eru á Suðurlandi og eitt er óstaðsett. Það má segja að samkomubannið hafi verið yfirvofandi undanfarna daga en sóttvarnalæknir var spurður hvað hefði breyst þannig að ákveðið var að setja bannið á. „Við höfum verið að ræða um það undanfarna daga að þessi tími væri að nálgast. Við erum að sjá fleiri smit, innlend smit út frá þessum ferðalöngum sem eru að koma hingað inn, þessum íslensku ferðalöngum, og við erum farin að sjá aðeins fjölgun á smitum sem við getum ekki gert grein fyrir hvaðan koma. Þannig að á þeim tímapunkti erum við þarna neðst í þessari kúrvu sem við höfum verið að sýna, þessari faraldsfræðilegu kúrvu, og þá að mínu mati er kominn tími til þess að beita eiginlega öllum þeim ráðum innan skynsamlegra marka sem við höfum til þess að takmarka útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum í dag. Íslensk erfðagreining byrjaði að skima fyrir veirunni í dag. Var Þórólfur spurður að því hvort að staðan muni breytast varðandi samkomubannið ef niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar muni sýna að veiran sé orðin mjög dreifð í samfélaginu. Þórólfur sagði erfitt að segja. „Ég held að við bíðum fyrst eftir niðurstöðunni, sjáum hvernig hún er og hvernig hún tengist einkennum sem fólk er með og svo framvegis áður en maður fer að tjá sig um hvað muni gerast. En það er ljóst að við erum með ýmis ráð uppi í erminni sem við getum gripið til, annað hvort að herða aðgerðir eða lina á þeim. Það fer allt eftir því hvernig faraldurinn verður og ástandið verður.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira