Fótbolti

West Ham farið í sóttkví | Aston Villa gefur heimilislausum mat

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Aston Villa og West Ham United fyrr á leiktíðinni.
Úr leik Aston Villa og West Ham United fyrr á leiktíðinni. Rob Newell/CameraSport/Getty Images

Það má með sanni segja að íþróttafréttaskrif dagsins, og undanfarinna daga, séu með öðru sniði en venjulega. COVID-19 veiran einokar nær öll skrif enda er hún að hafa gífurleg áhrif á allt og alla. 

Ensku úrvalsdeildinni, sem og neðri deildum þar í landi, hefur verið frestað til 4. apríl. Þegar nær dregur verður staðan tekin og athugað hvort hægt verði að hefja leik þá eða hvort það þurfi að fresta til lengri tíma.

Nú hefur verið staðfest að enska úrvalsdeildarliðið West Ham United sé fjórða lið deildarinnar til að fara í sóttkví. Ástæðan ku vera sú að liðið lék gegn Arsenal á dögunum en Mikel Arteta, knattspyrnustjóri liðsins, greindist með veiruna í gær. 

Leikmannahópar Arsenal, Chelsea og Everton eru einnig í sóttkví sem og einstaka leikmenn hjá Bournemouth og Leicester City.

Aston Villa, líkt og svo mörg önnur lið, var búið að undirbúa sig fyrir leik helgarinnar en Chelsea átti að koma í heimsókn. Hluti undirbúningsins er að vera með nægilega mikið af mat fyrir starfsmenn félagsins. 

Villa hefur nú ákveðið að gefa heimilislausum aðilum í Birmingham-borg, þar sem liðið er staðsett, matinn sem starfsmenn félagsins hefðu átt að fá á leikdegi.


Tengdar fréttir

Arteta með kórónuveiruna

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×