Samþykktu frumvarp um launagreiðslur á tímum veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 20:48 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Vísir/baldur Ríkisstjórn Íslands samþykkti rétt í þessu frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um ábyrgðarsjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði af völdum kórónuveirunnar. Í tilkynningu um frumvarpið segir að breytingunum sé ætlað að koma til móts við vinnuveitendur og launafólk í ljósi fordæmalausra aðstæðna hér á landi og raunar í heiminum öllum. Breytingarnar sem hér er fjallað um gilda frá 15. mars nk. til 1. júlí nk. Markmið þeirra er að aðstoða vinnuveitendur við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt, þar til aðstæður batna. Þannig er hvatt til þess að vinnuveitendur minnki frekar starfshlutfall starfsfólks tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Í breytingunum á lögum um atvinnuleysistryggingar felst að þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta, enda hafi starfshlutfall verið lækkað hlutfallslega um 20% hið minnsta og 50% hið mesta. Greiðslur atvinnuleysisbóta á móti launum frá vinnuveitanda greiðast í hlutfalli af heildargreiðslum tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Ráðherra fór yfir þetta í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vinnumálastofnun hlýtur með breytingunni einnig sérstaka heimild til að óska eftir upplýsingum og gögnum frá vinnuveitendum þegar stofnunin telur ástæðu vera til í þessu samhengi. Heildargreiðslur til launafólks munu þó ekki geta numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launþega á síðustu þremur mánuðum fyrir minnkað starfshlutfall, og eigi meira en 650.000 kr. í heildina. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði „enda hafa þeir tilkynnt skattyfirvöldum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa felast í því að þurfi launamaður vegna gjaldþrots launagreiðanda hans að sækja launagreiðslur sínar á grundvelli laga um Ábyrgðarsjóð launa mun þátttaka hans í þessu úrræði ekki skerða möguleika hans að gera á kröfu í Ábyrgðarsjóð launa miðað við fullt starfshlutfall. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti rétt í þessu frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um ábyrgðarsjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði af völdum kórónuveirunnar. Í tilkynningu um frumvarpið segir að breytingunum sé ætlað að koma til móts við vinnuveitendur og launafólk í ljósi fordæmalausra aðstæðna hér á landi og raunar í heiminum öllum. Breytingarnar sem hér er fjallað um gilda frá 15. mars nk. til 1. júlí nk. Markmið þeirra er að aðstoða vinnuveitendur við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt, þar til aðstæður batna. Þannig er hvatt til þess að vinnuveitendur minnki frekar starfshlutfall starfsfólks tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Í breytingunum á lögum um atvinnuleysistryggingar felst að þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta, enda hafi starfshlutfall verið lækkað hlutfallslega um 20% hið minnsta og 50% hið mesta. Greiðslur atvinnuleysisbóta á móti launum frá vinnuveitanda greiðast í hlutfalli af heildargreiðslum tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Ráðherra fór yfir þetta í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vinnumálastofnun hlýtur með breytingunni einnig sérstaka heimild til að óska eftir upplýsingum og gögnum frá vinnuveitendum þegar stofnunin telur ástæðu vera til í þessu samhengi. Heildargreiðslur til launafólks munu þó ekki geta numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launþega á síðustu þremur mánuðum fyrir minnkað starfshlutfall, og eigi meira en 650.000 kr. í heildina. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði „enda hafa þeir tilkynnt skattyfirvöldum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa felast í því að þurfi launamaður vegna gjaldþrots launagreiðanda hans að sækja launagreiðslur sínar á grundvelli laga um Ábyrgðarsjóð launa mun þátttaka hans í þessu úrræði ekki skerða möguleika hans að gera á kröfu í Ábyrgðarsjóð launa miðað við fullt starfshlutfall.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira