Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 21:11 Tvö flug Icelandair eru áætluð til Kaupmannahafnar á morgun. Vísir/vilhelm Flug Icelandair til Danmerkur á morgun eru enn á áætlun, þrátt fyrir að landamærum landsins verði lokað á hádegi. Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. Utanríkisráðuneytið skoðar jafnframt hvaða áhrif lokunin mun koma til með að hafa á Íslendinga. Danir tilkynntu um það í kvöld að landamærum landsins yrði lokað á hádegi á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá yrðu samgöngur til og frá landinu á láði, legi og í lofti takmarkaðar verulega. Samkvæmt vef Isavia eru tvö flug Icelandair til Kaupmannahafnar á áætlun á morgun 14. mars, klukkan 7:45 og 15:00. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að aðgerðir danskra stjórnvalda séu nýkomnar til og félagið sé að skoða hvaða áhrif þær muni hafa á ferðir þess. Eins og staðan er núna séu þó öll Kaupmannahafnarflug félagsins á morgun á áætlun. Icelandair bíði eftir frekari upplýsingum og fylgist með þróun mála. Staðan breytist dag frá degi María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við Vísi að ráðuneytið sé nú að fara yfir fregnirnar frá Danmörku og kanna hvaða áhrif þær hafi á Íslendinga. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga og þeim verði miðlað áfram um leið og þær berist. „Við höfum sagt það áður að staðan breytist mjög hratt, dag frá degi og oft á dag og ráðstafanir erlendra stjórnvalda eru ófyrirsjáanlegar. En við bregðumst við eins hratt og við mögulega getum,“ segir María Mjöll. Þá hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga erlendis eindregið til þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. „Og eins ef það lendir í vanda að hafa samband við okkur og við vinnum í því að greiða eins hratt og við getum úr þeim málum.“ Mörg ríki auk Danmerkur hafa gripið til þess að loka landamærum sínum í viðleitni til að hefta faraldur kórónuveirunnar. Pólland tilkynnti til að mynda um það í kvöld að erlendum farþegum yrði meinaður aðgangur inn í landið og þá gildir sambærilegt bann í Tékklandi. Í byrjun vikunnar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á öll lönd innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Icelandair aflýsti í kjölfarið flugferðum sínum til Bandaríkjanna en ferðabannið er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna bannsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Utanríkismál Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Flug Icelandair til Danmerkur á morgun eru enn á áætlun, þrátt fyrir að landamærum landsins verði lokað á hádegi. Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. Utanríkisráðuneytið skoðar jafnframt hvaða áhrif lokunin mun koma til með að hafa á Íslendinga. Danir tilkynntu um það í kvöld að landamærum landsins yrði lokað á hádegi á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá yrðu samgöngur til og frá landinu á láði, legi og í lofti takmarkaðar verulega. Samkvæmt vef Isavia eru tvö flug Icelandair til Kaupmannahafnar á áætlun á morgun 14. mars, klukkan 7:45 og 15:00. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að aðgerðir danskra stjórnvalda séu nýkomnar til og félagið sé að skoða hvaða áhrif þær muni hafa á ferðir þess. Eins og staðan er núna séu þó öll Kaupmannahafnarflug félagsins á morgun á áætlun. Icelandair bíði eftir frekari upplýsingum og fylgist með þróun mála. Staðan breytist dag frá degi María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við Vísi að ráðuneytið sé nú að fara yfir fregnirnar frá Danmörku og kanna hvaða áhrif þær hafi á Íslendinga. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga og þeim verði miðlað áfram um leið og þær berist. „Við höfum sagt það áður að staðan breytist mjög hratt, dag frá degi og oft á dag og ráðstafanir erlendra stjórnvalda eru ófyrirsjáanlegar. En við bregðumst við eins hratt og við mögulega getum,“ segir María Mjöll. Þá hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga erlendis eindregið til þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. „Og eins ef það lendir í vanda að hafa samband við okkur og við vinnum í því að greiða eins hratt og við getum úr þeim málum.“ Mörg ríki auk Danmerkur hafa gripið til þess að loka landamærum sínum í viðleitni til að hefta faraldur kórónuveirunnar. Pólland tilkynnti til að mynda um það í kvöld að erlendum farþegum yrði meinaður aðgangur inn í landið og þá gildir sambærilegt bann í Tékklandi. Í byrjun vikunnar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á öll lönd innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Icelandair aflýsti í kjölfarið flugferðum sínum til Bandaríkjanna en ferðabannið er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna bannsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Utanríkismál Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21
Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52