Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. maí 2020 18:30 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í fimm daga gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Á þriðjudag í síðustu viku barst lögreglu tilkynning frá barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot mannsins gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að um tvö börn væri að ræða og herma heimildir fréttastofu að þau séu á aldrinum 6-7 ára. Maðurinn er á þrítugsaldri og starfar í Hraunseli, frístundaheimili fyrir börn í Hraunvallaskóla á aldrinum 6-9 ára. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að annað barnið hafi lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Barnið segist hafa snert kynfærin og kysst. Þau hafi ekki mátt segja frá því þá yrði maðurinn reiður. Héraðsdómur Reykjaness féllst á fimm daga gæsluvarðhald yfir manninum. Landsréttur felldi hins vegar úrskurðinn úr gildi á föstudaginn og taldi að lögregla hefði ekki sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að hann sætti gæsluvarðhaldi áfram. Í samtali við fréttastofu segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, að hann neiti alfarið sök og hafi verið mjög samstarfsfús. Hann hafi afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn á fyrsta starfsári sínu á frístundaheimilinu. Í yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ til fréttastofu segir að í síðustu viku hafi komið upp mál í Hraunvallaskóla sem snertir starfsmann skólans og er til rannsóknar hjá lögreglu. Þar sem málið sé á rannsóknarstigi sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu. Málið hafi strax farið í viðeigandi farveg og ferli innan skólans og hjá skólayfirvöldum í Hafnarfirði og að unnið sé samkvæmt fyrir fram skilgreindu verklagi í samstarfi við lögregluyfirvöld. Málið sé litið mjög alvarlegum augum og hefur viðkomandi starfsmaður verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Á þriðjudag í síðustu viku barst lögreglu tilkynning frá barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot mannsins gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að um tvö börn væri að ræða og herma heimildir fréttastofu að þau séu á aldrinum 6-7 ára. Maðurinn er á þrítugsaldri og starfar í Hraunseli, frístundaheimili fyrir börn í Hraunvallaskóla á aldrinum 6-9 ára. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að annað barnið hafi lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Barnið segist hafa snert kynfærin og kysst. Þau hafi ekki mátt segja frá því þá yrði maðurinn reiður. Héraðsdómur Reykjaness féllst á fimm daga gæsluvarðhald yfir manninum. Landsréttur felldi hins vegar úrskurðinn úr gildi á föstudaginn og taldi að lögregla hefði ekki sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að hann sætti gæsluvarðhaldi áfram. Í samtali við fréttastofu segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, að hann neiti alfarið sök og hafi verið mjög samstarfsfús. Hann hafi afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn á fyrsta starfsári sínu á frístundaheimilinu. Í yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ til fréttastofu segir að í síðustu viku hafi komið upp mál í Hraunvallaskóla sem snertir starfsmann skólans og er til rannsóknar hjá lögreglu. Þar sem málið sé á rannsóknarstigi sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu. Málið hafi strax farið í viðeigandi farveg og ferli innan skólans og hjá skólayfirvöldum í Hafnarfirði og að unnið sé samkvæmt fyrir fram skilgreindu verklagi í samstarfi við lögregluyfirvöld. Málið sé litið mjög alvarlegum augum og hefur viðkomandi starfsmaður verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.
Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira