Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. maí 2020 18:30 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í fimm daga gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Á þriðjudag í síðustu viku barst lögreglu tilkynning frá barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot mannsins gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að um tvö börn væri að ræða og herma heimildir fréttastofu að þau séu á aldrinum 6-7 ára. Maðurinn er á þrítugsaldri og starfar í Hraunseli, frístundaheimili fyrir börn í Hraunvallaskóla á aldrinum 6-9 ára. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að annað barnið hafi lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Barnið segist hafa snert kynfærin og kysst. Þau hafi ekki mátt segja frá því þá yrði maðurinn reiður. Héraðsdómur Reykjaness féllst á fimm daga gæsluvarðhald yfir manninum. Landsréttur felldi hins vegar úrskurðinn úr gildi á föstudaginn og taldi að lögregla hefði ekki sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að hann sætti gæsluvarðhaldi áfram. Í samtali við fréttastofu segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, að hann neiti alfarið sök og hafi verið mjög samstarfsfús. Hann hafi afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn á fyrsta starfsári sínu á frístundaheimilinu. Í yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ til fréttastofu segir að í síðustu viku hafi komið upp mál í Hraunvallaskóla sem snertir starfsmann skólans og er til rannsóknar hjá lögreglu. Þar sem málið sé á rannsóknarstigi sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu. Málið hafi strax farið í viðeigandi farveg og ferli innan skólans og hjá skólayfirvöldum í Hafnarfirði og að unnið sé samkvæmt fyrir fram skilgreindu verklagi í samstarfi við lögregluyfirvöld. Málið sé litið mjög alvarlegum augum og hefur viðkomandi starfsmaður verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Á þriðjudag í síðustu viku barst lögreglu tilkynning frá barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot mannsins gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að um tvö börn væri að ræða og herma heimildir fréttastofu að þau séu á aldrinum 6-7 ára. Maðurinn er á þrítugsaldri og starfar í Hraunseli, frístundaheimili fyrir börn í Hraunvallaskóla á aldrinum 6-9 ára. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að annað barnið hafi lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Barnið segist hafa snert kynfærin og kysst. Þau hafi ekki mátt segja frá því þá yrði maðurinn reiður. Héraðsdómur Reykjaness féllst á fimm daga gæsluvarðhald yfir manninum. Landsréttur felldi hins vegar úrskurðinn úr gildi á föstudaginn og taldi að lögregla hefði ekki sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að hann sætti gæsluvarðhaldi áfram. Í samtali við fréttastofu segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, að hann neiti alfarið sök og hafi verið mjög samstarfsfús. Hann hafi afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn á fyrsta starfsári sínu á frístundaheimilinu. Í yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ til fréttastofu segir að í síðustu viku hafi komið upp mál í Hraunvallaskóla sem snertir starfsmann skólans og er til rannsóknar hjá lögreglu. Þar sem málið sé á rannsóknarstigi sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu. Málið hafi strax farið í viðeigandi farveg og ferli innan skólans og hjá skólayfirvöldum í Hafnarfirði og að unnið sé samkvæmt fyrir fram skilgreindu verklagi í samstarfi við lögregluyfirvöld. Málið sé litið mjög alvarlegum augum og hefur viðkomandi starfsmaður verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.
Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira