Mörg lið líkleg til afreka í Lengjudeild: „Slys ef að Eyjamenn færu ekki upp“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 19:00 Grindvíkingar ætla sér eflaust að komast beint aftur upp í efstu deild. VÍSIR/BÁRA „Þessi samningur skiptir félögin í deildinni gríðarlega miklu máli, sérstaklega út frá kynningu á deildinni. Að halda henni á lofti í umfjöllun. Þetta er mikil landsbyggðardeild og þetta kemur sér mjög vel fyrir félögin,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta, eftir undirritun samninga við Íslenskar getraunir um að 1. deildir karla og kvenna heiti Lengjudeildir í sumar. Íslandsmótið er rétt handan við hornið en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningum við nýja aðila um að styðja við 1. deild, eftir að Inkasso hætti því. „Við höfum verið að vinna í þessum málum síðan fyrir áramót og vorum í viðræðum við nokkur fyrirtæki. Svo kemur þessi Covid-skellur á okkur og hann breytti aðeins landslaginu, en við höfum átt í þessu samtali við Íslenskar getraunir í tvo mánuði og það endar svona, með farsælum hætti,“ segir Haraldur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Helmingur liðanna geti gert atlögu að því að fara upp Grindavík er eitt þeirra liða sem leika í Lengjudeild karla í sumar og þar verður Sigurbjörn Hreiðarsson við stjórnvölinn, eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari Vals. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætla sér eflaust bæði upp aftur: „Ég myndi telja að það væru 6-7 lið sem að séu líkleg til að gera atlögu að þessu,“ segir Sigurbjörn. „Vonandi náum við að herja á það að komast upp, en það eru fleiri þarna. Keflavík er mjög sterkt, Þórsararnir eru mjög öflugir, Leiknismenn og Framarar, og svo má ekki gleyma öðrum liðum. Það eru 6-7 lið mjög fín þarna,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að Eyjamenn séu með mannskap sem eigi að fljúga aftur upp í efstu deild: „Það væri slys ef að þeir [Eyjamenn] færu ekki upp. En það er hægt að fabúlera um þetta í fjölmiðlum og fyrir mót, en í dag myndi ég halda að Eyjamenn væru líklegastir. Vinur minn Helgi [Sigurðsson] kann þetta líka, það er mjög stutt síðan hann fór með lið upp úr þessari deild, og hann er náttúrulega refur,“ segir Sigurbjörn, sem tekur að vissu leyti undir að bilið á milli efstu og næstefstu deildar sé að breikka: „Ég held að 5-6 bestu liðin á Íslandi séu bara að fara lengra frá öðrum liðum. En ef ég tæki neðsta hlutann úr Pepsi Max og bestu liðin í 1. deild þá getur maður nú oft bara hent nöfnum í hatt og dregið upp úr.“ Klippa: Sportpakkinn - Næstefstu deildir verða Lengjudeildirnar Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Þessi samningur skiptir félögin í deildinni gríðarlega miklu máli, sérstaklega út frá kynningu á deildinni. Að halda henni á lofti í umfjöllun. Þetta er mikil landsbyggðardeild og þetta kemur sér mjög vel fyrir félögin,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta, eftir undirritun samninga við Íslenskar getraunir um að 1. deildir karla og kvenna heiti Lengjudeildir í sumar. Íslandsmótið er rétt handan við hornið en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningum við nýja aðila um að styðja við 1. deild, eftir að Inkasso hætti því. „Við höfum verið að vinna í þessum málum síðan fyrir áramót og vorum í viðræðum við nokkur fyrirtæki. Svo kemur þessi Covid-skellur á okkur og hann breytti aðeins landslaginu, en við höfum átt í þessu samtali við Íslenskar getraunir í tvo mánuði og það endar svona, með farsælum hætti,“ segir Haraldur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Helmingur liðanna geti gert atlögu að því að fara upp Grindavík er eitt þeirra liða sem leika í Lengjudeild karla í sumar og þar verður Sigurbjörn Hreiðarsson við stjórnvölinn, eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari Vals. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætla sér eflaust bæði upp aftur: „Ég myndi telja að það væru 6-7 lið sem að séu líkleg til að gera atlögu að þessu,“ segir Sigurbjörn. „Vonandi náum við að herja á það að komast upp, en það eru fleiri þarna. Keflavík er mjög sterkt, Þórsararnir eru mjög öflugir, Leiknismenn og Framarar, og svo má ekki gleyma öðrum liðum. Það eru 6-7 lið mjög fín þarna,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að Eyjamenn séu með mannskap sem eigi að fljúga aftur upp í efstu deild: „Það væri slys ef að þeir [Eyjamenn] færu ekki upp. En það er hægt að fabúlera um þetta í fjölmiðlum og fyrir mót, en í dag myndi ég halda að Eyjamenn væru líklegastir. Vinur minn Helgi [Sigurðsson] kann þetta líka, það er mjög stutt síðan hann fór með lið upp úr þessari deild, og hann er náttúrulega refur,“ segir Sigurbjörn, sem tekur að vissu leyti undir að bilið á milli efstu og næstefstu deildar sé að breikka: „Ég held að 5-6 bestu liðin á Íslandi séu bara að fara lengra frá öðrum liðum. En ef ég tæki neðsta hlutann úr Pepsi Max og bestu liðin í 1. deild þá getur maður nú oft bara hent nöfnum í hatt og dregið upp úr.“ Klippa: Sportpakkinn - Næstefstu deildir verða Lengjudeildirnar
Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti