Mörg lið líkleg til afreka í Lengjudeild: „Slys ef að Eyjamenn færu ekki upp“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 19:00 Grindvíkingar ætla sér eflaust að komast beint aftur upp í efstu deild. VÍSIR/BÁRA „Þessi samningur skiptir félögin í deildinni gríðarlega miklu máli, sérstaklega út frá kynningu á deildinni. Að halda henni á lofti í umfjöllun. Þetta er mikil landsbyggðardeild og þetta kemur sér mjög vel fyrir félögin,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta, eftir undirritun samninga við Íslenskar getraunir um að 1. deildir karla og kvenna heiti Lengjudeildir í sumar. Íslandsmótið er rétt handan við hornið en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningum við nýja aðila um að styðja við 1. deild, eftir að Inkasso hætti því. „Við höfum verið að vinna í þessum málum síðan fyrir áramót og vorum í viðræðum við nokkur fyrirtæki. Svo kemur þessi Covid-skellur á okkur og hann breytti aðeins landslaginu, en við höfum átt í þessu samtali við Íslenskar getraunir í tvo mánuði og það endar svona, með farsælum hætti,“ segir Haraldur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Helmingur liðanna geti gert atlögu að því að fara upp Grindavík er eitt þeirra liða sem leika í Lengjudeild karla í sumar og þar verður Sigurbjörn Hreiðarsson við stjórnvölinn, eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari Vals. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætla sér eflaust bæði upp aftur: „Ég myndi telja að það væru 6-7 lið sem að séu líkleg til að gera atlögu að þessu,“ segir Sigurbjörn. „Vonandi náum við að herja á það að komast upp, en það eru fleiri þarna. Keflavík er mjög sterkt, Þórsararnir eru mjög öflugir, Leiknismenn og Framarar, og svo má ekki gleyma öðrum liðum. Það eru 6-7 lið mjög fín þarna,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að Eyjamenn séu með mannskap sem eigi að fljúga aftur upp í efstu deild: „Það væri slys ef að þeir [Eyjamenn] færu ekki upp. En það er hægt að fabúlera um þetta í fjölmiðlum og fyrir mót, en í dag myndi ég halda að Eyjamenn væru líklegastir. Vinur minn Helgi [Sigurðsson] kann þetta líka, það er mjög stutt síðan hann fór með lið upp úr þessari deild, og hann er náttúrulega refur,“ segir Sigurbjörn, sem tekur að vissu leyti undir að bilið á milli efstu og næstefstu deildar sé að breikka: „Ég held að 5-6 bestu liðin á Íslandi séu bara að fara lengra frá öðrum liðum. En ef ég tæki neðsta hlutann úr Pepsi Max og bestu liðin í 1. deild þá getur maður nú oft bara hent nöfnum í hatt og dregið upp úr.“ Klippa: Sportpakkinn - Næstefstu deildir verða Lengjudeildirnar Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
„Þessi samningur skiptir félögin í deildinni gríðarlega miklu máli, sérstaklega út frá kynningu á deildinni. Að halda henni á lofti í umfjöllun. Þetta er mikil landsbyggðardeild og þetta kemur sér mjög vel fyrir félögin,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta, eftir undirritun samninga við Íslenskar getraunir um að 1. deildir karla og kvenna heiti Lengjudeildir í sumar. Íslandsmótið er rétt handan við hornið en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningum við nýja aðila um að styðja við 1. deild, eftir að Inkasso hætti því. „Við höfum verið að vinna í þessum málum síðan fyrir áramót og vorum í viðræðum við nokkur fyrirtæki. Svo kemur þessi Covid-skellur á okkur og hann breytti aðeins landslaginu, en við höfum átt í þessu samtali við Íslenskar getraunir í tvo mánuði og það endar svona, með farsælum hætti,“ segir Haraldur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Helmingur liðanna geti gert atlögu að því að fara upp Grindavík er eitt þeirra liða sem leika í Lengjudeild karla í sumar og þar verður Sigurbjörn Hreiðarsson við stjórnvölinn, eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari Vals. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætla sér eflaust bæði upp aftur: „Ég myndi telja að það væru 6-7 lið sem að séu líkleg til að gera atlögu að þessu,“ segir Sigurbjörn. „Vonandi náum við að herja á það að komast upp, en það eru fleiri þarna. Keflavík er mjög sterkt, Þórsararnir eru mjög öflugir, Leiknismenn og Framarar, og svo má ekki gleyma öðrum liðum. Það eru 6-7 lið mjög fín þarna,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að Eyjamenn séu með mannskap sem eigi að fljúga aftur upp í efstu deild: „Það væri slys ef að þeir [Eyjamenn] færu ekki upp. En það er hægt að fabúlera um þetta í fjölmiðlum og fyrir mót, en í dag myndi ég halda að Eyjamenn væru líklegastir. Vinur minn Helgi [Sigurðsson] kann þetta líka, það er mjög stutt síðan hann fór með lið upp úr þessari deild, og hann er náttúrulega refur,“ segir Sigurbjörn, sem tekur að vissu leyti undir að bilið á milli efstu og næstefstu deildar sé að breikka: „Ég held að 5-6 bestu liðin á Íslandi séu bara að fara lengra frá öðrum liðum. En ef ég tæki neðsta hlutann úr Pepsi Max og bestu liðin í 1. deild þá getur maður nú oft bara hent nöfnum í hatt og dregið upp úr.“ Klippa: Sportpakkinn - Næstefstu deildir verða Lengjudeildirnar
Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira