Lagðir af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 19:35 Crew Dragon geimfarið á toppi Falcon 9 eldflaugar í Flórída. Vísir/SpaceX Uppfært 19:35 Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken eru lagðir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída. Um er að ræða fyrstu mönnuðu geimferðina frá Bandaríkjunum frá 2011 og fyrsta skiptið sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim. Það mun taka geimfarana um 19 klukkustundir að ná til geimstöðvarinnar. Fyrsta stig eldflaugarinnar sem bar þá út í geim lenti svo á drónaskipi SpaceX, Of Course I Still Love You,undan ströndum Flórída. Allt virðist hafa heppnast vel og þeir Hurley og Behnken eru nú á braut um jörðu á um 27 þúsund kílómetra hraða. We have liftoff. History is made as @NASA_Astronauts launch from @NASAKennedy for the first time in nine years on the @SpaceX Crew Dragon: pic.twitter.com/alX1t1JBAt— NASA (@NASA) May 30, 2020 Main engine cutoff and stage separation confirmed. Second stage engine burn underway https://t.co/bJFjLCzWdK pic.twitter.com/BFFXVRrbQ6— SpaceX (@SpaceX) May 30, 2020 Crew Dragon has successfully separated. Next stop? The International @Space_Station. #LaunchAmerica pic.twitter.com/rDKFzPouTE— NASA (@NASA) May 30, 2020 Upprunlega fréttin Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. Fyrsta mannaða geimskoti Bandaríkjanna í tæpan áratug var frestað á miðvikudaginn vegna veðurs og útlit er fyrir að fresta verði því aftur í kvöld. Jim Bridenstein sagði á miðvikudaginn að veðrið hefði „leikið okkur grátt“ en það hafi verið rétt ákvörðun að fresta geimskotin Í gærkvöldi áætluðu veðurfræðingar flughers Bandaríkjanna að um helmingslíkur væru á því að fresta þyrfti geimskotinu aftur. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nú upp úr hádegi að enn væru helmingslíkur á því að af geimskotinu yrði. Uppfært 18:45 Bridenstine sagði fyrir skömmu að eins og staðan var um klukkustund fyrir ætlað geimskot, liti veðrið vel út. Líklegast yrði geimskotið á áætlun. Weather is a GO for launch! #LaunchAmerica— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 30, 2020 Áhyggjur þeirra snúa að mestu að rigningu og skýjum en einnig að mögulegum eldingum og vindhviðum. Það þarf ekki eingöngu að huga að veðrinu á skotstaðnum sjálfum við Kennedy Center í Flórída, heldur einnig að veðrinu undan ströndum Flórída. Ef eitthvað kemur upp á eða hætta þarf við geimskotið gætu þeir Doug Hurley og Bob Behnken þurft að nauðlenda í Atlantshafinu. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, eiga að vera um borð í geimstöðinni í fjóra mánuði í mesta lagi. Það fer eftir því hve vel geimskotið tekst og hvenær hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 19:22 að íslenskum tíma. Hér að neðan má fylgjast með útsendingu NASA, sem hefst klukkan þrjú í dag. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Uppfært 19:35 Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken eru lagðir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída. Um er að ræða fyrstu mönnuðu geimferðina frá Bandaríkjunum frá 2011 og fyrsta skiptið sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim. Það mun taka geimfarana um 19 klukkustundir að ná til geimstöðvarinnar. Fyrsta stig eldflaugarinnar sem bar þá út í geim lenti svo á drónaskipi SpaceX, Of Course I Still Love You,undan ströndum Flórída. Allt virðist hafa heppnast vel og þeir Hurley og Behnken eru nú á braut um jörðu á um 27 þúsund kílómetra hraða. We have liftoff. History is made as @NASA_Astronauts launch from @NASAKennedy for the first time in nine years on the @SpaceX Crew Dragon: pic.twitter.com/alX1t1JBAt— NASA (@NASA) May 30, 2020 Main engine cutoff and stage separation confirmed. Second stage engine burn underway https://t.co/bJFjLCzWdK pic.twitter.com/BFFXVRrbQ6— SpaceX (@SpaceX) May 30, 2020 Crew Dragon has successfully separated. Next stop? The International @Space_Station. #LaunchAmerica pic.twitter.com/rDKFzPouTE— NASA (@NASA) May 30, 2020 Upprunlega fréttin Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. Fyrsta mannaða geimskoti Bandaríkjanna í tæpan áratug var frestað á miðvikudaginn vegna veðurs og útlit er fyrir að fresta verði því aftur í kvöld. Jim Bridenstein sagði á miðvikudaginn að veðrið hefði „leikið okkur grátt“ en það hafi verið rétt ákvörðun að fresta geimskotin Í gærkvöldi áætluðu veðurfræðingar flughers Bandaríkjanna að um helmingslíkur væru á því að fresta þyrfti geimskotinu aftur. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nú upp úr hádegi að enn væru helmingslíkur á því að af geimskotinu yrði. Uppfært 18:45 Bridenstine sagði fyrir skömmu að eins og staðan var um klukkustund fyrir ætlað geimskot, liti veðrið vel út. Líklegast yrði geimskotið á áætlun. Weather is a GO for launch! #LaunchAmerica— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 30, 2020 Áhyggjur þeirra snúa að mestu að rigningu og skýjum en einnig að mögulegum eldingum og vindhviðum. Það þarf ekki eingöngu að huga að veðrinu á skotstaðnum sjálfum við Kennedy Center í Flórída, heldur einnig að veðrinu undan ströndum Flórída. Ef eitthvað kemur upp á eða hætta þarf við geimskotið gætu þeir Doug Hurley og Bob Behnken þurft að nauðlenda í Atlantshafinu. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, eiga að vera um borð í geimstöðinni í fjóra mánuði í mesta lagi. Það fer eftir því hve vel geimskotið tekst og hvenær hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 19:22 að íslenskum tíma. Hér að neðan má fylgjast með útsendingu NASA, sem hefst klukkan þrjú í dag.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira