Frakkar og Þjóðverjar deila ekki áhuga Trump á að fá Rússa inn í G7 Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 16:45 Macron á fjarfundi með öðrum G7-leiðtogum um kórónuveirufaraldurinn í apríl. Til stendur að hópurinn komi saman í Bandaríkjunum í september en Trump Bandaríkjaforseti vill fá Rússland aftur að borðinu þar. Vísir/EPA Hvorki þýsk né frönsk stjórnvöld eru spennt fyrir því að bjóða Rússum aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims sem kalla sig G7. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það „heilbrigða skynsemi“ að leyfa Rússum að slást aftur í hópinn. Rússum var sparkað úr því sem þá var kallað G8-hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Trump forseti hefur undanfarið talað fyrir því að bjóða þá aftur velkomna í hópinn, meðal annars á hitafundi G7-ríkjanna sem hann hleypti í bál og brand árið 2018. „Ég efast um að það sé vit í því að búinn til nýjan bráðabirgðahóp,“ sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, um hugmyndina í dag og bætti við að í ljós þyrfti að koma hvenær rétti tíminn væri til að hleypa Rússum aftur inn. Svipuðu skilaboð koma frá skrifstofu Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni þaðan að Rússum hafi verið vísað úr samstarfinu af gildri ástæðu. „Við teljum ekki að þær aðstæður hafi breyst í dag,“ segir embættismaðurinn sem sagði þó að finna yrði farveg til þess að hafa samskipti við rússnesk stjórnvöld. Trump, sem verður gestgjafi fundar G7-ríkjanna síðar á þessu ári, sagði í dag að það lægi beinast við að bjóða Vladímír Pútín Rússlandsforseta aftur að borðinu. Þannig væri auðveldast að leysta ýmis mál. Rússland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Frestar fundi G7 aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. 31. maí 2020 11:03 Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. 24. maí 2020 18:14 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Hvorki þýsk né frönsk stjórnvöld eru spennt fyrir því að bjóða Rússum aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims sem kalla sig G7. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það „heilbrigða skynsemi“ að leyfa Rússum að slást aftur í hópinn. Rússum var sparkað úr því sem þá var kallað G8-hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Trump forseti hefur undanfarið talað fyrir því að bjóða þá aftur velkomna í hópinn, meðal annars á hitafundi G7-ríkjanna sem hann hleypti í bál og brand árið 2018. „Ég efast um að það sé vit í því að búinn til nýjan bráðabirgðahóp,“ sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, um hugmyndina í dag og bætti við að í ljós þyrfti að koma hvenær rétti tíminn væri til að hleypa Rússum aftur inn. Svipuðu skilaboð koma frá skrifstofu Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni þaðan að Rússum hafi verið vísað úr samstarfinu af gildri ástæðu. „Við teljum ekki að þær aðstæður hafi breyst í dag,“ segir embættismaðurinn sem sagði þó að finna yrði farveg til þess að hafa samskipti við rússnesk stjórnvöld. Trump, sem verður gestgjafi fundar G7-ríkjanna síðar á þessu ári, sagði í dag að það lægi beinast við að bjóða Vladímír Pútín Rússlandsforseta aftur að borðinu. Þannig væri auðveldast að leysta ýmis mál.
Rússland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Frestar fundi G7 aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. 31. maí 2020 11:03 Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. 24. maí 2020 18:14 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Frestar fundi G7 aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits. 31. maí 2020 11:03
Vonast til að leiðtogafundur G7 geti farið fram í Washington í júní Leiðtogar G7 ríkjanna munu hittast á fundi í lok júní sagði Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins í dag. 24. maí 2020 18:14