Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 11:07 Bómur hafa verið lagðar út í ána Ambarnaya til þess að stöðva olíuna sem lak út í hana frá orkuveri við borgina Norilsk á föstudag. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. Áin Ambarnaya litaðist blóðrauð af olíunni sem hefur mengað um 350 ferkílómetra lands, að sögn rússneskra fjölmiðla. Hún rennur út í vatn þaðan sem önnur á liggur út í Norður-Íshafið. AP-fréttastofan segir að bómur hafi verið lagðar yfir ána til þess að stöðva olíuna. Lekinn kom upp þegar súlur undir olíutanki við orkuverið byrjuðu að sökkva ofan í jörðina. Orkuverið stendur á sífrera sem fer bráðnandi með hlýnandi loftslagi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Orkuverið er í eigu dótturfélags Norilsk Nickel, eins stærsta framleiðanda nikkels og palladíns í heiminum. Pútín fordæmdi stjórnendur fyrirtækisins og viðbrögð þeirra við lekanum á fréttamannafundi í gær. Embættismenn hefðu ekki vitað af lekanum fyrr en tveimur dögum eftir að hann kom upp. „Af hverju komust ríkisstofnanir ekki að þessu fyrr en tveimur dögum síðar? Ætlum við að frétta af neyðarástandi í gegnum samfélagsmiðla?“ sagði Pútín reiður. Vísaði hann þar til þess að Alexander Uss, ríkisstjóri á svæðinu, sagði hafa heyrt fyrst af lekanum á samfélagsmiðlum á sunnudag. Pútín hefur skipað fyrir um rannsókn á lekanum og stjórnandi í orkuverinu hefur verið handtekinn. Forsvarsmenn Norilsk Nickel halda því fram að yfirvöld hafi verið látin vita á „tímabæran og viðeigandi“ hátt. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar líkja umhverfisslysinu við Exxon Valdez-hamfararnir í Alaska árið 1989. Þá láku um 37.000 tonn af olíu út í hafið þegar olíuflutningaskipið strandaði á skeri með gríðarlegu náttúrutjóni. Óttast er að erfitt verði að hreinsa olíuna upp vegna þess hversu mikið magn lak og landslagsins við ánna. Oleg Mitvol, fyrrverandi forstjóri rússnesku umhverfisstofnunarinnar, telur að hreinsunarstarfið gæti tekið fimm til tíu ár. Svo umfangsmikið umhverfisslys hafi aldrei áður átt sér stað á norðurskautinu. Rússland Umhverfismál Bensín og olía Norðurslóðir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. Áin Ambarnaya litaðist blóðrauð af olíunni sem hefur mengað um 350 ferkílómetra lands, að sögn rússneskra fjölmiðla. Hún rennur út í vatn þaðan sem önnur á liggur út í Norður-Íshafið. AP-fréttastofan segir að bómur hafi verið lagðar yfir ána til þess að stöðva olíuna. Lekinn kom upp þegar súlur undir olíutanki við orkuverið byrjuðu að sökkva ofan í jörðina. Orkuverið stendur á sífrera sem fer bráðnandi með hlýnandi loftslagi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Orkuverið er í eigu dótturfélags Norilsk Nickel, eins stærsta framleiðanda nikkels og palladíns í heiminum. Pútín fordæmdi stjórnendur fyrirtækisins og viðbrögð þeirra við lekanum á fréttamannafundi í gær. Embættismenn hefðu ekki vitað af lekanum fyrr en tveimur dögum eftir að hann kom upp. „Af hverju komust ríkisstofnanir ekki að þessu fyrr en tveimur dögum síðar? Ætlum við að frétta af neyðarástandi í gegnum samfélagsmiðla?“ sagði Pútín reiður. Vísaði hann þar til þess að Alexander Uss, ríkisstjóri á svæðinu, sagði hafa heyrt fyrst af lekanum á samfélagsmiðlum á sunnudag. Pútín hefur skipað fyrir um rannsókn á lekanum og stjórnandi í orkuverinu hefur verið handtekinn. Forsvarsmenn Norilsk Nickel halda því fram að yfirvöld hafi verið látin vita á „tímabæran og viðeigandi“ hátt. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar líkja umhverfisslysinu við Exxon Valdez-hamfararnir í Alaska árið 1989. Þá láku um 37.000 tonn af olíu út í hafið þegar olíuflutningaskipið strandaði á skeri með gríðarlegu náttúrutjóni. Óttast er að erfitt verði að hreinsa olíuna upp vegna þess hversu mikið magn lak og landslagsins við ánna. Oleg Mitvol, fyrrverandi forstjóri rússnesku umhverfisstofnunarinnar, telur að hreinsunarstarfið gæti tekið fimm til tíu ár. Svo umfangsmikið umhverfisslys hafi aldrei áður átt sér stað á norðurskautinu.
Rússland Umhverfismál Bensín og olía Norðurslóðir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira