Fótbolti

Sneijder: Gat orðið jafn góður og Messi og Ron­aldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wesley Sneijder átti flottan feril en segir að hann hefði getað orðið enn betri.
Wesley Sneijder átti flottan feril en segir að hann hefði getað orðið enn betri. vísir/getty

Hinn hollenski Wesley Sneijder sem lék á sínum tíma með m.a. Real Madrid og Inter, segir að hann hafi haft hæfileikana í það að verða jafn góður og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo en hafi ekki fórnað jafn miklu.

Sneijder lagði skóna á síðasta ári eftir að hafa leikið með Al-Gharafa í Katar en hann vann marga titla á ferlinum, þar á meðal Meistaradeildina með Inter. Hann segir að vín með matnum hafi heillað hann frekar.

„Ég hefði getað orðið eins og Messi og Ronaldo en ég naut lífsins og fékk mér kannski glas af víni með kvöldmatnum,“ sagði Sneijder og sagði að þeir mögnuðu Messi og Ronaldo hefðu mögulega lagt meira á sig.

„Leo og Cristiano eru öðruvísi og þeir hafa fórnað miklu. Það er í góðu lagi mín vegna því ferill minn var samt sem áður magnaður.“

Sneijder byrjaði sinn atvinnumannaferil hjá Ajex þar sem hann vann hollensku úrvalsdeildina einu sinni og fór þaðan til Real Madrid. Þaðan fór hann til Inter og varð þrefaldur meistari undir stjórn Jose Mourinho. Hann spilaði svo með Galatasaray, Nice og Al-Gharafa áður en ferlinum lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×