Skipulag og uppbygging til framfara Ó. Ingi Tómasson skrifar 8. júní 2020 08:00 Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, var stigið stórt og ábyrgt skref til framfara í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 hefur það m.a. að markmiði að draga úr óhagkvæmri þenslu byggðar en ætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 tímabilinu, auka sjálfbærni með markvissri byggðaþróun og uppbyggingu þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa. Til að ná þessum markmiðum verður þróun þéttbýlis innan vaxtarmarka, meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Aukin þátttaka almennings í notkun almenningssamgangna er ein meginforsenda þess að markmið svæðisskipulagsins nái fram að ganga. Meginkjarnar allra sveitarfélaganna verða tengdir saman með hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlínu sem verður góður valkostur fyrir íbúa um bílausan lífsstíl. Fyrsta skrefið í þá átt var undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Staða svæðisskipulagsins í Hafnarfirði Árið 2015 var svæðisskipulagið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Í janúar 2018 var fjölmennur og vel heppnaður fundur um Borgalínu haldinn í Hafnarborg. Samkvæmt samgöngusáttmálanum verður framkvæmd vegna sérrýmis Borgarlínu frá Kringlu í Hafnarfjörð á árunum 2027-2030. Framkvæmdum við Reykjanesbraut – Álftanesveg – Lækjargata verður lokið árið 2028, áætlaður kostnaður er 13 milljarðir. Ef skoðuð eru markmiðin sem áður eru nefnd þá er vissulega ágreiningur um hvar og hvernig eigi að uppfylla markmið svæðisskipulagsins um þéttingu byggðar sem er forsenda bættra almenningssamgangna, aukinna umhverfisgæða og betri lífsgæða. Samkvæmt svæðisskipulaginu og aðalskipulagi Hafnarfjarðar er byggingarland á nýju óbrotnu landi að skornum skammti hér í Hafnarfirði, telja má að hægt sé að úthluta lóðum undir um 2.500 íbúðir fram til ársins 2040, þörfin miðað við 2% fjölgun íbúa er 6.300 - 7.600 íbúðir. Standa gegn uppbyggingu Í umræðunni hefur verið vísað til lítillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hér í Hafnarfirði. Háspennulínur yfir nýbyggingarsvæðum hafa reynst okkur erfiðar, komin er bráðabirgðalausn á það mál og nýlega var úthlutað lóðum undir hundruði íbúða í Hamranesi. Þéttingarsvæði hafa verið til umræðu, skipulags- og byggingarráð hefur lagt til þéttingu á reitum sem hafa ekki mikil áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Stærsta þéttingaverkefnið er uppbygging á Hraunum vestur. Deiliskipulagstillaga er nær til svæðis við Reykjavíkurveg, Hjallahrauns og Helluhrauns var samþykkt í skipulags- og byggingarráði með atkvæðum meirihlutans gerir ráð fyrir 490 íbúðum, verslun og þjónustu auk leikskóla. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulagsins og hugmyndafræði rammaskipulags um svæðið. Það vekur athygli að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni sem kemur e.t.v. ekki á óvart þar sem sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ýmist lagst gegn skipulagstillögum sem eru í takt við svæðisskipulagið eða ekki tekið afstöðu til þeirra. Það er því umhugsunarvert hvort hugur hafi fylgt máli þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun áfram vinna að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, bættum almenningssamgöngum og úrbætum á Reykjanesbraut og þar með bættum hag Hafnfirðinga með markmið svæðisskipulagsins að leiðarljósi. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, var stigið stórt og ábyrgt skref til framfara í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 hefur það m.a. að markmiði að draga úr óhagkvæmri þenslu byggðar en ætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 tímabilinu, auka sjálfbærni með markvissri byggðaþróun og uppbyggingu þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa. Til að ná þessum markmiðum verður þróun þéttbýlis innan vaxtarmarka, meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Aukin þátttaka almennings í notkun almenningssamgangna er ein meginforsenda þess að markmið svæðisskipulagsins nái fram að ganga. Meginkjarnar allra sveitarfélaganna verða tengdir saman með hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlínu sem verður góður valkostur fyrir íbúa um bílausan lífsstíl. Fyrsta skrefið í þá átt var undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Staða svæðisskipulagsins í Hafnarfirði Árið 2015 var svæðisskipulagið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Í janúar 2018 var fjölmennur og vel heppnaður fundur um Borgalínu haldinn í Hafnarborg. Samkvæmt samgöngusáttmálanum verður framkvæmd vegna sérrýmis Borgarlínu frá Kringlu í Hafnarfjörð á árunum 2027-2030. Framkvæmdum við Reykjanesbraut – Álftanesveg – Lækjargata verður lokið árið 2028, áætlaður kostnaður er 13 milljarðir. Ef skoðuð eru markmiðin sem áður eru nefnd þá er vissulega ágreiningur um hvar og hvernig eigi að uppfylla markmið svæðisskipulagsins um þéttingu byggðar sem er forsenda bættra almenningssamgangna, aukinna umhverfisgæða og betri lífsgæða. Samkvæmt svæðisskipulaginu og aðalskipulagi Hafnarfjarðar er byggingarland á nýju óbrotnu landi að skornum skammti hér í Hafnarfirði, telja má að hægt sé að úthluta lóðum undir um 2.500 íbúðir fram til ársins 2040, þörfin miðað við 2% fjölgun íbúa er 6.300 - 7.600 íbúðir. Standa gegn uppbyggingu Í umræðunni hefur verið vísað til lítillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hér í Hafnarfirði. Háspennulínur yfir nýbyggingarsvæðum hafa reynst okkur erfiðar, komin er bráðabirgðalausn á það mál og nýlega var úthlutað lóðum undir hundruði íbúða í Hamranesi. Þéttingarsvæði hafa verið til umræðu, skipulags- og byggingarráð hefur lagt til þéttingu á reitum sem hafa ekki mikil áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Stærsta þéttingaverkefnið er uppbygging á Hraunum vestur. Deiliskipulagstillaga er nær til svæðis við Reykjavíkurveg, Hjallahrauns og Helluhrauns var samþykkt í skipulags- og byggingarráði með atkvæðum meirihlutans gerir ráð fyrir 490 íbúðum, verslun og þjónustu auk leikskóla. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulagsins og hugmyndafræði rammaskipulags um svæðið. Það vekur athygli að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni sem kemur e.t.v. ekki á óvart þar sem sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ýmist lagst gegn skipulagstillögum sem eru í takt við svæðisskipulagið eða ekki tekið afstöðu til þeirra. Það er því umhugsunarvert hvort hugur hafi fylgt máli þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun áfram vinna að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, bættum almenningssamgöngum og úrbætum á Reykjanesbraut og þar með bættum hag Hafnfirðinga með markmið svæðisskipulagsins að leiðarljósi. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar