Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2020 21:28 Dettifoss, nýjasta og stærsta skip Eimskipafélagsins. Mynd/TLS shipping & trading. Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína en þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands í fyrsta sinn um miðjan júlí. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskipafélagið fékk Dettifoss afhentan frá skipasmíðastöðinni í Kína í lok aprílmánaðar og fær síðan systurskipið Brúarfoss í haust. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er þegar komið með samskonar skip í notkun en formlegt samstarf skipafélaganna hefst í þessari viku, sem markar þáttaskil í samskiptum Íslendinga og Grænlendinga. Skipin eru öll sérstaklega styrkt til siglinga á hafíssvæðum í kringum Grænland. Sjá nánar um sterkari vinabönd Grænlendinga og Íslendinga með siglingasamstarfi: Sextán manna íslensk áhöfn siglir Dettifossi heim frá Kína undir stjórn skipstjórans Braga Björgvinssonar. Vegna kórónufaraldursins reyndist flókið að fylgja skipinu úr höfn og þurfti hópurinn að dvelja í fjórtán daga sóttkví í Kína við erfiðar aðstæður. Bragi Björgvinsson skipstjóri í brú Dettifoss. Sextán manna áhöfn Íslendinga siglir skipinu heim.Mynd/Eimskip. Heimsiglingin til Íslands hófst frá borginni Guangzhou þann 7. maí en Dettifoss byrjaði á því að sækja vörur til borgarinnar Taicang, kom síðan við í Singapore og Sri Lanka. Í dag kom Dettifoss svo að Suesskurðinum og er búist að hann sigli þar í gegn í nótt eða á morgun inn í Miðjarðarhaf. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur og er áætlað að skipið leggi upp frá Árósum þann 10. júlí og komi loks til Reykjavíkur þann 14. júlí. Dettifoss kom að Súesskurðinum í dag. Skipið hóf heimsiglinguna frá Kína þann 7. maí og er áætlað að það komi til Reykjavíkur 68 dögum síðar, þann 14. júlí.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip í sögu Eimskips og stærstu gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Sjá nánar um samstarf Eimskips og Royal Arctic Line: Sjá nánar um ákvörðun um smíði skipanna: Skipaflutningar Samgöngur Grænland Verslun Norðurslóðir Kína Súesskurðurinn Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína en þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands í fyrsta sinn um miðjan júlí. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskipafélagið fékk Dettifoss afhentan frá skipasmíðastöðinni í Kína í lok aprílmánaðar og fær síðan systurskipið Brúarfoss í haust. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er þegar komið með samskonar skip í notkun en formlegt samstarf skipafélaganna hefst í þessari viku, sem markar þáttaskil í samskiptum Íslendinga og Grænlendinga. Skipin eru öll sérstaklega styrkt til siglinga á hafíssvæðum í kringum Grænland. Sjá nánar um sterkari vinabönd Grænlendinga og Íslendinga með siglingasamstarfi: Sextán manna íslensk áhöfn siglir Dettifossi heim frá Kína undir stjórn skipstjórans Braga Björgvinssonar. Vegna kórónufaraldursins reyndist flókið að fylgja skipinu úr höfn og þurfti hópurinn að dvelja í fjórtán daga sóttkví í Kína við erfiðar aðstæður. Bragi Björgvinsson skipstjóri í brú Dettifoss. Sextán manna áhöfn Íslendinga siglir skipinu heim.Mynd/Eimskip. Heimsiglingin til Íslands hófst frá borginni Guangzhou þann 7. maí en Dettifoss byrjaði á því að sækja vörur til borgarinnar Taicang, kom síðan við í Singapore og Sri Lanka. Í dag kom Dettifoss svo að Suesskurðinum og er búist að hann sigli þar í gegn í nótt eða á morgun inn í Miðjarðarhaf. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur og er áætlað að skipið leggi upp frá Árósum þann 10. júlí og komi loks til Reykjavíkur þann 14. júlí. Dettifoss kom að Súesskurðinum í dag. Skipið hóf heimsiglinguna frá Kína þann 7. maí og er áætlað að það komi til Reykjavíkur 68 dögum síðar, þann 14. júlí.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip í sögu Eimskips og stærstu gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Sjá nánar um samstarf Eimskips og Royal Arctic Line: Sjá nánar um ákvörðun um smíði skipanna:
Skipaflutningar Samgöngur Grænland Verslun Norðurslóðir Kína Súesskurðurinn Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira