Gjaldfrjáls leikskóli í 6 tíma á dag Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:00 Við miklar efnahagslegar sviptingar og breytingar á þjóðfélaginu er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórnum um allt land hafi að leiðarljósi fyrir hverja þeir starfa og hver tilgangur þeirra er. Í sveitarstjórnarlögum segir: Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum. Almannahagsmunir eru meira en bara styrk hagstjórn og samgöngumál. Nauðsynlegt er að fulltrúar almennings geri sitt ítrasta til að tryggja hagsmuni þeirra sem verst eru staddir. Með það að leiðarljósi hafa Píratar í Kópavogi lagt fram tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar en innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana. Í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. Stóra breytingin verður hjá þeim sem nýlega hafa lækkað í starfshlutfalli eða misst vinnuna, stefna á töku fæðingarorlofs eða hafa af öðrum sökum misst tekjur og sjá ekki fram á að láta enda ná saman. Þessum hópi myndi standa til boða að minnka dvalartíma barna sinna á leikskóla í stað þess að láta þau hætta. Þannig fá foreldrar næði til að sækja um vinnu eða stunda nám, og börnin styrkjast í þeim félagslegum aðstæðum sem leikskólarnir okkar bjóða upp á. Svo eru dæmi um að tekjulágir foreldrar taki börnin sín úr leikskóla vegna fjárhagsvanda. Þessi tillaga valdeflir þá foreldra og tryggir menntun barna þeirra. Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir félagsþroska barna og undirbúning fyrir grunnskóla, ekki síst fyrir börn af erlendum uppruna. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Bæjarráð Kópavogs samþykkti að vísa tillögu okkar Pírata til menntasviðs, þar sem hún er nú í umsagnarferli. Ef tillagan nær fram að ganga má búast við því að þessi styrking á öryggisneti barnanna okkar geti komið til framkvæmda á næsta starfsári leikskólanna. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. En aðeins ef markmiðið um að gæta að almennum hagsmunum allra íbúa er í hávegum haft. Höfundur er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Við miklar efnahagslegar sviptingar og breytingar á þjóðfélaginu er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórnum um allt land hafi að leiðarljósi fyrir hverja þeir starfa og hver tilgangur þeirra er. Í sveitarstjórnarlögum segir: Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum. Almannahagsmunir eru meira en bara styrk hagstjórn og samgöngumál. Nauðsynlegt er að fulltrúar almennings geri sitt ítrasta til að tryggja hagsmuni þeirra sem verst eru staddir. Með það að leiðarljósi hafa Píratar í Kópavogi lagt fram tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar en innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana. Í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. Stóra breytingin verður hjá þeim sem nýlega hafa lækkað í starfshlutfalli eða misst vinnuna, stefna á töku fæðingarorlofs eða hafa af öðrum sökum misst tekjur og sjá ekki fram á að láta enda ná saman. Þessum hópi myndi standa til boða að minnka dvalartíma barna sinna á leikskóla í stað þess að láta þau hætta. Þannig fá foreldrar næði til að sækja um vinnu eða stunda nám, og börnin styrkjast í þeim félagslegum aðstæðum sem leikskólarnir okkar bjóða upp á. Svo eru dæmi um að tekjulágir foreldrar taki börnin sín úr leikskóla vegna fjárhagsvanda. Þessi tillaga valdeflir þá foreldra og tryggir menntun barna þeirra. Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir félagsþroska barna og undirbúning fyrir grunnskóla, ekki síst fyrir börn af erlendum uppruna. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Bæjarráð Kópavogs samþykkti að vísa tillögu okkar Pírata til menntasviðs, þar sem hún er nú í umsagnarferli. Ef tillagan nær fram að ganga má búast við því að þessi styrking á öryggisneti barnanna okkar geti komið til framkvæmda á næsta starfsári leikskólanna. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. En aðeins ef markmiðið um að gæta að almennum hagsmunum allra íbúa er í hávegum haft. Höfundur er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun