Fjarlægja „Don‘t mention the war“-þátt Hótels Tindastóls Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 07:53 Basil Fawlty í túlkun John Cleese í umræddum þætti. Skjáskot Streymisveita í eigu breska ríkissjónvarpsins BBC hefur fjarlægt einn þátt úr þáttaröðinni Hótel Tindastól (e. Fawlty Towers) – þátt þar sem hóteleigandinn Basil Fawlty, í túlkun leikarans John Cleese, fer ítrekað með setninguna „Ekki minnast á stríðið” eða „Don’t mention the war“. Framleiðslufyrirtæki og streymisveitur hafa síðustu daga fjarlægt einstaka þætti og þáttaraðir af veitum sínum í kjölfar mótmæla í tengslum við dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Þannig hafa BBC og Netflix fjarlægt gamanþættina Little Britain sökum gagnrýni í garð atriða þar sem leikarinn David Walliams er málaður svartur í framan. Talsmaður BBC segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja Little Britain þar sem „tímarnir hafi breyst“. Einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar Fawlty Towers var fyrst sýndur á áttunda áratug síðustu aldar og er einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar. Alls voru þáttaraðirnar tvær og þættirnir í heildina tólf. Segir þar frá hóteleigandanum misheppnaða Basil Fawlty, eiginkonu hans Sybil, spænska þjóninum Manuel og þjónustustúlkunni Polly og samskiptum þeirra við gesti hótelsins. Guardian segir nú frá því að búið sé að fjarlægja einn þátta Fawlty Towers, en í þættinum gistir þýsk fjölskylda á hótelinu. Eigandi hótelsins, Basil Fawlty, sem hefur þá fengið höfuðhögg, leggur þar mikla áherslu á að starfsfólk hótelsins skuli alls ekki minnast á „stríðið“ við gestina. Sömuleiðis er mikið um setningar sem einkennast seint af pólitískri rétthyggju. Fara reglulega yfir þættina Í umræddum þætti, sem var fyrst frumsýndur árið 1975, er einnig að finna aðriði þar sem Basil Fawlty virðist í áfalli þegar hann vaknar á sjúkrahúsi eftir höfuðhöggið og sér að yfir honum stendur svartur læknir. Guardian segir frá því að talsmaður streymisveitunnar UKTV hafi ítrekað neitað að segja til um ástæður þess að þátturinn hafi verið fjarlægður eða þá hvort að ákvörðunin sé varanleg. „Við tjáum okkur ekki um einstaka titla. En við förum reglulega í gegnum þættina okkur, klippum, bætum við viðvörunum, breytum sýningartíma – sem er nauðsynlegt til að tryggja að rásir okkar mæti væntingum áhorfenda.“ Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Streymisveita í eigu breska ríkissjónvarpsins BBC hefur fjarlægt einn þátt úr þáttaröðinni Hótel Tindastól (e. Fawlty Towers) – þátt þar sem hóteleigandinn Basil Fawlty, í túlkun leikarans John Cleese, fer ítrekað með setninguna „Ekki minnast á stríðið” eða „Don’t mention the war“. Framleiðslufyrirtæki og streymisveitur hafa síðustu daga fjarlægt einstaka þætti og þáttaraðir af veitum sínum í kjölfar mótmæla í tengslum við dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Þannig hafa BBC og Netflix fjarlægt gamanþættina Little Britain sökum gagnrýni í garð atriða þar sem leikarinn David Walliams er málaður svartur í framan. Talsmaður BBC segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja Little Britain þar sem „tímarnir hafi breyst“. Einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar Fawlty Towers var fyrst sýndur á áttunda áratug síðustu aldar og er einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar. Alls voru þáttaraðirnar tvær og þættirnir í heildina tólf. Segir þar frá hóteleigandanum misheppnaða Basil Fawlty, eiginkonu hans Sybil, spænska þjóninum Manuel og þjónustustúlkunni Polly og samskiptum þeirra við gesti hótelsins. Guardian segir nú frá því að búið sé að fjarlægja einn þátta Fawlty Towers, en í þættinum gistir þýsk fjölskylda á hótelinu. Eigandi hótelsins, Basil Fawlty, sem hefur þá fengið höfuðhögg, leggur þar mikla áherslu á að starfsfólk hótelsins skuli alls ekki minnast á „stríðið“ við gestina. Sömuleiðis er mikið um setningar sem einkennast seint af pólitískri rétthyggju. Fara reglulega yfir þættina Í umræddum þætti, sem var fyrst frumsýndur árið 1975, er einnig að finna aðriði þar sem Basil Fawlty virðist í áfalli þegar hann vaknar á sjúkrahúsi eftir höfuðhöggið og sér að yfir honum stendur svartur læknir. Guardian segir frá því að talsmaður streymisveitunnar UKTV hafi ítrekað neitað að segja til um ástæður þess að þátturinn hafi verið fjarlægður eða þá hvort að ákvörðunin sé varanleg. „Við tjáum okkur ekki um einstaka titla. En við förum reglulega í gegnum þættina okkur, klippum, bætum við viðvörunum, breytum sýningartíma – sem er nauðsynlegt til að tryggja að rásir okkar mæti væntingum áhorfenda.“
Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira