Viðskipti innlent

Ása tekur við af Elíasi hjá Stoð

Atli Ísleifsson skrifar
Ása Jóhannesdóttir.
Ása Jóhannesdóttir. Stoðir

Ása Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá Stoð. Hún tekur við stöðunni af Elíasi Gunnarssyni sem leitt hefur félagið frá árinu 2005.

Í tilkynningu kemur fram að Ása hafi starfað sem deildarstjóri hjúkrunar- og lækningavörudeildar MEDOR síðastliðin sex ár. Áður var hún viðskiptastjóri hjá MEDOR og vörustjóri hjá svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu.

„Ása er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands.

Ása er gift Sigurði G. Kristinssyni jarðfræðingi og eiga þau fjögur börn. Ása mun hefja störf hjá Stoð 15. júní,“ segir í tilkynningunni.

Stoð er framleiðslu- og þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði og framleiðir og selur stoðtæki, gervilimi, spelkur, bæklunarskó, innlegg og aðrar stuðningsvörur. Hjá Stoð starfa um 35 manns í Hafnarfirði og á Bíldshöfða, en fyrirtækið er í eigu Veritas samstæðunnar sem festi kaup á fyrirtækinu í árslok 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×