Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 15:45 Stofnendur Teatime. Frá vinstri: Ýmir Örn Finnbogason, Þorsteinn B. Friðriksson, Jóhann Þorvaldur Bergþórsson og Gunnar Hólmsteinsson. Teatime Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits fyrir snjalltæki. Í samtali við Vísi segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, að fyrirtækið hafi síðastliðin þrjú árið unnið að þróun tækni sem geri fólki kleift að spila leiki saman og eiga í persónulegri samskiptum hvort við annað en áður hefur sést. Þorsteinn er einn fjögurra stofnenda Teatime, fyrirtækisins sem stendur að baki leiknum.Teatime „Við höfum fengið til liðs við okkur ótrúlega mikið af góðu fólki og frábæra fjárfesta og höfum verið að þróa þetta. Við ákváðum að gera spurningaleik. Við höfum náttúrulega mjög mikla reynslu af því, QuizUp gekk til dæmis ótrúlega vel.“ Þorsteinn segir að eftir að Plain Vanilla seldi QuizUp hafi hann, samkvæmt samningi, ekki mátt gera spurningaleiki í nokkur ár. Sá tími sé nú liðinn og því hafi þeim hjá Teatime þótt prýðileg hugmynd að ráðast í gerð slíks leiks. Lengi dreymt um persónulegri leik Í leiknum, sem eins og áður sagði ber heitið Trivia Royale, búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er einskonar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. „Það er búið að vera draumur minn lengi að gera leikina persónulegri svo maður virkilega finni að maður sé að spila við alvöru manneskju,“ segir Þorsteinn. Hann segir að teymið að baki leiknum hafi tekið mikla reynslu úr þróun QuizUp-leiksins með sér inn í verkefnið. „Við bætum inn í það þessar nýju tækni okkar til þess að gera leikina svona ,manneskju við manneskju.‘ Svo bætum við líka við hlut sem er mjög vinsæll núna, sem er svokallað Royale mót,“ segir Þorsteinn. Skjáskot úr leiknum.Teatime Þetta fyrirkomulag sem Þorsteinn nefnir gengur í grófum dráttum út á það að ákveðnum fjölda leikmanna er spyrnt saman, þar sem einstaklingar eða fámenn lið keppa á móti öllum öðrum leikmönnum, uns aðeins einn leikmaður eða lið stendur uppi sem sigurvegari. „Það er það sem Trivia Royale gengur út á. Þú ferð inn í leikinn og býrð til þinn karakter, ferð svo inn í Trivia Royale og þá ertu settur í hóp með þúsund öðrum spilurum út um allan heim. Þetta er svona eins og útsláttarkeppni, einn á móti einum. Ef þú vinnur fyrsta leikinn eru 500 eftir, og ef þú nærð að vinna alla og nærð að vera ,the last one standing,‘ eins og við köllum það, þá ertu Royale.“ Viðtökurnar með besta móti Þorsteinn segir að þrátt fyrir að leikurinn hafi komið út fyrir nokkrum dögum sé hann strax farinn að ná nokkru flugi og að viðtökurnar séu almennt góðar. Leikurinn er í fyrsta sæti yfir spurningaleiki á App-store, smáforritatorgi Apple, í Bretlandi, og 10. sæti yfir alla leiki þar í landi. Sömuleiðis er leikurinn í 17. sæti yfir smáforritaleiki í App-store í Bandaríkjunum. Þá hefur verið fjallað um Trivia Royale á erlendum fjölmiðlum. Til að mynda hafa vefsíður á borð við TechCrunch, VentureBeat og Yahoo fjallað um útgáfu leiksins. Smáforritið er til fyrir Apple-snjalltæki sem og Android, en Þorsteinn segir þó að meiri áhersla hafi hingað til verið lögð á þróun forritsins fyrir Apple-vörur. Um hundrað þúsund manns hafa nú sótt leikinn, að sögn Þorsteins. Eins og áður sagði er Þorsteinn einn stofnenda Teatime. Aðrir stofnendur fyrirtækisins eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Ýmir Örn Finnbogason Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Í heildina starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu. Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Sjá meira
Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits fyrir snjalltæki. Í samtali við Vísi segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, að fyrirtækið hafi síðastliðin þrjú árið unnið að þróun tækni sem geri fólki kleift að spila leiki saman og eiga í persónulegri samskiptum hvort við annað en áður hefur sést. Þorsteinn er einn fjögurra stofnenda Teatime, fyrirtækisins sem stendur að baki leiknum.Teatime „Við höfum fengið til liðs við okkur ótrúlega mikið af góðu fólki og frábæra fjárfesta og höfum verið að þróa þetta. Við ákváðum að gera spurningaleik. Við höfum náttúrulega mjög mikla reynslu af því, QuizUp gekk til dæmis ótrúlega vel.“ Þorsteinn segir að eftir að Plain Vanilla seldi QuizUp hafi hann, samkvæmt samningi, ekki mátt gera spurningaleiki í nokkur ár. Sá tími sé nú liðinn og því hafi þeim hjá Teatime þótt prýðileg hugmynd að ráðast í gerð slíks leiks. Lengi dreymt um persónulegri leik Í leiknum, sem eins og áður sagði ber heitið Trivia Royale, búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er einskonar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. „Það er búið að vera draumur minn lengi að gera leikina persónulegri svo maður virkilega finni að maður sé að spila við alvöru manneskju,“ segir Þorsteinn. Hann segir að teymið að baki leiknum hafi tekið mikla reynslu úr þróun QuizUp-leiksins með sér inn í verkefnið. „Við bætum inn í það þessar nýju tækni okkar til þess að gera leikina svona ,manneskju við manneskju.‘ Svo bætum við líka við hlut sem er mjög vinsæll núna, sem er svokallað Royale mót,“ segir Þorsteinn. Skjáskot úr leiknum.Teatime Þetta fyrirkomulag sem Þorsteinn nefnir gengur í grófum dráttum út á það að ákveðnum fjölda leikmanna er spyrnt saman, þar sem einstaklingar eða fámenn lið keppa á móti öllum öðrum leikmönnum, uns aðeins einn leikmaður eða lið stendur uppi sem sigurvegari. „Það er það sem Trivia Royale gengur út á. Þú ferð inn í leikinn og býrð til þinn karakter, ferð svo inn í Trivia Royale og þá ertu settur í hóp með þúsund öðrum spilurum út um allan heim. Þetta er svona eins og útsláttarkeppni, einn á móti einum. Ef þú vinnur fyrsta leikinn eru 500 eftir, og ef þú nærð að vinna alla og nærð að vera ,the last one standing,‘ eins og við köllum það, þá ertu Royale.“ Viðtökurnar með besta móti Þorsteinn segir að þrátt fyrir að leikurinn hafi komið út fyrir nokkrum dögum sé hann strax farinn að ná nokkru flugi og að viðtökurnar séu almennt góðar. Leikurinn er í fyrsta sæti yfir spurningaleiki á App-store, smáforritatorgi Apple, í Bretlandi, og 10. sæti yfir alla leiki þar í landi. Sömuleiðis er leikurinn í 17. sæti yfir smáforritaleiki í App-store í Bandaríkjunum. Þá hefur verið fjallað um Trivia Royale á erlendum fjölmiðlum. Til að mynda hafa vefsíður á borð við TechCrunch, VentureBeat og Yahoo fjallað um útgáfu leiksins. Smáforritið er til fyrir Apple-snjalltæki sem og Android, en Þorsteinn segir þó að meiri áhersla hafi hingað til verið lögð á þróun forritsins fyrir Apple-vörur. Um hundrað þúsund manns hafa nú sótt leikinn, að sögn Þorsteins. Eins og áður sagði er Þorsteinn einn stofnenda Teatime. Aðrir stofnendur fyrirtækisins eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Ýmir Örn Finnbogason Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Í heildina starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu.
Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Sjá meira