Hildur bullar í Vikulokunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. júní 2020 14:00 Ég hef verið að planta trjám og sinna skyldum mínum sem skógarbóndi í Reykjadal. Í sveitinni er kona ekki að fylgjast með öllum umræðuþáttum í beinni. Það var því ekki fyrr en í gærkvöldi sem ég hlustaði á Vikulokin, þar sem ég held að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sett einhvers konar met í dylgjum og ósannindum. Borgin er vel rekin, með traustan og góðan fjárhag. Þetta birtist enn á ný í síðasta ársreikningi borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ræða, því hann taldi pólitíska umræðu um endurskoðunarstaðla mikilvægari. Sjálfsmynd flokksins byggir á því að enginn kunni að fara með opinber fjármál nema hann einn. Fjármál verða því að einhverri þráhyggju sem verður sérstaklega vandræðaleg þegar að aðrir flokkar sýna að þeim er treystandi fyrir fjármálum. Þessa þráhyggju endurómaði Hildur, því línuna hefur hún jú lært í Valhöll, en nær ekki að hafa rétt eftir í einni einustu setningu. Hildur hélt því fram að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt. Bréfið sem hún vísar í var frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og undirritað af Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Af hverju er einungis rætt um Reykjavíkurborg hér, eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki með völd? Það var ótrúlegt að hlusta á borgarfulltrúann setja borgina þarna fremsta í umræðu sem er á borði nánast allra sveitarfélaga landsins. Er Hildur virkilega að saka flokksfélaga sína sem stýra Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ um fjármálaóreiðu? Þetta er þekkt taktík, að ræða einungis Reykjavík, til að þurfa ekki að ávarpa ábyrgð Sjálfstæðisflokksins hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti sjá í umræðu um Sorpu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á nær alla fulltrúa á eigendavettvangi og hefur fulltrúa í stjórn. Þetta má líka sjá í umræðu um borgarlínu, sameiginlegu verkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum með samkomulagi undirrituðu af formanni flokksins. Eins og fram kom í þættinum, þá styður Hildur borgarlínu. Bara ekki nóg til að grafa ekki undan henni til að reyna að skora ódýr pólitísk mörk. Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hildur hefur leitt frjálslynda arm síns flokks í borginni. Því miður hefur sá armur orðið undir í borgarstjórnarflokknum og íhaldsamari raddir, sem telja framtíðarsýn borgarinnar sé að líta aftur til 20. aldar, hafa orðið ofan á. Þennan ágreining er ekki einu sinni reynt að fela, þegar samflokksfólk hennar kýs og bókar gegn Hildi í nefndum borgarinnar. Það væri miður ef Hildur er að gefast upp á sinni frjálslyndu sýn á framþróun borgarinnar til að falla betur í kramið hjá íhaldssamari öflum í eigin flokki. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið að planta trjám og sinna skyldum mínum sem skógarbóndi í Reykjadal. Í sveitinni er kona ekki að fylgjast með öllum umræðuþáttum í beinni. Það var því ekki fyrr en í gærkvöldi sem ég hlustaði á Vikulokin, þar sem ég held að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sett einhvers konar met í dylgjum og ósannindum. Borgin er vel rekin, með traustan og góðan fjárhag. Þetta birtist enn á ný í síðasta ársreikningi borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ræða, því hann taldi pólitíska umræðu um endurskoðunarstaðla mikilvægari. Sjálfsmynd flokksins byggir á því að enginn kunni að fara með opinber fjármál nema hann einn. Fjármál verða því að einhverri þráhyggju sem verður sérstaklega vandræðaleg þegar að aðrir flokkar sýna að þeim er treystandi fyrir fjármálum. Þessa þráhyggju endurómaði Hildur, því línuna hefur hún jú lært í Valhöll, en nær ekki að hafa rétt eftir í einni einustu setningu. Hildur hélt því fram að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt. Bréfið sem hún vísar í var frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og undirritað af Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Af hverju er einungis rætt um Reykjavíkurborg hér, eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki með völd? Það var ótrúlegt að hlusta á borgarfulltrúann setja borgina þarna fremsta í umræðu sem er á borði nánast allra sveitarfélaga landsins. Er Hildur virkilega að saka flokksfélaga sína sem stýra Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ um fjármálaóreiðu? Þetta er þekkt taktík, að ræða einungis Reykjavík, til að þurfa ekki að ávarpa ábyrgð Sjálfstæðisflokksins hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti sjá í umræðu um Sorpu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á nær alla fulltrúa á eigendavettvangi og hefur fulltrúa í stjórn. Þetta má líka sjá í umræðu um borgarlínu, sameiginlegu verkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum með samkomulagi undirrituðu af formanni flokksins. Eins og fram kom í þættinum, þá styður Hildur borgarlínu. Bara ekki nóg til að grafa ekki undan henni til að reyna að skora ódýr pólitísk mörk. Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hildur hefur leitt frjálslynda arm síns flokks í borginni. Því miður hefur sá armur orðið undir í borgarstjórnarflokknum og íhaldsamari raddir, sem telja framtíðarsýn borgarinnar sé að líta aftur til 20. aldar, hafa orðið ofan á. Þennan ágreining er ekki einu sinni reynt að fela, þegar samflokksfólk hennar kýs og bókar gegn Hildi í nefndum borgarinnar. Það væri miður ef Hildur er að gefast upp á sinni frjálslyndu sýn á framþróun borgarinnar til að falla betur í kramið hjá íhaldssamari öflum í eigin flokki. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun