Hildur segir Þórdísi Lóu úti á túni í sínum málflutningi Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2020 16:22 Hildur og Þórdís Lóa. Víst er að grunnt er á því góða milli meiri- og minnihlutans í borginni. visir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, hellti sér yfir Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í grein sem birtist á Vísi. Þórdís Lóa var ekki ánægð með framgöngu Hildar í útvarpsþættinum Vikulokin sem er á dagskrá Rásar 1, nú um helgina og kallar málflutning hennar þar „einhvers konar met í dylgjum og ósannindum.“ Hildur hefur nú svarað Þórdísi Lóu og telur henni hollast að spara sér vandlætinguna. Púðurskot á ábyrgðarleysi Þórdís Lóa segir Ríkjavíkurborg vel rekna, með traustan og góðan ársreikning sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki ræða. Þá sakar hún Hildi um ósannindi; „að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt.“ Þá sakar Þórdís Lóa Hildi jafnframt um tvískinnung. Hún styðji borgarlínu en þó ekki nóg til að skora ódýr pólitísk mörk. „Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.“ Hildur gefur minna en ekkert fyrir þennan málflutning formanns borgarráðs þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hennar. „Það var sérstakur heiður þegar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nafngreindi mig í fyrirsögn á vandlætingarpistli dagsins. Þar skýtur hún púðurskotum á undirritaða en afhjúpar jafnframt grímulaust, ábyrgðarleysi sitt gagnvart fjármálum Reykjavíkurborgar,“ segir Hildur. Hefði betur haldið sig við garðvinnuna Að sögn Hildar segir Þórdís Lóa rekstur borgarinnar sérlega blómlegan og kannast ekkert við þá neyðaraðstoð sem Reykjavíkurborg hefur óskað frá ríkinu – neyðaraðstoð sem fjallað var um í sérstakri umsögn borgarinnar til alþingis nýverið. „Umsögnin var á dagskrá borgarráðs á vordögum, hvar Þórdís Lóa gegnir formennsku, en kynnir sér greinilega ekki eigin fundargögn. Hún hefði betur haldið uppteknum hætti við garðvinnu – sem hún tók snemmbúið sumarleyfi fyrir - enda úti á túni í sinni umfjöllun.“ Hildur bendir á slóð þar sem finna má umrædda umsögn Reykjavíkurborgar við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19. Með umsögninni fylgja niðurstöður starfshóps, sem skipaður var af borgarstjóra, hvar sátu margir helstu stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í niðurstöðum starfshópsins segir meðal annars: Hildur á fundi borgarstjórnar ásamt Eyþóri Arnalds.visir/vilhelm „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði. Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára framundan standa undir afborgunum.” Óskir um óendurkræfan fjárstuðning frá ríkinu Hildur segir að það hafi verið á þessum grundvelli sem borgin ítrekaði óskir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um 50 milljarða óendurkræfan fjárhagsstuðning frá ríkinu - og annað eins að láni frá Seðlabanka Íslands á hagkvæmustu kjörum með 5-7 afborgunarlausum árum. „Öðrum kosti gæti höfuðborgin ekki staðið undir þjónustuskyldum sínum við íbúana og heimilin - rekstur borgarsjóðs yrði algjörlega ósjálfbær til margra ára. Undir umsögnina ritar sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Engin önnur sveitarfélög eiga þar hlut að máli. Miðað við íbúatölu yrði hlutdeild Reykjavíkurborgar í neyðaraðstoðinni um 60 milljarðar króna. Er Þórdís Lóa ómeðvituð um neyðarkallið?“ Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Efnahagsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, hellti sér yfir Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í grein sem birtist á Vísi. Þórdís Lóa var ekki ánægð með framgöngu Hildar í útvarpsþættinum Vikulokin sem er á dagskrá Rásar 1, nú um helgina og kallar málflutning hennar þar „einhvers konar met í dylgjum og ósannindum.“ Hildur hefur nú svarað Þórdísi Lóu og telur henni hollast að spara sér vandlætinguna. Púðurskot á ábyrgðarleysi Þórdís Lóa segir Ríkjavíkurborg vel rekna, með traustan og góðan ársreikning sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki ræða. Þá sakar hún Hildi um ósannindi; „að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt.“ Þá sakar Þórdís Lóa Hildi jafnframt um tvískinnung. Hún styðji borgarlínu en þó ekki nóg til að skora ódýr pólitísk mörk. „Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.“ Hildur gefur minna en ekkert fyrir þennan málflutning formanns borgarráðs þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hennar. „Það var sérstakur heiður þegar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nafngreindi mig í fyrirsögn á vandlætingarpistli dagsins. Þar skýtur hún púðurskotum á undirritaða en afhjúpar jafnframt grímulaust, ábyrgðarleysi sitt gagnvart fjármálum Reykjavíkurborgar,“ segir Hildur. Hefði betur haldið sig við garðvinnuna Að sögn Hildar segir Þórdís Lóa rekstur borgarinnar sérlega blómlegan og kannast ekkert við þá neyðaraðstoð sem Reykjavíkurborg hefur óskað frá ríkinu – neyðaraðstoð sem fjallað var um í sérstakri umsögn borgarinnar til alþingis nýverið. „Umsögnin var á dagskrá borgarráðs á vordögum, hvar Þórdís Lóa gegnir formennsku, en kynnir sér greinilega ekki eigin fundargögn. Hún hefði betur haldið uppteknum hætti við garðvinnu – sem hún tók snemmbúið sumarleyfi fyrir - enda úti á túni í sinni umfjöllun.“ Hildur bendir á slóð þar sem finna má umrædda umsögn Reykjavíkurborgar við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19. Með umsögninni fylgja niðurstöður starfshóps, sem skipaður var af borgarstjóra, hvar sátu margir helstu stjórnendur Reykjavíkurborgar. Í niðurstöðum starfshópsins segir meðal annars: Hildur á fundi borgarstjórnar ásamt Eyþóri Arnalds.visir/vilhelm „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði. Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára framundan standa undir afborgunum.” Óskir um óendurkræfan fjárstuðning frá ríkinu Hildur segir að það hafi verið á þessum grundvelli sem borgin ítrekaði óskir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um 50 milljarða óendurkræfan fjárhagsstuðning frá ríkinu - og annað eins að láni frá Seðlabanka Íslands á hagkvæmustu kjörum með 5-7 afborgunarlausum árum. „Öðrum kosti gæti höfuðborgin ekki staðið undir þjónustuskyldum sínum við íbúana og heimilin - rekstur borgarsjóðs yrði algjörlega ósjálfbær til margra ára. Undir umsögnina ritar sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Engin önnur sveitarfélög eiga þar hlut að máli. Miðað við íbúatölu yrði hlutdeild Reykjavíkurborgar í neyðaraðstoðinni um 60 milljarðar króna. Er Þórdís Lóa ómeðvituð um neyðarkallið?“
Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Efnahagsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira