„Ánægjulegt og mikilvægt“ að ná samningi Sylvía Hall skrifar 25. júní 2020 10:22 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir nýundirritaðan kjarasamning við Flugfreyjufélag Íslands vera mikilvægan hlekk í að tryggja framtíð félagsins og endurskipuleggja fjárhag þess. Samningurinn var undirritaður í nótt eftir sextán klukkustunda fund og verður kynntur félagsmönnum á föstudag. „Það var mjög ánægjulegt og mikilvægt að ganga frá þessum samningum við Flugfreyjufélag Íslands. Þessi áfangi er mikilvægur hlekkur í þessari vinnu sem við erum í,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu. Hann segir samninginn fela í sér talsverðar breytingar á eldri samningum en þó verði áfram staðið vörð um ráðstöfunarkjör starfsfólks og vinnuumhverfi þeirra. Ein af áherslum Flugfreyjufélagsins var aukið starfsöryggi sem á að vera tryggt í nýjum samningi. „Vinnuframlagið eykst og sveigjanleiki fyrirtækisins til viðskiptaþróunar um leiðakerfi eykst jafnframt. Á sama tíma er verið að standa vörð um ráðstöfunarkjör starfsfólks og tryggja að þetta verði áfram framúrskarandi vinnustaður fyrir flugfreyjur og flugþjóna,“ segir Bogi. „Fjöldi vinnustunda mun eitthvað aukast og sveigjanleikinn fyrir fyrirtækið jafnframt.“ Þurftu að fresta ferlinu vegna kjaraviðræðna Hlutafjárútboð Icelandair hefst á mánudag og var eitt af áhersluatriðum félagsins að ná samningum við Flugfreyjufélag Íslands fyrir þann tíma. Aðspurður segir Bogi ferlið ganga vel en það sé þó verk að vinna fyrir mánudag. „Við stilltum þessu upp í fjóra verkþætti. Samningar við flugstéttirnar þrjár var mjög mikilvægur þáttur í þessu og nú er hann frá. Svo er annar þáttur sem er ekki frágenginn en hann þokast áfram og það eru samningaviðræður við okkar helstu lánardrottna. Það er mjög mikilvægt að klára þær og vera með mjög skýrar línur þar á mánudaginn. Við vinnum að því núna á fullu.“ Hann segir viðræðurnar við lánardrottna ganga ágætlega. Þó sé um stórt og flókið verkefni að ræða; sumt gangi vel en annað mætti ganga betur. „Við þurftum að fresta ferlinu um tvær vikur, meðal annars vegna þess að við vorum ekki búin að semja við flugfreyjur og ekki við ákveðna lánadrottna. Nú er búið að semja við flugfreyjur en við erum enn í viðræðum við ákveðna lánardrottna og það er verkefni sem við verðum að klára. Eitthvað hefði mátt ganga hraðar.“ Bogi er bjartsýnn á að línurnar skýrist fyrir hlutafjárútboð á mánudag.Vísir/Vilhelm Ekki komin niðurstaða í Boeing-viðræður Icelandair á nú í viðræðum við Boeing vegna afhendingu véla og segir Bogi það enn vera í vinnslu. Hugsanlega muni félagið fara fram á frekari bætur vegna þess tjóns sem það hefur orðið fyrir. „Við erum búin að taka við sex vélum og erum með tíu pantanir. Á síðasta ári sömdum við um bætur í tveimur bráðabirgðasamkomulögum. Við erum að vinna slík mál áfram og ræða þau við Boeing.“ Bogi segir viðræðurnar ganga ágætlega en enn sé ekki komin niðurstaða. Hann sé þó bjartsýnn á að línurnar verði skýrari fyrir mánudag svo hægt verði að skýra málið betur fyrir hluthöfum og fjárfestum. „Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari en þetta er stórt og flókið verkefni. Það er margt sem þarf að ganga upp og hlutirnir eru að ganga upp, eins og samningurinn í nótt. Við stefnum á að hafa myndina sem skýrasta á mánudaginn og ég er bjartsýnn á að það takist.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segir erlenda fjárfesta sýna Icelandair áhuga rlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á hlutafjárútboði flugfélagsins, þó forsvarsmenn þess hafi ekki haft frumkvæði af slíkum samtölum. 23. júní 2020 07:01 Stefna að því að samkomulag við alla aðila sé í höfn 29. júní Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. 15. júní 2020 17:23 Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. 24. júní 2020 19:22 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir nýundirritaðan kjarasamning við Flugfreyjufélag Íslands vera mikilvægan hlekk í að tryggja framtíð félagsins og endurskipuleggja fjárhag þess. Samningurinn var undirritaður í nótt eftir sextán klukkustunda fund og verður kynntur félagsmönnum á föstudag. „Það var mjög ánægjulegt og mikilvægt að ganga frá þessum samningum við Flugfreyjufélag Íslands. Þessi áfangi er mikilvægur hlekkur í þessari vinnu sem við erum í,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu. Hann segir samninginn fela í sér talsverðar breytingar á eldri samningum en þó verði áfram staðið vörð um ráðstöfunarkjör starfsfólks og vinnuumhverfi þeirra. Ein af áherslum Flugfreyjufélagsins var aukið starfsöryggi sem á að vera tryggt í nýjum samningi. „Vinnuframlagið eykst og sveigjanleiki fyrirtækisins til viðskiptaþróunar um leiðakerfi eykst jafnframt. Á sama tíma er verið að standa vörð um ráðstöfunarkjör starfsfólks og tryggja að þetta verði áfram framúrskarandi vinnustaður fyrir flugfreyjur og flugþjóna,“ segir Bogi. „Fjöldi vinnustunda mun eitthvað aukast og sveigjanleikinn fyrir fyrirtækið jafnframt.“ Þurftu að fresta ferlinu vegna kjaraviðræðna Hlutafjárútboð Icelandair hefst á mánudag og var eitt af áhersluatriðum félagsins að ná samningum við Flugfreyjufélag Íslands fyrir þann tíma. Aðspurður segir Bogi ferlið ganga vel en það sé þó verk að vinna fyrir mánudag. „Við stilltum þessu upp í fjóra verkþætti. Samningar við flugstéttirnar þrjár var mjög mikilvægur þáttur í þessu og nú er hann frá. Svo er annar þáttur sem er ekki frágenginn en hann þokast áfram og það eru samningaviðræður við okkar helstu lánardrottna. Það er mjög mikilvægt að klára þær og vera með mjög skýrar línur þar á mánudaginn. Við vinnum að því núna á fullu.“ Hann segir viðræðurnar við lánardrottna ganga ágætlega. Þó sé um stórt og flókið verkefni að ræða; sumt gangi vel en annað mætti ganga betur. „Við þurftum að fresta ferlinu um tvær vikur, meðal annars vegna þess að við vorum ekki búin að semja við flugfreyjur og ekki við ákveðna lánadrottna. Nú er búið að semja við flugfreyjur en við erum enn í viðræðum við ákveðna lánardrottna og það er verkefni sem við verðum að klára. Eitthvað hefði mátt ganga hraðar.“ Bogi er bjartsýnn á að línurnar skýrist fyrir hlutafjárútboð á mánudag.Vísir/Vilhelm Ekki komin niðurstaða í Boeing-viðræður Icelandair á nú í viðræðum við Boeing vegna afhendingu véla og segir Bogi það enn vera í vinnslu. Hugsanlega muni félagið fara fram á frekari bætur vegna þess tjóns sem það hefur orðið fyrir. „Við erum búin að taka við sex vélum og erum með tíu pantanir. Á síðasta ári sömdum við um bætur í tveimur bráðabirgðasamkomulögum. Við erum að vinna slík mál áfram og ræða þau við Boeing.“ Bogi segir viðræðurnar ganga ágætlega en enn sé ekki komin niðurstaða. Hann sé þó bjartsýnn á að línurnar verði skýrari fyrir mánudag svo hægt verði að skýra málið betur fyrir hluthöfum og fjárfestum. „Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari en þetta er stórt og flókið verkefni. Það er margt sem þarf að ganga upp og hlutirnir eru að ganga upp, eins og samningurinn í nótt. Við stefnum á að hafa myndina sem skýrasta á mánudaginn og ég er bjartsýnn á að það takist.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segir erlenda fjárfesta sýna Icelandair áhuga rlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á hlutafjárútboði flugfélagsins, þó forsvarsmenn þess hafi ekki haft frumkvæði af slíkum samtölum. 23. júní 2020 07:01 Stefna að því að samkomulag við alla aðila sé í höfn 29. júní Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. 15. júní 2020 17:23 Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. 24. júní 2020 19:22 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Segir erlenda fjárfesta sýna Icelandair áhuga rlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á hlutafjárútboði flugfélagsins, þó forsvarsmenn þess hafi ekki haft frumkvæði af slíkum samtölum. 23. júní 2020 07:01
Stefna að því að samkomulag við alla aðila sé í höfn 29. júní Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. 15. júní 2020 17:23
Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. 24. júní 2020 19:22
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent