Valskonur elta Breiðablik og skoruðu sex og Stjarnan tryggði sér góðan sigur undir lokin | Sjáðu öll mörk gærkvöldsins Ísak Hallmundarson skrifar 25. júní 2020 15:15 Valskonur gefa ekkert eftir í toppbaráttunni. vísir/vilhelm Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi. Valur lék sama leik og Breiðablik kvöldið áður og skoraði sex mörk á heimavelli. Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu fyrir Valsara - líkt og Berglind Björg gerði fyrir Breiðablik á þriðjudaginn. Stjarnan sigraði ÍBV 1-0 í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í vandræðum með að verða fyrsta liðið til að vinna Þór/KA á þessu tímabili í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Hlín Eiríksdóttir skoraði eins og áður segir þrennu í glæsilegum 6-0 sigri. Hlín kom Val yfir úr fyrsta skoti leiksins, eftir tíu mínútna leik, og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi af sinni hálfu. Hún bætti við öðru marki fyrir hálfleik og var staðan í hálfleik 2-0. Í seinni hálfleik fullkomnaði Hlín þrennuna og Elín Metta Jensen bætti við tveimur mörkum fyrir Val áður en Dóra María Lárusdóttir kórónaði glæsilega frammistöðu Vals með frábæru marki í uppbótartíma. Stjarnan gerði góða ferð til Eyja og vann 1-0 sigur á ÍBV í gærkvökd. Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur hjá báðum liðum. Bæði lið komust í fín færi en vantaði herslumuninn á að klára þau. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Ágætisfæri sem voru illa nýtt. Það dró svo til tíðinda á 84. mínútu leiksins þegar að María Sól Jakobsdóttir kom Stjörnunni yfir og tryggði þeim eins marks sigur. Yfirferð Guðjóns Guðmundssonar um leikina má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin í 3. umferð Pepsi Max deildar kvenna Pepsi Max-deild kvenna Valur ÍBV Stjarnan Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Þó nær allir spekingar landsins hafi spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta yrði jafnari en oft áður þá virðist sem Valur og Breiðablik séu í sérflokki líkt og á síðasta tímabili. 25. júní 2020 14:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 0-1 | Stjarnan fagnaði góðum sigri í Eyjum Stjarnan gerði góða ferð til Eyja og vann góðan 1-0 sigur á ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í kvöld. 24. júní 2020 20:25 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi. Valur lék sama leik og Breiðablik kvöldið áður og skoraði sex mörk á heimavelli. Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu fyrir Valsara - líkt og Berglind Björg gerði fyrir Breiðablik á þriðjudaginn. Stjarnan sigraði ÍBV 1-0 í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í vandræðum með að verða fyrsta liðið til að vinna Þór/KA á þessu tímabili í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Hlín Eiríksdóttir skoraði eins og áður segir þrennu í glæsilegum 6-0 sigri. Hlín kom Val yfir úr fyrsta skoti leiksins, eftir tíu mínútna leik, og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi af sinni hálfu. Hún bætti við öðru marki fyrir hálfleik og var staðan í hálfleik 2-0. Í seinni hálfleik fullkomnaði Hlín þrennuna og Elín Metta Jensen bætti við tveimur mörkum fyrir Val áður en Dóra María Lárusdóttir kórónaði glæsilega frammistöðu Vals með frábæru marki í uppbótartíma. Stjarnan gerði góða ferð til Eyja og vann 1-0 sigur á ÍBV í gærkvökd. Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur hjá báðum liðum. Bæði lið komust í fín færi en vantaði herslumuninn á að klára þau. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Ágætisfæri sem voru illa nýtt. Það dró svo til tíðinda á 84. mínútu leiksins þegar að María Sól Jakobsdóttir kom Stjörnunni yfir og tryggði þeim eins marks sigur. Yfirferð Guðjóns Guðmundssonar um leikina má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin í 3. umferð Pepsi Max deildar kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Valur ÍBV Stjarnan Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Þó nær allir spekingar landsins hafi spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta yrði jafnari en oft áður þá virðist sem Valur og Breiðablik séu í sérflokki líkt og á síðasta tímabili. 25. júní 2020 14:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 0-1 | Stjarnan fagnaði góðum sigri í Eyjum Stjarnan gerði góða ferð til Eyja og vann góðan 1-0 sigur á ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í kvöld. 24. júní 2020 20:25 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Þó nær allir spekingar landsins hafi spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta yrði jafnari en oft áður þá virðist sem Valur og Breiðablik séu í sérflokki líkt og á síðasta tímabili. 25. júní 2020 14:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 0-1 | Stjarnan fagnaði góðum sigri í Eyjum Stjarnan gerði góða ferð til Eyja og vann góðan 1-0 sigur á ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í kvöld. 24. júní 2020 20:25
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00
Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22