Hafa náð samkomulagi við Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 15:02 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Samkomulag náðist nú síðdegis við Miðflokkinn um meðferð stofnunar opinbers hlutafélags, málið sem þeir hafa hampað mjög í ræðustól Alþingis síðustu daga – og jafnvel verið sakaðir um að hafa uppi málþóf um. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að flokksmenn séu „bærilega sáttir“ við samkomulagið. „[…] og teljum að þar sé búið að ná fram ákveðnum vörnum fyrir frekari umframútgjöld úr ríkissjóði annars vegar og síðan hvað skipulagsmál varðar hins vegar, þá sérstaklega með áherslu á framtíð Sundabrautar,“ segir Bergþór. „Með þessu fær fjármálaráðherra heimild til að stofna þetta opinbera hlutafélag og þá er Bjarni Benediktsson með það verkefni í fanginu að stofna þetta nýja félag þegar hann telur tímann réttan, manna stjórn og ganga frá hluthafasamkomulagi og tryggja að verkefni séu unnin í skynsamlegri tímaröð, með sem mestri hagkvæmni og tryggja hagkvæmni ríkissjóðs með til þess bærum leiðum.“ Bergþór segir að gefið verði út framhaldsnefndarálit sem áréttar þá þætti sem samkomulagið er um. Atkvæðagreiðsla verði eftir aðra umræðu og málið síðan í framhaldinu væntanlega afgreitt með hefðbundnum hætti fyrir þinglok. Í þessu samkomulagi við Miðflokkinn felst þó ekki heildarsamkomulag um þinglok, sem enn á eftir að semja um. En eru Miðflokksmenn nú búnir í bili? „Það er ekkert búið fyrr en það er búið,“ segir Bergþór. „En allavega hvað áhyggjur okkar í Miðflokknum varðar þá hefðum við auðvitað vilja ganga miklu lengra og ná því fram að taka þessa Borgarlínunálgun í heild til endurskoðunar því við teljum að þarna sé óskynsamlega á haldið. En við teljum að með þessu sé búið að reisa ákveðnar girðingar,“ Alþingi Borgarlína Samgöngur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Samkomulag náðist nú síðdegis við Miðflokkinn um meðferð stofnunar opinbers hlutafélags, málið sem þeir hafa hampað mjög í ræðustól Alþingis síðustu daga – og jafnvel verið sakaðir um að hafa uppi málþóf um. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að flokksmenn séu „bærilega sáttir“ við samkomulagið. „[…] og teljum að þar sé búið að ná fram ákveðnum vörnum fyrir frekari umframútgjöld úr ríkissjóði annars vegar og síðan hvað skipulagsmál varðar hins vegar, þá sérstaklega með áherslu á framtíð Sundabrautar,“ segir Bergþór. „Með þessu fær fjármálaráðherra heimild til að stofna þetta opinbera hlutafélag og þá er Bjarni Benediktsson með það verkefni í fanginu að stofna þetta nýja félag þegar hann telur tímann réttan, manna stjórn og ganga frá hluthafasamkomulagi og tryggja að verkefni séu unnin í skynsamlegri tímaröð, með sem mestri hagkvæmni og tryggja hagkvæmni ríkissjóðs með til þess bærum leiðum.“ Bergþór segir að gefið verði út framhaldsnefndarálit sem áréttar þá þætti sem samkomulagið er um. Atkvæðagreiðsla verði eftir aðra umræðu og málið síðan í framhaldinu væntanlega afgreitt með hefðbundnum hætti fyrir þinglok. Í þessu samkomulagi við Miðflokkinn felst þó ekki heildarsamkomulag um þinglok, sem enn á eftir að semja um. En eru Miðflokksmenn nú búnir í bili? „Það er ekkert búið fyrr en það er búið,“ segir Bergþór. „En allavega hvað áhyggjur okkar í Miðflokknum varðar þá hefðum við auðvitað vilja ganga miklu lengra og ná því fram að taka þessa Borgarlínunálgun í heild til endurskoðunar því við teljum að þarna sé óskynsamlega á haldið. En við teljum að með þessu sé búið að reisa ákveðnar girðingar,“
Alþingi Borgarlína Samgöngur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira