Á von á því að samningurinn verði samþykktur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2020 21:18 Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. Samningur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var undirritaður í fyrradag og gildir til ársins 2025. 400 félagsmenn mættu á fundinn í dag og úr salnum heyrðist reglulega dynjani lófaklapp. „Það komu mjög uppbyggilegar og góðar spurningar, bæði varðandi útfærsluatriði og annað en líka spurningar um hvað þetta þýðir og við fögnum því,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður flugfreyjufélags Íslands. Hvað getur þú sagt mér um innihald samningsins? „Það sem við gerðum helst var að standa vörð um okkar aðalatriði er varðar starfsöryggi. Við veitum eftirgjöf er varðar hvíldartíma og vaktartíma og setjum upp ákveðin ákvæði sem stuðla að eftirfylgni á þessu sem við erum að breyta,“ sagði Guðlaug. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á mánudag og lýkur í hádeginu á föstudag í næstu viku. Átt þú von á því að samningurinn verði samþykktur? „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug. Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá því að stjórnvöld fylgist náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Forsætisráðherra svaraði því eki með afgerandi hætti hvort til greina kæmi að ríkið stigi inn í gangi hlutafjárútboðið ekki eftir. „Það er ekki eitthvað sem við erum að reikna með núna. Boltinn er í raun og veru hjá félaginu og það liggur fyrir að þau eru að vinna að sínu plani,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33 Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. Samningur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var undirritaður í fyrradag og gildir til ársins 2025. 400 félagsmenn mættu á fundinn í dag og úr salnum heyrðist reglulega dynjani lófaklapp. „Það komu mjög uppbyggilegar og góðar spurningar, bæði varðandi útfærsluatriði og annað en líka spurningar um hvað þetta þýðir og við fögnum því,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður flugfreyjufélags Íslands. Hvað getur þú sagt mér um innihald samningsins? „Það sem við gerðum helst var að standa vörð um okkar aðalatriði er varðar starfsöryggi. Við veitum eftirgjöf er varðar hvíldartíma og vaktartíma og setjum upp ákveðin ákvæði sem stuðla að eftirfylgni á þessu sem við erum að breyta,“ sagði Guðlaug. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á mánudag og lýkur í hádeginu á föstudag í næstu viku. Átt þú von á því að samningurinn verði samþykktur? „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug. Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá því að stjórnvöld fylgist náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Forsætisráðherra svaraði því eki með afgerandi hætti hvort til greina kæmi að ríkið stigi inn í gangi hlutafjárútboðið ekki eftir. „Það er ekki eitthvað sem við erum að reikna með núna. Boltinn er í raun og veru hjá félaginu og það liggur fyrir að þau eru að vinna að sínu plani,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Kjaramál Vinnumarkaður Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33 Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Boltinn í raun og veru hjá félaginu“ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins. 26. júní 2020 13:33
Samningurinn kynntur félagsmönnum FFÍ Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. 26. júní 2020 10:25