Fá átta milljónir vegna mistaka hjá Umboðsmanni skuldara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2020 21:34 Umboðsmaður skuldara. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að árið 2014 fengu hjóninsamþykktan samning um greiðsluaðlögun. Samkvæmt samningnum áttu þau að greiða af þeim veðkröfum sem stóðu innan matsverðs fasteignar þeirra á greiðsluaðlögunartímabilinu, en innan matsverðsins rúmuðust veðkröfur Íbúðalánasjóðs á 1. til 5. veðrétti og lítill hluti veðkröfu sjóðsins á 6. veðrétti. Veðkröfur sem voru utan matsverðs eignarinnar á tímabili greiðsluaðlögunar voru annars vegar eftirstöðvar veðkröfu Íbúðalánasjóðs á 6. veðrétti og svo veðkrafa Lánasjóðs íslenskra námsmanna á 7. veðrétti. Í samningnum var því næst kveðið á um að í lok greiðsluaðlögunartímabils, sem stóð í 24 mánuði myndu allar samningskröfur verða felldar niður í heild sinni. Misræmi í gögnum frá Íbúðarlánasjóði Þegar tímabilinu lauk staðfesti Íslandsbanki, sem sá um að miðla greiðslum samkvæmt samningnum, að allar greiðslur samningsins væru greiddar. Lögðu þá hjónin fram beiðni um veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra. Málið fór í vinnslu hjá Umboðsmanni skuldara sem kallaði eftir gögnum frá Íbúðarlánasjóði. Í þeim gögnum var hins vegar misræmi í upplýsingum um áhvílandi lán hjónanna við lok samningsins. Í tölvupóstinum sjálfum var staða tiltekins láns sögð 1.522.832 krónur en í viðhenginu var staða lánsins skráð 9.696.269 krónur. Þetta varð til þess að starfsmaður Umboðsmanns skuldara hélt að fasteign hjónanna væri ekki yfirveðsett og sendi þeim tölvubréf 12. september 2016, þar sem þeim var tilkynnt að áhvílandi veðskuldir væru lægri en meðaltal verðmats fasteignarinnar. Bað starfsmaðurinn hjónin um að undirrita afturköllunarbeiðni sem þau og gerðu. Póstur frá LÍN kom á óvart Hinn 28. ágúst 2017 barst eiginmanninum áminning þess efnis að skuld hans við Lánasjóð íslenskra námsmanna væri til innheimtu. Segir í stefnu að þetta hafi komið honum í opna skjöldu, en stefnendur höfðu, í samræmi við greiðsluaðlögunarsamning sinn, ekki greitt af kröfu sjóðsins og kveðjast hafa staðið í þeirri trú að krafan hefði fallið niður við lok hans. Í framhaldi af þessu hafði stefnandinn samband við starfsmann Umboðsmanns skuldara og kom þá í ljós að mistök höfðu átt sér stað við meðferð máls stefnenda. Vildu hjónin meina að hefðu veðréttindin veri afmáð af fasteign þeirra hefði 5,9 milljónir átt að falla niður miðað við greiðsluaðlögunarsamninginn. Þessi upphæð stóð í 8,2 milljónum þegar ríkinu var stefnt í nóvember 2018. Höfðu raunhæfa möguleika á því að fá umsóknina sem var afturkölluð samþykkta Í dómi héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að starfsmanni embættis Umboðsmanns skuldara hafi orðið á mistök við meðferð greiðsluaðlögunarmáls stefnenda í september 2016, annars vegar við meðferð á upplýsingum um eftirstöðvar láns frá Íbúðalánasjóði, en hins vegar þegar starfsmaðurinn leiðbeindi stefnendum með afdráttarlausum orðalagi að afturkalla beiðni sína til sýslumanns um að veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaverðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá segir einnig að útreikningar á tekjum stefnenda og öll atvik málsins bendi til þess að þau hafi átt fyllilega raunhæfa möguleika á því að umsókn þeirra um afmáningu áhvílandi veðskulda yrði samþykkt ef ekki hefðu komið til áðurlýst mistök starfsmanns Umboðsmanns skuldara, og að ríkið verði að bera hallann af þeim vafa sem uppi hafi verið um hver endanleg niðurstaða í því máli hefði orðið. Þarf íslenska ríkið því að greiða hjónunum 8,2 milljónir auk dráttarvaxta. Ríkissjóðir greinir einnig málskostnað hjónanna, 3,7 milljónir. Neytendur Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að árið 2014 fengu hjóninsamþykktan samning um greiðsluaðlögun. Samkvæmt samningnum áttu þau að greiða af þeim veðkröfum sem stóðu innan matsverðs fasteignar þeirra á greiðsluaðlögunartímabilinu, en innan matsverðsins rúmuðust veðkröfur Íbúðalánasjóðs á 1. til 5. veðrétti og lítill hluti veðkröfu sjóðsins á 6. veðrétti. Veðkröfur sem voru utan matsverðs eignarinnar á tímabili greiðsluaðlögunar voru annars vegar eftirstöðvar veðkröfu Íbúðalánasjóðs á 6. veðrétti og svo veðkrafa Lánasjóðs íslenskra námsmanna á 7. veðrétti. Í samningnum var því næst kveðið á um að í lok greiðsluaðlögunartímabils, sem stóð í 24 mánuði myndu allar samningskröfur verða felldar niður í heild sinni. Misræmi í gögnum frá Íbúðarlánasjóði Þegar tímabilinu lauk staðfesti Íslandsbanki, sem sá um að miðla greiðslum samkvæmt samningnum, að allar greiðslur samningsins væru greiddar. Lögðu þá hjónin fram beiðni um veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra. Málið fór í vinnslu hjá Umboðsmanni skuldara sem kallaði eftir gögnum frá Íbúðarlánasjóði. Í þeim gögnum var hins vegar misræmi í upplýsingum um áhvílandi lán hjónanna við lok samningsins. Í tölvupóstinum sjálfum var staða tiltekins láns sögð 1.522.832 krónur en í viðhenginu var staða lánsins skráð 9.696.269 krónur. Þetta varð til þess að starfsmaður Umboðsmanns skuldara hélt að fasteign hjónanna væri ekki yfirveðsett og sendi þeim tölvubréf 12. september 2016, þar sem þeim var tilkynnt að áhvílandi veðskuldir væru lægri en meðaltal verðmats fasteignarinnar. Bað starfsmaðurinn hjónin um að undirrita afturköllunarbeiðni sem þau og gerðu. Póstur frá LÍN kom á óvart Hinn 28. ágúst 2017 barst eiginmanninum áminning þess efnis að skuld hans við Lánasjóð íslenskra námsmanna væri til innheimtu. Segir í stefnu að þetta hafi komið honum í opna skjöldu, en stefnendur höfðu, í samræmi við greiðsluaðlögunarsamning sinn, ekki greitt af kröfu sjóðsins og kveðjast hafa staðið í þeirri trú að krafan hefði fallið niður við lok hans. Í framhaldi af þessu hafði stefnandinn samband við starfsmann Umboðsmanns skuldara og kom þá í ljós að mistök höfðu átt sér stað við meðferð máls stefnenda. Vildu hjónin meina að hefðu veðréttindin veri afmáð af fasteign þeirra hefði 5,9 milljónir átt að falla niður miðað við greiðsluaðlögunarsamninginn. Þessi upphæð stóð í 8,2 milljónum þegar ríkinu var stefnt í nóvember 2018. Höfðu raunhæfa möguleika á því að fá umsóknina sem var afturkölluð samþykkta Í dómi héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að starfsmanni embættis Umboðsmanns skuldara hafi orðið á mistök við meðferð greiðsluaðlögunarmáls stefnenda í september 2016, annars vegar við meðferð á upplýsingum um eftirstöðvar láns frá Íbúðalánasjóði, en hins vegar þegar starfsmaðurinn leiðbeindi stefnendum með afdráttarlausum orðalagi að afturkalla beiðni sína til sýslumanns um að veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaverðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá segir einnig að útreikningar á tekjum stefnenda og öll atvik málsins bendi til þess að þau hafi átt fyllilega raunhæfa möguleika á því að umsókn þeirra um afmáningu áhvílandi veðskulda yrði samþykkt ef ekki hefðu komið til áðurlýst mistök starfsmanns Umboðsmanns skuldara, og að ríkið verði að bera hallann af þeim vafa sem uppi hafi verið um hver endanleg niðurstaða í því máli hefði orðið. Þarf íslenska ríkið því að greiða hjónunum 8,2 milljónir auk dráttarvaxta. Ríkissjóðir greinir einnig málskostnað hjónanna, 3,7 milljónir.
Neytendur Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira