„Allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 08:23 Sigurður G. Guðjónsson birti þessa mynd af sér eftir komuna á Landspítalann. Myndinni hefur verið snúið. sigurður guðni guðjónsson Aðspurður hvernig honum líði þennan morguninn segist Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vera „slæmur.“ Ef ekki væri fyrir stöðuga mænudeyfingu væri hann mjög verkjaður. Sigurður féll úr stiga á mánudaginn síðastliðinn þegar hann hugðist klára að mála þakið á húsi sínu. Fallið hafi verið um þrír metrar. „Eftir nokkra tugi ferða upp á þak, við að mála og skrapa, alltaf í sama stiganum heldur maður að þetta sé allt öruggt og fínt hjá manni. Svo ertu bara að lyfta málningarfötu upp á þakið og þá fer stiginn undan þér. Næsta er að þú liggur bara á stiganum brotinn,“ segir Sigurður í samtali við Bítið í morgun. Hann hafi þannig lent á stiganum og sé með þrepin á stiganum upp eftir síðunni. Atburðarásin hafi verið hörð. „Þetta [fallið] er fljótt. Þetta bara gerist og allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi,“ segir Sigurður. Hann segist hafa óttast að vera lamaður eftir fallið. „Það var fyrsta hugsunin,“ segir Sigurður og minnist hrikalegra verkja eftir fallið. Dóttir hans og barnabarn voru skammt undan og segir Sigurður að þau hafi séð hann falla til jarðar. Það hafi verið með þeim mikið áfall. „Skítastaða“ Við fallið braut hann fimm rifbein, „sum þeirra illa,“ eins og Sigurður orðar það. Það sé lítið hægt að gera í því, þau grói einfaldlega saman að lokum. Hann segist því eiga erfitt með að hreyfa sig. „Þú getur illa sest upp, þú getur illa sest niður, þú getur illa andað og ekki hlegið eða hnerrað. Þetta er svona skítastaða sem þú ert í,“ segir Sigurður. Hann áætlar að það muni taka sig um sex vikur að jafna sig á fallinu, þá verði hann orðinn „sæmilegur“ aftur. Hann liggi nú inni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og segir fara vel um sig. Sigurður segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna stiginn rann undan honum. Ekki sé útilokað að einhver slinkur hafi komið á stigann þegar hann vippaði þungri málningarfötunni upp á þakið. Stiginn hafi staðið á sólpalli sem var skraufþurr í blíðviðrinu á mánudag. „Þetta segir manni það að maður verður alltaf að gæta sín. Það er kannski betra að hafa einhvern með sér þegar maður er að príla í svona stiga,“ segir Sigurður sem heitir því að vera varkárari í framtíðinni. „Ég held að ég muni aldrei fara upp á þak aftur án þess að vera með fallvörn til að setja á skorsteininn,“ segir Sigurður en spjall hans við Bítið má heyra hér að neðan. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Aðspurður hvernig honum líði þennan morguninn segist Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vera „slæmur.“ Ef ekki væri fyrir stöðuga mænudeyfingu væri hann mjög verkjaður. Sigurður féll úr stiga á mánudaginn síðastliðinn þegar hann hugðist klára að mála þakið á húsi sínu. Fallið hafi verið um þrír metrar. „Eftir nokkra tugi ferða upp á þak, við að mála og skrapa, alltaf í sama stiganum heldur maður að þetta sé allt öruggt og fínt hjá manni. Svo ertu bara að lyfta málningarfötu upp á þakið og þá fer stiginn undan þér. Næsta er að þú liggur bara á stiganum brotinn,“ segir Sigurður í samtali við Bítið í morgun. Hann hafi þannig lent á stiganum og sé með þrepin á stiganum upp eftir síðunni. Atburðarásin hafi verið hörð. „Þetta [fallið] er fljótt. Þetta bara gerist og allt í einu liggurðu brotinn á jörðinni, eins og aumingi,“ segir Sigurður. Hann segist hafa óttast að vera lamaður eftir fallið. „Það var fyrsta hugsunin,“ segir Sigurður og minnist hrikalegra verkja eftir fallið. Dóttir hans og barnabarn voru skammt undan og segir Sigurður að þau hafi séð hann falla til jarðar. Það hafi verið með þeim mikið áfall. „Skítastaða“ Við fallið braut hann fimm rifbein, „sum þeirra illa,“ eins og Sigurður orðar það. Það sé lítið hægt að gera í því, þau grói einfaldlega saman að lokum. Hann segist því eiga erfitt með að hreyfa sig. „Þú getur illa sest upp, þú getur illa sest niður, þú getur illa andað og ekki hlegið eða hnerrað. Þetta er svona skítastaða sem þú ert í,“ segir Sigurður. Hann áætlar að það muni taka sig um sex vikur að jafna sig á fallinu, þá verði hann orðinn „sæmilegur“ aftur. Hann liggi nú inni á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og segir fara vel um sig. Sigurður segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna stiginn rann undan honum. Ekki sé útilokað að einhver slinkur hafi komið á stigann þegar hann vippaði þungri málningarfötunni upp á þakið. Stiginn hafi staðið á sólpalli sem var skraufþurr í blíðviðrinu á mánudag. „Þetta segir manni það að maður verður alltaf að gæta sín. Það er kannski betra að hafa einhvern með sér þegar maður er að príla í svona stiga,“ segir Sigurður sem heitir því að vera varkárari í framtíðinni. „Ég held að ég muni aldrei fara upp á þak aftur án þess að vera með fallvörn til að setja á skorsteininn,“ segir Sigurður en spjall hans við Bítið má heyra hér að neðan.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira