„Endalaus stórskotahríð haturs“ í „vinalegasta heimabæ Flórída“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 11:05 Stuðningsmenn Donald Trump í The Villages sjást á þessari mynd. AP/Mike Schneider Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages. Íbúi þar segir ástandið eldfimt í samfélaginu, mikið sé deilt um Donald Trump og stefnu hans í aðdraganda forsetakosninganna. Það vakti mikla athygli þegar Trump endurtísti umræddu myndbandi þar sem stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Í myndbandinu sem fylgdi tístinu, sem síðar var eytt, sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Blaðamaður The Guardian heimsótti The Villages, sem gefur sig út fyrir að vera vinalegasti heimabær Flórída þar sem eldri borgarar geti slakað á, notið lífsins, spilað golf og haft gaman. Trump naut töluverðs stuðnings á meðal eldri borgara í kosningunum 2016 en Chris Stanley, íbúi í The Villages, segir að honum virðist sem að sá stuðningur sé að fjara undan Trump. „Hann er klárlega að gera suma kjósendur hér í The Villeges afhuga sér,“ segir Chris Stanley í samtali við Guardian. Hann hefur búið í The Villages í sex ár en þar búa um 125 þúsund eldri borgarar. Hann segir þá hafa áhyggjur af áætlunum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, auk þess sem að þeim líki ekki við hegðun hans. Það virðist vera kominn hiti í hið pólitíska líf eldri borgaranna ef marka má frétt Guardian. Þar segir að golfbílar með merki til stuðnings Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hafi verið skemmdar auk þess sem að þeir sem styðji demókrata hafi fengið ýmsar hótanir, meðal annars um að nöglum yrði komið fyrir á akbraut þar sem gjarnan er keppt í golfbílarallý og ætlunin var að halda eitt slíkt til stuðnings Demókrötum. „Þetta er mjög fjandsamlegt,“ segir Stanley um ástandið og það nær einnig yfir á Facebook að sögn Stanley. „Þetta er endalaus stórskotahríð haturs.“ Undir þetta tekur Dee Melvin, sem flutti í The Villages árið 2014. „Pólitískt séð þá er þetta ekki lengur vinalegasti heimabær Flórída. Þetta verður erfiðara með hverjum deginum sem líður.“ Bandaríkin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages. Íbúi þar segir ástandið eldfimt í samfélaginu, mikið sé deilt um Donald Trump og stefnu hans í aðdraganda forsetakosninganna. Það vakti mikla athygli þegar Trump endurtísti umræddu myndbandi þar sem stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Í myndbandinu sem fylgdi tístinu, sem síðar var eytt, sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Blaðamaður The Guardian heimsótti The Villages, sem gefur sig út fyrir að vera vinalegasti heimabær Flórída þar sem eldri borgarar geti slakað á, notið lífsins, spilað golf og haft gaman. Trump naut töluverðs stuðnings á meðal eldri borgara í kosningunum 2016 en Chris Stanley, íbúi í The Villages, segir að honum virðist sem að sá stuðningur sé að fjara undan Trump. „Hann er klárlega að gera suma kjósendur hér í The Villeges afhuga sér,“ segir Chris Stanley í samtali við Guardian. Hann hefur búið í The Villages í sex ár en þar búa um 125 þúsund eldri borgarar. Hann segir þá hafa áhyggjur af áætlunum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, auk þess sem að þeim líki ekki við hegðun hans. Það virðist vera kominn hiti í hið pólitíska líf eldri borgaranna ef marka má frétt Guardian. Þar segir að golfbílar með merki til stuðnings Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hafi verið skemmdar auk þess sem að þeir sem styðji demókrata hafi fengið ýmsar hótanir, meðal annars um að nöglum yrði komið fyrir á akbraut þar sem gjarnan er keppt í golfbílarallý og ætlunin var að halda eitt slíkt til stuðnings Demókrötum. „Þetta er mjög fjandsamlegt,“ segir Stanley um ástandið og það nær einnig yfir á Facebook að sögn Stanley. „Þetta er endalaus stórskotahríð haturs.“ Undir þetta tekur Dee Melvin, sem flutti í The Villages árið 2014. „Pólitískt séð þá er þetta ekki lengur vinalegasti heimabær Flórída. Þetta verður erfiðara með hverjum deginum sem líður.“
Bandaríkin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira